Leita í fréttum mbl.is

Framtíðarspá

ætla ég að lofa mér að gefa hér og nú. Ekki af því að ég sé spámannalega vaxinn heldur af því að mér finnst vanta dálítið af hvað ef í umræðuna.

Ef Kínverjar hleypa ekki annarri drepsótt af stað af matarmörkuðunum sínum í á næstu mánuðum þá sé ég ekki annað en að bóluefni við COVID verði á boðstólum í vestrænum ríkjum  á fyrstu 3 mánuðum næsta árs. 3 mánuði þar í frá munu flugsamgöngur fara að færast í eðlilegra horf með auknu hjarðónæmi.

Löngu fyrir þann tíma verðum við Íslendingar búnir að ná tökum á nýgenginu hérlendis og farnir að bjóða ferðamönnum áhyggjulaus frí hérlendis eftir inngönguskimun og útgönguskimun sem verður svo sérstætt að ferðamenn munum fara að koma í auknum mæli.

Flugleiðir munu hafa bjargast að hluta um mitt næsta ár og útlitið verður þá mun bjartara.Fáránleiki þess að halda að arftakar WOW muni leysa einhvern vanda liggur æ ljósara fyrir og við  verðum því að veðja á Icelandair  til næsta árs.

Sjáum við ekki fyrir hvaða breyting verður á heiminum ef vísindunum tekst að sigrast á COVID19 og ekkert nýtt af sömu nál kemur í kjölfarið? 

Er ekki auðvelt að gera framtíðarspá við ekki verri væntingar en nú eru uppi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband