Leita í fréttum mbl.is

Kjaftstopp

er ég hreinlega eftir að hafa horft á afburðaþátt Karls Eskils Pálssonar á N4 um hið nýja fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík.

Um leið fyllist ég stolti yfir að vera Íslendingur og sjá hvers megnugt íslenskt hugvit er.

Eins og Heiðrún Lind segir í myndinni þá hefur ein auðlind fætt af sér aðra.Fiskveiðiauðlindin hefur fætt af sér aðra auðlind,-íslenskt hugvit-, sem er orðin söluvara um allan heim.Við Íslendingar erum orðnir fremstir í heiminum í vinnslu sjávarafla og og höfum þróað þvílíka tækni í vinnslu hans að okkar fólk er kallað til starfa um allan heim.

Eins og Þorsteinn Már Baldvinsson segir í lok myndarinnar þá skulum við muna að við erum ekkert sérlega stórir í fiskveiðum á heimsvísu. Það er mikil samkeppni um markaði allstaðar.

Laxeldi er í miklum vexti og þorskeldið er á leiðinni.Við verðum að leggja okkur fram til að halda forskotinu sem við höfum í nú orðið vinnslutækninni sem sést í þessari verksmiðju Samherja á Dalvík.

Ævistarf Samherjafrænda hefur leitt af sér þessa stöðu í veiðum og vinnslu frá því að þeir hófu að sanka að sér heimildum í árdaga kerfisins.

Hluti Íslendinga reynir nú að glæpavæða þessa menn og gera þeirra starfsemi tortryggilega á allan hátt.Ég kýs fremur að horfa á það sem þeir hafa áorkað þó sjálfsagt megi eitt og annað betur fara þar sem annarsstaðar.

Aðrir tala um afnám  fiskveiðistjórnunarkerfisins og upptöku ólympískra veiða þar sem allir megi veiða sem allra mest án tillits til verðmætasköpunar.Ég held að við verðum að gæta okkar á öfundinni yfir velgengni annarra sem aldrei er langt undan með okkur og fleygja ekki frá okkur því sem við höfum í hita augnabliksins.

Það er fljótséð að svona hús eins og kynnt er til sögunnar þarna á Dalvík verður að hafa stöðuga hráefnisaðfærslu eigi hún að geta staðist.

Tími handflökunar og gúanós er liðinn og tími háþróaðrar matvælavinnslu runninn upp. Það verður því óhjákvæmilega að samhæfa veiðar og vinnslu eins og Samherjafrændur hafa gert.

Í heild er ég stoltur fyrir hönd minnar þjóðar og er sjálfur kjaftstopp þegar ég horfi á afrek þeirra Samherjafrænda sem þarna birtast eftir 20 ára starfsemi á Dalvík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þú manst eftir sögunni um Kólumbus og hvernig hann lét eggið standa upp á endann.

Þannig er þetta nú með Samherja og önnur útvegsfyrirtæki sem ganga vel. Það geta víst allir veitt fisk alveg einsog Kólumbus sigldi bara í vestur átt og fann Ameríku

Grímur Kjartansson, 6.9.2020 kl. 12:25

2 identicon

SJÁVARÚTVEGUR í veiðum og vísindum ber af öðrum þjóðum. ÍSLENDINGAR eru brattir og hugrakkir og selja BEST SJÁLFIR og kynna betur fiskssöluna, en ALÞJÓÐLEGIR GLÓBALISTAR.

BRÆÐURNIR hjá SAMHERJA hafa fengið "nóg" frá RÚVverjum. Við skulum sættast og vinna í sátt með fyrirtæki, sem skilar vel til RÍKISINS og halda "eyðslunni" gangandi við innflutning á "ólíku fólki" og loftslagsbruðli?.

Ég heyrði einusinni sögu um KÓLUMBUS, sem fann AMERIKU 1492, en við ÍSLENDINGAR fórum þangað árið 1000 og kölluðum AMERIKU, VÍNLAND.

Sagan segir, að KOLUMBUS hafi heimsótt HJARÐARHOLTSKIRKJU í Dölum á ÍSLANDI, til að fá fréttir frá VÍKINGUNUM varðandi Landafundinn í Vesturheimi. ÍSLAND á langa skráða SÖGU, skrifuð á ÍSLENSKU.  VERJUM landið OKKAR og sameiginlegan auð með "ofurflokki" við næstu ALÞINGIS kosningar.

Vonandi hverfa esb-sinnar við næstu kosningar frá háttvirtu ALÞINGI!   

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 8.9.2020 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband