14.9.2020 | 11:37
Borgarlínan
er lífseigt umræðuefni. Mikið af því stafar frá því að formælendurnir eru rökheldir.
Það er ekki hægt að rökræða við Dag B. Eggertsson, Hjálmar Sveinsson eða Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur um kosti og galla Borgarlínu þar sem þau hafa niðurstöðu sem ekki verður frá kvikað.Þetta fólk hefur höndlað stórasannleika sem ekki verður breytt.
Almenningssamgöngur skulu verða 12 % af öllum ferðum hvernig sem allt veltur. Í þeirri vegferð skal einkabílnum gert sem öndugast að komast leiðar sinnar og ekkert opinbert fé skal sett í að greiða fyrir umferð.
Sundabraut eða nýbyggingarsvæði skulu ekki lögð fyrir bílaumferð heldur fyrir almenningssamgöngur og "gangandi og hjólandi" umferð. Ekkert skal byggt af nýjum íbúðum nema almenningssamgöngur hafi verið settar upp fyrst.
Við þessar aðstæður stoðar lítt að koma með rök eða dæmi frá erlendum borgum.Niðurstaðan er þegar fengin. Og það sem merkilegra er að skoðanakannanir benda til þess að þessi stefna verði endurkosin.
Það er því lofsvert þegar maður eins og Þórarinn Hjaltason umferðarverfræðingur með áratuga reynslu hérlendis sem erlendis tekur til máls um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu þó ekki nema til annars en að vekja athygli á rökleysunni.
Þórarinn er þekktur að því að segja fremur minn en meira í rökræðum og láta andstæðinga njóta vafans fremur en hitt.
Þórarinn skrifar svo í laugardagsblað Morgunblaðsins sem ástæða er til að staldra við:
" Í umræðum um borgarlínuna hefur komið fram að ein helsta fyrirmyndin sé fyrirhugað 50 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) á Stavanger-svæðinu, þar sem búa 242.000 manns (2015) og reiknað með fjölgun upp í 300.000 árið 2040.
Hlutur almenningssamgangna í Stavanger er 8% af ferðum og áætlað er að auka hann í 15% árið 2040. Í Noregi eins og reyndar víðast hvar í Evrópu eru borgir mun eldri en höfuðborgarsvæðið og miðborgirnar gjarnan frá miðöldum. Götur eru þröngar og sums staðar varla bíllengd á milli húsa.
Einkabíllinn rúmast illa í evrópskum miðaldaborgum og þess vegna er eðlilegt að strætó og lestir gegni þar stærra hlutverki heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í samræmi við þetta er bílaeign á álíka fjölmennum borgarsvæðum í Evrópu yfirleitt miklu lægri en á höfuðborgarsvæðinu.
Með tilkomu borgarlínu er áætlað að auka hlut strætó úr 4% upp í 12% af ferðum árið 2040, sem er 200% hlutfallsleg aukning. Höfuðborgarsvæðið er bílaborg og áratuga hefð fyrir því að fólk noti þá bíla sem það hefur til umráða.
Skráð ökutæki á Íslandi eru yfir 1.000 á hverja 1.000 íbúa. Það er því afar hæpið að markmiðið um að þrefalda hlut strætó náist.
Bílaborgir
Trúlega er Reykjavík mesta bílaborg í Evrópu miðað við höfðatölu. Það segir e.t.v. ekki mikið, þar eð lítið er um bílaborgir í Evrópu.
Hins vegar eru borgir í BNA, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, sem eru álíka stórar og höfuðborgarsvæðið, bílaborgir. Hver er skýringin?
Þessi lönd eiga það sameiginlegt að þar bjuggu tiltölulega fáir frumbyggjar á miðöldum. Síðan hefst bylgja innflytjenda til þessara landa fyrir 100-200 árum.
Vöxtur borgarsvæða með 200.000-300.000 íbúa hefur því að mestu átt sér stað eftir að bíllinn kemur til sögunnar. Það sama gildir um höfuðborgarsvæðið, sem taldi aðeins um 10.000 íbúa um aldamótin 1900. Það er því eðlilegt að höfuðborgarsvæðið sem og borgarsvæði af svipaðri stærð í ofangreindum löndum séu skipulögð sem bílaborgir.
Reynsla af borgarlínu á Eugene-svæðinu í Oregon
Fyrir rúmum tveim árum síðan kannaði ég samgönguáætlanir 36 borgarsvæða í BNA með 200.000 300.000 íbúa. Á aðeins tveim þessara borgarsvæða voru hraðvagnakerfi í uppbyggingu.
Annað borgarsvæðanna í BNA með 200.000 - 300.000 íbúa, sem hefur tekið í gagnið hraðvagnakerfi, er Eugene-svæðið í Oregon. Áætlað er að íbúum á svæðinu muni fjölga úr 252.000 upp í 307.000 á tímabilinu 2015-2035.
Fyrsti áfangi kerfisins var tekinn í notkun 2007, þriðji og síðasti áfanginn 2017. Á svæðinu eru komnir um 28 km af BRT-leiðum. Fróðlegt er að skoða hvernig ferðavenjur til vinnu breyttust á tímabilinu 2009-2018.
Á Eugenesvæðinu fækkaði ferðum með strætó til vinnu um 10% á tímabilinu, þrátt fyrir töluverða uppbyggingu hraðvagnaleiða og 6% fjölgun íbúa.
Ferðum með fólksbíl til vinnu, sem voru að jafnaði um 87.000 árið 2009, hafði aftur á móti fjölgað upp í tæp 100.000 árið 2019.
Leiðakerfi strætó á Eugenesvæðinu er í endurskoðun. Væntanlega verður niðurstaðan sú að leiðum verði fækkað og ferðatíðni aukin á þeim leiðum sem eftir verða. Þótt farþegum hafi fækkað í kerfinu í heild þá fjölgaði þeim í BRT-hluta kerfisins. Árlegur fjöldi farþega er um 10 milljónir. Til samanburðar er árlegur fjöldi farþega með strætó á höfuðborgarsvæðinu um 12 milljónir.
Reynsla af borgarlínum í stærri bílaborgum
Í BNA, Kanada og Ástralíu er búið að byggja upp nokkrar borgarlínur í meðalstórum og stórum bílaborgum. Reynslan af þeim hefur verið misjöfn. Yfirleitt hefur farþegafjöldi aukist umtalsvert, eða að jafnaði um nokkra tugi prósenta á samgönguásum borgarlínanna.
Hins vegar er þó nokkuð breytilegt hve stór hluti nýrra farþega er fyrrverandi bílstjórar. Það þykir gott ef fyrrverandi bílstjórar eru meira en 20% af nýjum farþegum og sjaldgæft að hlutur þeirra sé meiri en 50%. Aðrir nýir farþegar eru þeir sem höfðu áður verið farþegar í fólksbíl, gengið eða hjólað. Eða þá að þeir hefðu hreinlega ekki ferðast nema vegna þess að þjónusta almenningssamgangna var bætt.
Eftir því sem bílaborgir stækka er yfirleitt auðveldara fyrir strætó/ lestir að keppa við einkabílinn. Í Los Angeles er hlutur almenningssamgangna um 10% af öllum ferðum.
Í litlum bílaborgum í BNA er hlutur strætó yfirleitt aðeins örfá prósent. Ofangreind reynsla frá erlendum bílaborgum gefur ekki tilefni til bjartsýni um að markmiðið um 12% hlut almenningssamgangna af ferðum á höfuðborgarsvæðinu náist."
Það er merkilegt hvernig stjórnmálahreyfing eins og sú sem sameinuð stendur i Reykjavík í skipulagsmálum, skuli geta háð styrjöld gegn svo mörgum mismunandi sjónarmiðum kjósenda í í einu.
Það er hugsanlega að átökin eru um svo margar vígstöðvar að athyglin nær aldrei að stöðvast við eitt atriði i einu.
Dagur B. Eggertsson heldur langar ræður með mikilli orðanotkun um allt og ekki neitt þannig að umræðan verður einn hrærigrautur þar sem enginn sér til lands eða niðurstöðu.
Umræðan um Borgarlínu og raunar Sundabraut einnig er stödd á þeim stað og kemst ekki upp úr þeim hjólförum með meðvirkni annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.