3.10.2020 | 16:37
Bláeygir búum vér
á okkar góða landi og virðumst engu misjöfnu trúa upp á annað fólk eða félög.
Nýlega stóð þjóðfélagið á öndinni yfir upphlaupi yfir því að veita meðlimi Múslímska bræðralagsins hæli á Íslandi. Þessi gersemi heldur sem skildi fyrir sig konu og börnum, sem engin sönnun er fyrir að hann eigi yfirleitt nokkuð í.
Hann skortir ekki fé og hefur greitt allt fyrir sig til himgaðkomu.Hann segist vera flóttamaður frá Egyptalandi.
En hvað hann er að flýja spyr enginn? Hafa yfirvöld í Egyptalandi engar fréttir af þessum manni eða fortíð hans?
Af hverju er ekkert grennslast fyrir um þennan mann og hvaða erindi hann eigi hingað?
Ingibjörg Gísladóttir fer yfir hans félag í grein í Morgunblaðinu í dag:
"Það er með ólíkindum hversu margir Íslendingar hafa lýst stuðningi sínum við að meðlimur Bræðralags múslima (MB) fái hér hæli ásamt fjölskyldu sinni. Sumir vilja reyndar aðeins halda börnunum en er það ekki merki um íslenska yfirburðahyggju að telja egypskum börnum betur borgið hjá vandalausum á Íslandi en hjá stórfjölskyldu sinni í Egyptalandi?
Það var stuðningur Katara við Bræðralagið sem olli því að önnur arabaríki sneru við þeim baki 2017. Við munum hvernig Sádar ráku öll kameldýr Katara úr landi og dreymdi um að grafa skurð sem myndi aðskilja Katar frá meginlandinu. Er Katar kvartaði um útilokun til dómstóla SÞ 2018 sendu SAF, SádiArabía, Barein og Egyptaland, frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem sagði m.a. að stuðningur Katars við Bræðralagið væri óviðunandi þar sem myrk hugmyndafræði þeirra hefði ekki fært heiminum neitt nema hryðjuverkahópa eins og al-Qaeda sem hefði svo getið af sér aðra hryðjuverkahópa síst betri, svo sem ISIS og Jabhat al-Nusra (á Al Arabiya).
Tony Blair-stofnunin komst að sömu niðurstöðu 2018 í skýrslunni Violent Islamist Extremism: A Global Problem; sem sagt því að sérhver 121 öfgahópur múslima er væri nú starfandi ætti rætur í MB. Vilji Katarar halda FIFAheimsbikarinn 2022 munu þeir þó neyðast til að fjarlægja sig MB, sem hefur þá aðeins Tyrki sem bakhjarl í sameiginlegri löngun til að endurreisa kalífaveldi Ottómananna.
MB hefur reyndar komið sér vel fyrir í mörgum löndum, s.s. í Svíþjóð þar sem Katar fékk að reisa risamosku í Malmö 2017 fyrir þrjár milljónir evra og Abdirizak Waberi var þar á þingi 2010-14 fyrir Hægriflokkinn (Moderaterna) án þess að leyna skoðunum sínum.
Hassan al-Banna stofnaði MB í Egyptalandi 1928. Takmarkið var að endurvekja kalífaveldið, sem þá var nýlega liðið undir lok, og sameina úmmuna í ríki sem yrði stjórnað með sjaríalögum.
Einkunnarorðin voru: Allah er tilgangurinn, Spámaðurinn leiðtoginn, Kóraninn lögmálið, jíhad vegurinn. Að deyja fyrir Allah er okkar æðsta von.
MB komst fyrst til verulegra áhrifa í Egyptalandi eftir sex daga stríðið 1967 og í S-Arabíu náði hreyfingin völdum á trúarsviðinu með kennimönnum sem komu frá Egyptalandi á 6. áratugnum til að kenna í hinum nýstofnuðu skólum Sáda. Það var þó ekki fyrr en Mohamed Morsi var kosinn forseti Egyptalands 2012 í kjölfar arabíska vorsins að MB fékk að sýna hæfni sína til stjórnunar sem reyndist mjög takmörkuð því hryðjuverkahópar fengu að vaða uppi og á endanum tók herinn völdin.
Reyndar hafði Hamas, afsprengi MB, sýnt vanhæfni sína áður. Hamas komst til valda í lýðræðislegum kosningum 2007 og styrkti stöðu sína með því að taka fjölmarga meðlimi Fatah af lífi (á wafa.ps/pages/ details/3320 má líta 413 nöfn). Með því sundruðu þeir samstöðu Palestínumanna.
Á stefnuskránni var að gjöreyða Ísraelsríki en þeim hefur gengið betur að rústa Gaza og nú eru helstu leiðtogarnir komnir til Tyrklands með þann gríðarlega auð sem þeim hefur tekist að ná af alþýðunni og Erdogan lofar þeim því að frelsa al-Aqsa-moskuna úr höndum Jórdana. MB hefur meira en 70 afleggjara í heiminum og sameiginlega stefnu í anda al-Banna, Qutb og Qaradawi.
Fljótlegt er að kynna sér hana í formi 14 blaðsíðna áætlunar dagsettrar 1.12. 1982 er fannst við húsleit í Sviss 2001 heima hjá bankastjóranum Youssef Nada, einum helsta meðlimi hreyfingarinnar. Áætlunin er í 12 liðum og finna má hana með því að gúgla The Project: Muslim Brotherhood blueprint for cultural jihad. Nota skal ýmsar leiðir til menningarlegrar innrásar: innflutning múslima, fylla sæti í stjórnkerfinu, eftirlit, áróður, mótmæli, blekkingar, kröfur sem taldar eru réttmætar skv. landslögum og hryðjuverk. Sjá má víða í Evrópu að áætlunin hefur hlotið brautargengi.
Í mörgum löndum hefur innflutningur fólks verið nær óheftur. Í Svíþjóð og Bretlandi eru fjölmargir múslimar í æðstu stöðum. Ein tillagan í áætluninni er að fylgjast með fjölmiðlum á Vesturlöndum og því kom það ekki á óvart að Aljazeera, málgagn Katara, birti frétt um að Eze Okafor hefði verið synjað um vernd hér gegn Boko Haram.
Stöðugt er haldið uppi áróðri um að Bræðralagið sé misskilið. Hinn látni meðlimur þess Jamal Khashoggi reit t.d. grein þess efnis í Washington Post 2018; The US is wrong about the MB. Rúmum mánuði síðar var hann tekinn af lífi og hinn 22.12. 2018 kom grein í Post um að Katarar hefðu stýrt skrifum hans. Tariq Ramadan, sonarsonur alBanna, sinnti sama hlutverki í Bretlandi þar sem hann kenndi við Oxford-háskóla í embætti sem Katarar höfðu keypt handa honum og borguðu laun hans. Um þá samninga má lesa í bók sem kom út 2019, Qatar Papers eftir Chesnot og Malbrunot, en þar er sagt frá 140 fjármögnunarverkefnum MB í Evrópu.
Það er mjög undarlegt að svo mikið sem íhuga að veita meðlimum MB hæli. Hefur það ef til vill stuðningsmenn á Íslandi? Hver eða hverjir buðu annars Faisal Bhabha, sjaríalögfræðingi frá Kanada, að koma á Jafnréttisþing 2018 og tala fyrir fjölmenningarsamfélagi án mismununar og þar með fyrir jafnrétti sjaríalaga á Íslandi? "
Bláeygir Íslendingar virðast ekki þess umkomnir að halda uppi lögum og ákvörðunum ríkisstjórnar landsins gegn fámennum upphlaupshópum fyrir utan dómsmálaráðuneyti og kveinstöfum misskildrar samúðar með börnum sem engan þátt eiga í því leikriti sem er á fjölunum fyrir framan okkur til að hafa okkur að fíflum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er margt skrifað og margt sagt, ekki allt sannleikanum samkvæmt eða stutt gögnum og rökum. Skoðunum og ágiskunum teflt fram sem staðreyndum. Og svo er það sem menn sleppa að segja. Það er ekki mikill munur á að vera bláeygur á hið góða og að vera auðtrúa á hið illa. Hvorugt er merki um gáfur og gagnrýna hugsun, eiginleikar sem teljast fáséðar undantekningar hjá Íslendingum og óþekktir í heimi bloggara.
Bræðralag Múslima starfar fyrir opnum tjöldum í mörgum löndum þar sem Sunni múslimar eru fjölmennir. Og Bræðralag Múslima er einn af helstu samstarfsaðilum og stuðningsmönnum Bandaríkjanna í mörgum múslimaríkjum. Shia múslímar, Saudi Arabía - vinir Trumps, eru helstu talsmenn þess að stimpla Bræðralag Múslima, andstæðinga sína, hryðjuverkamenn.
Arabíska vorið var að stórum hluta til komið vegna andspyrnu sunni múslima, Bræðralags Múslima gegn ráðandi shia valdastétt. Andspyrnu sem var leidd af forustumönnum Bræðralags Múslima í útlegð á vesturlöndum og studd af flestum vestrænum ríkjum.
Stuðningur við Bræðralag Múslima er ekki stuðningur við hryðjuverk. Stuðningur við Bræðralag Múslima er andstaða við valdastéttir shia muslima í ríkjum þar sem sunni eru valdalaus meirihluti almennings. Andstaða við Bræðralag Múslima er ekki andstaða við hryðjuverk. Andstaða við Bræðralag Múslima er stuðningur við valdastéttir shia muslima í ríkjum þar sem sunni eru valdalaus meirihluti almennings.
Kaþólikkar voru ekki stimplaðir hryðjuverkamenn þó kaþólikkar hafi kastað sprengjum og skotið fólk á Írlandi. Repúblikanar eru ekki stimplaðir hryðjuverkamenn þó repúblikani hafi sprengt byggingu fulla af fólki í Oklahoma.
Vagn (IP-tala skráð) 3.10.2020 kl. 18:43
Íslendingar voru sem betur fer ekki stimplaðir hryðjuverkamenn af öðrum þjóðum en Bretum, sem beittu hryðjuverkalögum á okkur.
Ómar Ragnarsson, 4.10.2020 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.