Leita í fréttum mbl.is

Vandinn er vaxandi

Ómar Ragnarsson vekur athygli á eftirfarandi:

 

"Nauðsynlegt er að skoða vandann vegna COVID-19 í víðara samhengi en bara því, sem snertir baráttuna á farsóttarvígstöðvunum.  

Meirihluti sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, sem verða að treysta á tafarlausar úrlausnir er nefnilega yfirgnæfandi og þar er um að ræða sjúkdóma eins og krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma þar sem biðlistar og tafir geta kostað mun fleiri mannslíf en COVID-19. 

Það er að sjálfsögðu hið alvarlegasta mál að helmingur skurðstofa í Fossvogi sé lokaður vegna farsóttarinnar og stækkandi biðlistar eftir aðkallandi rannsóknum, uppskurðum og lyfjameðferð kostar ekki aðeins mannslíf og óþarfa veikindi og heilsubrest, heldur líka þjáningar þeirra sem verða að bíða eftir úrlausn sinna mála. "

 

Af hverju ekki að gefa mér og öðrum sem vilja sjans á að fá bóluefni á eigin ábyrgð og kostnað.

Ég vil fá bólusetningu strax með mRNA frá Moderna á eigin kostnað og ábyrgð.

Hverju hef ég að tapa 84 ára gamall í einhverjum aukaverkunum frekar en að deyja úr Kínapestinni?

Hversu margir munu ekki vilja gera þetta líka og taka sjansinn?

Getur ekki Landlæknir  reddað þessu og létt þannig á vanda heilbrigðiskerfisins og okkar allra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ráðlegg þér að halda þig sem mest heima og hafa hanska og tusku á trantinum ef þú ferð út. Það eru engin bóluefni tilbúin svo það er lítið annað að gera.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.10.2020 kl. 11:36

2 identicon

Sammála Ómari og TRUMP: "The right to try", sagði TRUMP.  Ómar er enn á besta aldri og "afslappaðri" en áður.

Ég vil sjá fleiri ferðaþætti með Ómari og dóttur hans varðandi afskekta bæi og ferðamennsku. ÓMAR er aldrei í "aukahlutverki".

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 3.10.2020 kl. 13:33

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að ég leiti ekki til þín Þorsteinn um ráð fyrir bólsetningum eins og þú hefur  nú talað gegn þeim.

Halldór Jónsson, 3.10.2020 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 3420239

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband