3.10.2020 | 22:09
Þörf skilgreining
á kvótakerfinu fyrir þá sem tönnlast á að útgerðarmenn séu allir þjófar og séu með eign þjóðarinnar sem hún eigi að fá afhenta ekki seinna en í gær og útgerðarmenn borgi of lítið .
Brynjar Níelsson skrifar svona Gagn og Gaman fyrir einfeldninga um þetta mál og hvernig það varð til.
"Mér finnst stundum gott að fara í kirkju og hlusta á kærleiksboðskap Krists og fallega sálma. Prestum tekst misvel upp með predikanir, eins og gengur. Stundum fjalla þeir um pólitísk álitamál í samfélaginu, sem er alveg sársaukalaust af minni hálfu. Geri samt þá kröfu að þeir hafi kynnt sér málin sæmilega áður en þeir þruma yfir söfnuðinn.
Það gerist greinilega ekki alltaf ef marka má nýlegar fréttir af predikun séra Arnar Bárðar Jónssonar, sem ég tel að vísu hinn mætasta mann. Af fréttinni að dæma missir séra Örn Bárður kúlið, eins og unglingarnir segja, og vænir mann og annan um þjófnað á fiskveiðiauðlindinni af almenningi og til að bæta gráu ofan á svart fái makar og börn útgerðarmanna þýfið í arf. Látum nú vera að stjórnmálamenn tali svona í sinni eilífu sýndarmennsku en það er afleitt að góði hirðirinn tali með þessum hætti.
Mig grunar að séra Örn Bárður hafi mjög takmarkaða þekkingu á lögum og reglum um stjórn fiskveiða eða þróun þeirra og enn minni þekkingu á erfðarétti. Ég ætla því að leyfa mér, með hæfilegum hroka, að upplýsa hann um nokkur grunnatriði. Þær fær hann alveg ókeypis og má arfleiða þær hverjum sem hann vill.
Þegar aflamarkskerfinu var komið á 1983, sem í daglegu tali er kallað kvótakerfið, fengu útgerðir úthlutað kvóta á skip eftir veiðireynslu áranna á undan.
Þessi aðferð byggist auðvitað á málefnalegum sjónarmiðum auk þess var hún að ráði færustu stjórnlagafræðinga, sem vísuðu í stjórnarskrána máli sínu til stuðnings. Þegar heimild til framsals aflaheimilda kom á árinu 1991 byggðist hún á hagrænum sjónarmiðum.
Offjárfestingar og óhagkvæmni gerði greininni erfitt fyrir og hún var ekki samkeppnishæf, sem kallaði á endalausar gengisfellingar með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir almenning. Allar þessir aðgerðir stjórnmálamanna eða „þjófanna“ eins og séra Örn Bárður kallar þá gerðu það að verkum að í landinu er sjálfbær sjávarútvegur sem hefur verið undirstaðan að mestu velferð sem Íslendingar hafa nokkru sinni upplifað.
Þeir sem stunda útgerð í dag fengu því annað hvort úthlutað aflaheimildum á grundvelli veiðireynslu fyrir árið 1983 eða hafa keypt veiðiheimildir á grundvelli laga og reglna eftir 1991. Rekstur útgerða er alla jafna í hlutafélagsformi, þar sem hlutir ganga kaupum og sölum. Sum eru og hafa verið almenningshlutafélög og væru það sjálfsagt öll ef almenningur og fjárfestar væru tilbúnir að taka þá áhættu sem fylgir útgerð. Um hluti í félögum gilda sömu reglur og um aðrar eignir, þær ganga kaupum og sölum og erfast.
Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga að séra Örn Bárður eða aðrir hafi þá skoðun að fiskveiðikerfið eigi að vera öðruvísi, hvort sem það eru frjálsar veiðar allra, bann við framsali, eða innköllun aflaheimilda og uppboðsleið, sem er að vísu ótæk. En menn í þessari stöðu geta ekki leyft sér að kalla aðra þjófa. Hugtakið þjófnaður hefur nefnilega merkingu og vísar til saknæmrar og refsiverðrar háttsemi.
Séra Örn Bárður er heppinn að ég er ekki Biskupinn yfir Íslandi."
Þetta með kvótakerfið er ekki allt svart og hvítt. Fiskurinn í sjónum er takmarkaður og það verður að stýra sókninni. Það má deila um hvenær er of mikið og hvenær er of lítið. Það kann að vera að það séu hagsmunir kvótahafa að halda uppi verði með minni sókn.
Hafró er ekki alvís og Jón Kristjánsson segir að of lítil veiði sé ekki síður hættuleg fyrir fiskistofnana en og mikil.
Fólk hefur gott af að lesa skilgreiningu Brynjars fyrir prestinn á kvótakerfinu og tilurð þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.3.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 3420463
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
jvj
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Ætli prestur, sem starfar sem slíkur hjá vel stæðu fyrirtæki sem greiðir enga skatta og þiggur greiðslur úr ríkissjóði á grundvelli afsals jarða sem það fékk með blekkingum og vélabrögðum af einfeldningum, viti nokkuð um það hverjir eru þjófar og hverjir ekki?
Vagn (IP-tala skráð) 3.10.2020 kl. 23:13
Mér finnst það ágætt hjá þér Halldór að kópera grein eftir Brynjar, því hann skrifar fínan texta. En á endanum held ég nú samt að þetta sé svona:
Ástæða þess að kvóti er verðmætur er aðeins ein. Hún er sú að ríkið hefur takmarkað aðgang að auðlindinni. Spurningin er þá þessi: Hver á að njóta verðmæta sem eru búin til með slíkri ákvörðun? Er það allur almenningur, eða eru það þeir sem verðmætunum, sem búin eru til með pennastriki ríkisins, er úthlutað til? Í mínum huga er það algerlega augljóst að einvörðungu almenningur getur átt tilkall til slíkra verðmæta. Hvað finnst þér?
Þorsteinn Siglaugsson, 4.10.2020 kl. 00:18
Það ætti sað vera hægt að innheimta afnotagjöld af þeim sem nota kvótann með afnotagjöldum. Þar endilega að úthluta hverjum Íslendingi tonni af þorski sem hann má veiða.
Er þetta fyrirkomulag ekki bara í sæmilegu lagi ef maður skoðar hvað fyrirtækin eru orðin glæsoileg. Samherji með 63 milljarða í eigið fé má kannski skattleggjast meira, þá má ræða. En á að eyðileggja fyrirtækið með því að fiskvinnsla hans fái ekki stöðurgt hráefni að vinna?
Halldór Jónsson, 4.10.2020 kl. 04:06
Það virðist engum detta í hug að ef það yrði tekið upp annað kerfi en kvótakerfið myndi það engu breyta. Sömu útgerðarfyrirtækin fyndu halda áfram að veiða úr auðlindinni og sama fólkið myndi halda áfram að væla yfir þjófnaði þessara fyrirtækja. En sennilega myndu engin fyrirtæki hafa efni á að greiða veiðigjald rétt eins og áður en kvótakerfinu var komið á.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.10.2020 kl. 10:00
Ég man þegar það voru bæjarútgerðir og þær voru allar drabítur á bæjarfélögunum. Flest þessara fyrirtækja í dag hafa keypt kvóta og notað hann til að stækka og verða efnaðri. Hefði verið betra ef enginn hefði efnast af þessu? Þá hefði amk. ekki verið þessi öfund sem er í gangi.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 4.10.2020 kl. 10:49
Mér finnst eðlilegast að kvótarnir séu leigðir til árs í senn og markaðsverð ráði. Álver kaupa súrál á markaði og framleiða úr því ál. Þau fá ekki súrálinu úthlutað til eilífðarnóns. Samt geta þau vel rekið starfsemi sína. Bakarí kaupa hveiti og egg og framleiða brauð. Ég hef engan heyrt halda því fram að þau verði að fá hveitinu og eggjunum úthlutað frá ríkinu til að geta starfað vegna þess að það sé svo mikið óöryggi í því falið að þurfa að kaupa hráefnið á markaði.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.10.2020 kl. 11:26
Brynjar Nielsson skrifar skoðanir sínar um ÚTGERÐINA.
Það verður minna um góða drætti frá útgerðarfyrirtækjum, sem vonandi greiða vel til samfélagsins, ef við hættum ekki að hundelta þá um eitt og allt í starfssemi þeirra.
Mér finnst mikilvægt að smábátar og árabátar fái fullan rétt til veiða inni og út á fjörðum í heimabyggð. Hugsanlega geta þeir stóru hjálpað og greitt meira fyrir bætta vegi frá vinnslutöðum inni á fjörðum?
Afskipti presta af þjóðmálum ofl.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 4.10.2020 kl. 11:27
En með kvótakerfinu eins og það er uppsett er ekki jafnræðisregla, það virðist alveg horft framhjá henni.Þegnar landsins njóta ekki sama réttar eins og kerfið er í dag, það sjá allir réttsýnir menn.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 4.10.2020 kl. 12:30
Allir hafa skoðanir. Verst að flestar þeirra byggja á "hvernig græði ég mest" og "hvað veldur útgerðum mestum skaða". Það virðist fátt fara meira á taugarnar á fólki en útgerð sem ekki er rekin sem samfélagsþjónusta sjálfboðaliða með tapi.
Vagn (IP-tala skráð) 4.10.2020 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.