5.10.2020 | 13:04
Gústaf Adolf góður
í afburðapistli hans um þátt Davíðs Oddssonar í baráttu þjóðarinnar frá hruni.
Það magn rógs og lyga sem undirmálshyskið í stjórnmálum um þessar mundir hraunar yfir þennan heiðarlega mann og einlæga ættjarðarvin er löngu orðið svo yfirgengilegt að margt fólk er farið að trúa lyginni vegna endurtekninganna að hætti Göbbels sáluga.
Það er sannarlega kominn tími til að tekinn sé upp hanskinn fyrir Davíð Oddsson sem einn besta son þjóðarinnar.
Gústaf Adolf Skúlason skrifar svo:
" Ég reyni alltaf að missa ekki lestur Reykjavíkurbréfa Morgunblaðsins sem yfirleitt eru fróðleg, snarplega skrifuð með heildstæða hugsun. Slíkt kemur ekki á óvart með einn reynslumesta og farsælasta núlifandi stjórnmálaleiðtoga Íslands í ritstjórastöðu Morgunblaðsins.
Fáir Íslendingar hafa staðið við skjöld fjallkonunnar á jafn hreinskilinn og heiðarlegan hátt og sífellt unnið með þjóðinni og fyrir hana og Davíð Oddsson. Er hann einn af þeim þingmönnum og ráðherrum sem mark hafa tekið á eið sínum að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar, virða hana og vernda.
Reykjavíkurbréf dagsins er ljós í því ættjarðarmyrkri sem nú leggst á okkar fámennu góðu þjóð. Áframhaldandi ruglugangur sjálfskipaðra fræðinga með það helsta að vopni að stjórnarskráin hafi verið saumuð upp úr stjórnarskrá fyrir konungsveldi Danmerkur er ótrúleg afvegaleiðing frá sjálfu markmiðinu með aðförinni að stjórnarskránni. Á tíma Jóhönnustjórnarinnar eins og bent er á í Reykjavíkurbréfinu, var stjórnarskránni kennt um fjármálarányrkju útrásarvíkinganna sem notfærðu sér lagaveilu í regluverki Evrópusambandsins til að hefja útrás" með stofnun fjármálafyrirtækja í löndum ESB. Allir vita hvernig það endaði enda í upphafi lagt út með að safna sem stærstum skuldum til að stela fyrir fyrirsjáanlegt gjaldþrot. Hvað hurfu margir miljarðar í gjaldþroti Baugs? Yfir þúsund ef ég man rétt.
Allir vita líka að í mörg ár var togast á um að þvinga íslenska alþýðu og börn hennar til að axla afleiðingarnar af glæpaverkum stórþjófanna. Það var m.a. fyrir snerpu þess manns sem á pennanum heldur í Reykjavíkurbréfum Morgunblaðsins sem Íslendingar tóku sig saman og létu Evrópusambandið hanga með á dómi sem ESB fór halloka fyrir en Íslendingar unnu. Þau málalok stöppuðu stálinu í þjóðina - réttilega - og sýndu og sönnuðu að leiðsögn Davíðs Oddssonar, þrautseig barátta einstaklinga eins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í InDefence ásamt kjarki Ólafs Ragnars Grímssonar forseta vörðu sjálfstæðið, fullveldið, sjálfsákvörðunarréttinn, lýðræðið og í áframhaldinu sjálft lýðveldið.
En seigt er í sýkli sósíalismans, þegar aðalóvinur þjóðarinnar innanlands var gerður að þingforseta Alþingis, Davíð Oddsson flæmdur með lögbroti úr Seðlabankanum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flæmdur úr embætti forsætisráðherra með árás skipulagðri erlendis frá. Áframhaldið er á þeim nótum að fyrir utan að vinstri menn á Íslandi biðu hroðalegustu kosningaútreið í allri Evrópu á þeim tíma, þá eru þeir staðsettir í fleiri flokkum í dag og hefur tekist á rúmum áratug að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í helming þess mesta fylgis, þegar Davíð Oddsson var formaður flokksins. Og í dag telja margir kjósendur ríkisstjórnina vera vinstri stjórn og kalla hana sem slíka, þannig að ekki kemur á óvart að sjá einnig það orð notað í Reykjavíkurbréfinu.
Í víðara samhengi er málið grafalvarlegt og fjallar um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga nú og í framtíðinni. Vinstristjórnin vinnur ötullega að því að koma Íslandi endanlega undir völd ESB-skrímslisins og leikur fyrir akademíkera að froða furðulegum, óskiljanlegum orðum sem ekkert venjulegt fólk skilur. Litið er niður á kjósendur og þeim sagt að þeir skilji ekki málin en samt er veðjað til þeirra um atkvæði á kjördegi. Lýðræðið á Íslandi er á mörkum þess að verða embættisræði og ótrúlegt að horfa á hræsni þeirra, sem þykjast anna sjálfstæði þjóðarinnar, nota hverja stundu til að eyðileggja stjórnarskrána, sjálfan grundvöll lýðveldisins.
Fyrirlitningin á lögum, formlegum stofnunum lýðveldisins sem eru lýðræðisstofnanir á grundvelli stjórnarskrárinnar, er orðin svo útbreidd að vandaðir" einstaklingar taka þátt í ljótri aðför að sjálfu lýðveldi Íslendinga. Það skiptir engu máli hvaða orð menn nota, þegar Alþingi er vikið til hliðar fyrir ályktanir" í stað laga, sem flytja lýðræðisleg völd úr höndum þjóðarinnar til útlanda og er þá vegið beint að hjarta lýðveldisins stjórnarskránni. Það voru mér vonbrigði að sjá Björn Bjarnason, sem var vakandi í Icesave, kolfalla svo á prófsteini orkupakkans og koma í kjölfarið með tillögur um að breyta stjórnarskránni til samræmis við aðildarríki ESB með sérstökum kafla ESB um yfirráð málaflokka viðkomandi þjóðar. Enn önnur vonbrigði voru að sjá Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra umturnast í upphafningu sósíalista m.a.innan Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndir utanríkisráðherrans í dag um setu við hlið glæpamanna í Mannréttindaráði SÞ eru samhljóma tillögum sósíalista. Ráðherrann hefur notað embættið sem kennarastöðu til að leiðrétta utanríkisstefnu Bandaríkjamanna rétt eins og þeir væru nemandi Íslands í utanríkismálum. Vinstristjórnin er vilhöll kínverska kommúnistaflokknum og ekki talið ámælisvert að fjármálaráðherrann og formaður Sjálfstæðisflokksins taki stöðu í bankaráði þess banka Kommúnistaflokks Kína, sem fjármagnar heimsútþenslu kommúnismans aðallega í verkefninu Belti og braut.
Ef nokkru sinni er ástæða til að verja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, þá er það núna. Skal höfundur Reykjavíkurbréfs hafa þakkir fyrir að halda uppi frelsiskyndlinum á þann hátt sem honum er treystandi fyrir og hefur ætíð reynst þjóðinni hið haldbesta vegarnesti."
Þessi pistill Gústafs Adolfs er drengileg vörn fyrir farsælasta leiðtoga þjóðarinnar í lengd og bráð. Enn talar Davíð Oddsson skýrri röddu til okkar allra af reynslufjalli sínu sem vert er að hlusta grannt eftir.
Síbylja lukkuriddaranna og loddaranna sem halda því fram að ný stjórnarskrá bíði samþykkis frá stjórnlagaráði sem voru aldrei annað en tillögur, er meira bull en orðum taki. Þjóðin hefur ágæta stjórnarskrá og einhverjar umbætur á henni haf lítið með að gera það sem að er í daglegu lífi um þessar mundir.
Gústaf Adolf á þakkir skildar fyrir drengilegan pistil og þjóðhollan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er GOTT að hlusta á frásögn GÚSTAFS ADOLFS um ÞJÓÐARLEIÐTOGANN DAVÍÐ ODDSSON, sem öllu réð og fámenni ÍSLENDINGA treystu. Þegar DAVÍÐ talaði um landsmál á RUV eða í Sjónvarpinu voru göturnar mannlausar. DAVÍÐ var sannur og bráð skemmtilegur og kjósendur treystu honum til góðra verka. Þá var lítið talað um stjórnmál. Menn treystu skoðunum DAVÍÐ
REYKJAVÍKURBRÉFIN í MORGUNBLAÐINU mættu heita "TIL FÁMENNI ÍSLENDINGA". Sagan og Landnámið.
Það er ekki mikill bragur á vinstraliðinu á landsvísu og í borgarstjórn. Tómur hópur getulausra esb sinna, sem vill drattast með EVRU ásamt getu, gagnslausri og stjórnlausri EVRÓPU, sem ekki ráða við eigin vandamál.
Logi og afturgöngurnar í Samfylkingunni vilja nú sameinast ÖLLUM vinstri flokkunum? Er þetta framtíð ÍSLENDINGA? Þarna getum við kosið þetta "ágæta" fólk ut af ALÞINGI á einu bretti í næstu kosningum?
Það var einn stjórnmálaflokkur, sem barðist fyrir ORKUNNI og sameiginlegum eignum undir stjórn Sigmundar DAVÍÐS.
DAVÍÐ ODDSSON, Séra GEIR WAAGE frá Reykholti í trúmálin og JÓN STEINAR lögmaður gætu fyllt getu og góðmennsku ÍSLENDINGA fyrstu 4 árin með þeim "EITTHUNDRAÐ EMBÆTTISMÖNNUM", sem fylgja ALÞINGI?
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 5.10.2020 kl. 17:28
Samt vill Davíð drepa þig Halldór minn.
Í gúlaginu sagði sá merki andkommúnisti, Alexander Solzhenítsyn, að þar hafi verið verkstjóri sem var dæmdur sakamaður vegna andsovésks viðhorfa, þó alla sína tíð hafi hún, þetta var kona, verið eindreginn kommúnisti og stuðningsmaður Stalíns.
Allar þrautir sem á hana voru lagðar, öll slög sem hún lagði á samfanga sína sem dæmdir voru fyrir sama glæp, réttlætti hún með því að Stalín vissi ekki um það óréttlæti sem lagt var á hana, sem og aðra dygga kommúnista.
Verður þú jafn dyggur Halldór ef þau Frú Sigríður, Birgir greyið og Davíð, ná því í gegn að veirunni verði sleppt lausri??
Þau náðu að hindra nauðsynlegar sóttvarnir í um 2 vikur núna í haust.
Ennþá samt von um ykkur eldri Sjálfstæðismenn, en af hverju ætti Vonin að vernda ykkur þegar þið takið ofan húfuna í auðmýkt og múgsefjun fyrir fólkinu sem Vonin þarf að vernda ykkur fyrir??
Ég var ungur þegar ég las þennan bókarkafla í Morgunblaðinu, hann var mér lærdómur um hve alvarleg dómgreindarlaus fylgispekt er gagnvart Myrkrinu, sem étur upp allar hugsjónir og vonir um betra líf og betra samfélag.
Ég sé ekki samhengið milli þess, það er betra lífs og betra samfélags, og hins einbeitta vilja að leyfa veirunni að slátra ykkur Halldór.
En kannski var hún Galanova eða hvað sem hún hét, ekki svo vitgrönn eftir allt saman.
Hún dó samt í Gúlaginu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.10.2020 kl. 17:34
'omar, Hvar hefur Davíð lagti til að sleppa veirunni lausriÐ Það hefur þa farið fram hjá mér.Davíð er skynsamur maður og bullar ekki mér vitanlega.
Sýndi mér hvað hann gerði svona vitlaust?
Halldór Jónsson, 5.10.2020 kl. 18:09
Ja hérna Halldór, nú skil ég betur sovésku bredduna sem lamdi samfanga sína í þágu 5 ára áætlunarinnar þó hún væri sjálf fórnarlamb, það var jú lífslygi undir.
Frá fyrsta degi ráðningar Andrésar Magnússonar, og því miður fyrr, hefur blaðið hamast gegn sóttvörnum þjóðarinnar.
Með því að upphefja málflutnings fólks eins og Sigríðar Andersen, með því að handvelja ófréttir sem eiga að styðja að sóttvarnaryfirvöld hafi farið offari við skimun á landamærum, með því að gefa vængi málflutning sem gengur út á að kreppan í ferðaiðnaðinum sé sóttvörnum að kenna og með beinum skrifum í Staksteinum og Reykjavíkurbréfum.
Hefur það farið framhjá þér að Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins??
Þegar opnun landamæra með skimun var knúin í gegn þvert á ráð lækna, þá þótti það ganga gegn meðalhófi góðrar stjórnsýslu að gera kröfu um skimun, hvað þá að rukka hóflega fyrir hana.
Hvað hefði gerst ef ekki hefði verið skimað??
Á mjög svipuðum tíma skrifar Sigríður tölu um að sóttvarnir vorsins hefðu verið of strangar samkvæmt þessari sömu meðalhófsreglu, vitnar í sænsku sóttvarnirnar.
Þegar smitið fór af stað, þá var hamast gegn tillögum um sóttkví og seinni skimun, og já Frú Sigríður skrifaði þá eitthvað svipað um brot á meðalhófi, og vitnaði aftur í góða reynslu Svía.
Þegar ljóst var að þriðja bylgjan var skollin á þá var svar Frú Sigríðar og Morgunblaðsins að fá símafund með manni sem ber beina ábyrgð á andláti rúmlega 5.000 samborgara sinna og fundurinn í beinni á Mbl.is.
Tilgangurinn að sækja góð ráð, líklegast hvernig íslenskum sóttvarnaryfirvöldum mistókst að fella rúmlega 200 samlanda okkar Halldór, sem skýrt var tekið fram að yrði úr hópi eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma.
Og ég veit ekki betur en að þú tilheyrir báðum hópunum Halldór líkt og stærsti hluti áskrifenda Morgunblaðsins.
Hvað kallar þú það Halldór að knýja fram opnun landamæranna án sóttkvíar og skimunar, með þeim rökum að veiran sé hættulítil svona líkt og flensa, og að fólk í áhættuhópum eigi að halda sig til hlés og fólk svona almennt að gæta að persónulegum sóttvörnum??
Ég kalla það að sleppa veirunni lausri.
Ég á ekki að þurfa að koma með beina tilvitnun í Reykjavíkurbréf þar um, þó ég geti það, til að þú sjáir samhengið, ekki frekar en Solzhenítsyn þurfti að sýna Galönu eða hvað sem hún hét (byrjaði á G og var rússneskt) myndband af Stalín fyrirskipa aftökur og fangelsanir tryggra kommúnista og Sovét borgara.
Því guð gaf okkur vit og dómgreind.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.10.2020 kl. 21:05
Jæja Halldór, ég held að þú liggi á meltunni og þetta ætti að hjálpa þér að melta.
Úr Reykjavíkurbréfi í ágústlok.
""Freistandi er að líta á þetta tal sem ábendingu um að við verðum að grípa næsta kostinn á eftir „hjarðónæminu“ sem rætt var um og einhenda okkur í að fletja út yfirferð veirunnar og segja það upphátt og gæta þá einungis þeirra sem varnarlausastir eru. Því það er næstum óhugsandi að þetta þýði að við gætum þurft að skella hundruðum eða þúsundum manna reglubundið í fjölbreyttar tegundir af sóttkví, sem sífellt verður ólíklegra að haldi, af því að við séum enn að reyna að gera landið algjörlega veirulaust. Taka verður af skarið ekki seinna en strax.".".
Það eru örfáar þjóðir sem hafa haldið haus í baráttu sinni við veiruna, Nýja Sjáland er ein af þeim.
Þeir voru með Auckland á level 3 í um 2 vikur, slökuðu svo lítillega á og í sept lok fóru þeir á level 2 sem er svipað og var hér í sumar. Þeir fengu 285 smit í seinni bylgju sinni, 3 dauðsföll.
Mannlíf nokkurn veginn komið í eðlilegt horf og fólk í áhættuhópum öruggt fyrir veirunni ef það gætir persónulegra sóttvarna.
Ekkert sem útilokar að þriðja bylgjan komi ekki Halldór, en hver dagur sem líður án þess, er dagurinn sem styttist í lækningu.
Nú þegar virðast veirulyf vera farin að skila marktækum árangri, illa veikt fólk nær fyrr bata, færri deyja.
Og þekkingin eykst með hverjum deginum.
Það er alltaf svo með nýja sjúkdóma, þeir eru hættulegir fyrst og svo verða þeir viðráðanlegri.
Af hverju að drepa fólk áður en til þess kemur??
Eigum við ekki að segja að þar greinir okkur Davíð á, og ég taldi ástæðu til að vekja athygli þína á hvar hann stendur í þessari orrahríð.
Hann er einn af mönnunum sem grefur undan sóttvörnum þjóðarinnar.
En Davíð er flottur, það verður aldrei frá honum tekið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.