Leita í fréttum mbl.is

Keisarans skegg?

finnst mér vera undir í deilu þar sem við etjum saman tveimur af okkar góðu vísindamönnum um það hvort við eigum að hafa heimkomusmitgát eða sóttkví á erlendum ferðamönnum á landamærum.

Skiptir þetta virkilega máli um afkomu ferðamannaiðnaðarins?

Kári Stefánsson sagði í Silfrinu að það væri svo erfitt að fylgja heimkomusmitgát eftir frekar en sóttkví. Sem sagt tæknilegs eðlis. Jón Ívar taldi heimkomusmitgát vera framkvæmanlega og minna íþyngjandi. Þessir góðu menn voru sammála um að smitleiðirnar væru mjög viðkvæmar og Kári benti á að sýkingarnar næstliðnu stöfuðu allar frá einum aðila sem komist hefði í gegn um netið.

Tekur það því að vera að deila um framkvæmd landamæraskimunar sem vísindamennirnir eru sammála um að nauðsynleg sé? Er þetta ekki nefnilega bara spurning um skamman tíma þar til að þetta má endurskoða?

Er þörf á að láta þessa dýrmætu vísindamenn deila svona um keisarans skegg þegar bóndavitið segir okkur einfaldlega, "Play it safe"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Tek undir samúðarkveðjur þína til Jóns og Bryndísar, en svo las ég þennan pistil, og ég grét.

Og ég hef ekki grátið eða þannig frá því að annar tvíburi minn snéri sig uppúr miðjum júní á hægri fætinum, nýbúinn að fara spila eftir að hafa snúið sig á þeim vinstri.  Hermdi þar með eftir bróður sínum sem braut sig aftur í janúar, þá í annað sinn á um 6 mánuðum.

Ég felldi þá tár vegna þess að mér fannst þetta eiginlega vera tú much, og núna felldi ég tár vegna þess að þegar skynsemisverur láta blekkjast, hvaða von er þá eftir í heiminum drengjunum mínum til handa.

Halldór, heimkomusmitgá stöðvaði ekki seinni bylgjuna, þess vegna voru reglurnar hertar.

Og þess vegna hafa allavega þrjár bylgjur verið stöðvaðar í fæðingu, ef ekki þá sæjum við ekki fyrir endann á ströngum sóttvörnum, og líklegast væri alveg búið að loka á gamla fólkið á hjúkrunarheimilunum.

Það er ekkert smit hérna fyrir austan, en veistu hvaða takmarkanir voru á heimsóknir til tengdamömmu minnar sem er aðeins 3 árum eldri en Jón Baldvin en glímir við hyldýpi gleymskunnar kennt við Alzheimer??  Eða veistu að við töldum okkur lánsöm að tengdapabbi skyldi kveðja í júlí, því þá í fyrsta lagi máttu börn hans og barnabörn heimsækja hann á banabeðinu, sem og við máttum jarða hann og kveðja, án þess að sóttvarnir skæru allt niður í ótta og fámenni.

Það er mikið að Halldór ef menn eins og þú fatta ekki rangindin við að þetta ástand sé valkvætt ef það er hægt að koma í veg fyrir það.

Og höfum það á hreinu, kvensjúkdómalæknirinn er ekki vísindamaður.

Hann er málaliði.

Og hann fer ekki rétt með einn einasta hlut.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.9.2020 kl. 18:36

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar

Þegar ég segi Play it safe, þá get ég ekki skilið það öðruvísi en að ég fylgi Kára em ekki Jóni Ívari. 

Ekki misskilja mig Ómar.

Halldór Jónsson, 7.9.2020 kl. 22:19

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli ég sé ekki að verða raðmisskiljari Halldór.

Play it save vissulega og stundum þarf að fara fínt í hlutina en taka skýra afstöðu samt.

Ætli deilu þessari um öryggi við landamærin megi ekki líkja við ef tveir stjórnmálamenn segist báðir vilja bregðast við sænskri óöld í úthverfum, nema að annar segir að það dugi að senda pöntun uppí Odda um nokkur eintök af pappírslöggunum hennar Sólveigar sem mér skilst að þeir eigi ennþá á lager.

Var þá eitthvað orð að marka hitt, og er hægt að tala um báða í sömu andrán líkt og báðir vilji vel??

Partíinu er lokið sagði kvensjúkdómalæknirinn og vísaði þá í daglegt líf okkar sem partý eða veislu.  En því lauk aðeins vegna þess að veirunni var hleypt inní landið með afnám sóttkvíar við landamærin.

Núna er búið að þétta varnirnar og eðlilegt líf án ótta er í augsýn.

Slíkt er ekki hægt að meta, hvorki til fjár eða annað.

Er ekki til sölu, ekki frekar en amma mín heitin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.9.2020 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband