Leita í fréttum mbl.is

Löngu tímabært

að einangra hælisleitendur og hleypa þeim ekki inn á samfélagið.

Fáráðarnir í Open Borders sleppa sér yfir sjálfsögðum hugmyndum dómsmálaráðherra.

"

„Í óundirbúnum fyrirspurnatíma hér í gærmorgun átti dómsmálaráðherra orðastað við háttvirtan þingmann Þorstein Sæmundsson um málefni fólks sem hefur sótt hér um alþjóðlega vernd. Til að gera langa sögu stutta benti ráðherrann á að í löndum í kringum okkur sé sums staðar sá háttur á að fólk sem bíður brottvísunar sé vistað á „afmörkuðum brottvísunarsvæðum“ á meðan það bíður brottvísunar,“ skrifar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna.

„Það sem um ræðir er að sjálfsögðu ekkert annað en flóttamannabúðir eða fangelsi og það kemur ekki til greina að setja slíkar á laggirnar af hálfu þingflokks Vinstri grænna. Eins og ráðherrann sagði þyrfti lagabreytingu til að slíkt yrði að raunveruleika og ég leyfi mér að fullyrða að slíkt frumvarp kæmist ekki í gegnum minn þingflokk. Enda er slíkt mál hvergi að finna á þingmálaskrá ráðherrans og ekkert sem hún sagði gefur til kynna að það eigi að hrinda slíku í framkvæmd. Og þó að þingmálaskrár séu oft uppfærðar með tilliti til stöðunnar í samfélaginu myndi afstaða Vinstri grænna ekki breytast ef slíkt mál myndi þar birtast.

Umræðan sem hefur skapast í kjölfarið að um sé að ræða stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á sér heldur enga stoð í raunveruleikanum. Enda segir í stjórnarsáttmálanum með leyfi forseta

 

„Aldrei hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisvár. Ísland mun leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum og taka á móti fleiri flóttamönnum. Mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verða lögð til grundvallar og áhersla á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. Auk þess verður tryggð samfella í þjónustu og aðstoð við þá sem fá slíka vernd. Þverpólitískri þingmannanefnd verður falið að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau.“

Nú vill svo til að ég sit í téðri þingmannanefnd eins og fulltrúar allra flokka hér á Alþingi. Ég hef áður sagt og segi enn að þar mun ég berjast fyrir því að fólk sem hingað sækir fái sanngjarna, réttláta og mannúðlega málsmeðferð. Ég vona að aðrir þingmenn hér inni og þá sérstaklega þeir sem hafa tjáð sig um þessi orð dómsmálaráðherra muni standa með mér í því.

Hugmyndin er fráleit og þetta kemur ekki til greina.“

Bravó áslaug Arna. Drífa í þessu ef þess er einhver kostur eða helst vísa þessu liði úr landi um hæl umsvifalaust.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það styttist líka í að hér sæki um pólitískt hæli flóttafólk frá ESB t.d. einsog þessi pólverji sem veitt hefur verið pólitískt hæli og verður því á framfæri norska ríkisins í stað þess að sitja af sér fangelsisdóminn sem hann strauk frá í Pólandi    https://www.vg.no/nyheter/utenriks/i/mBRP4E/hevder-seg-forfulgt-av-polske-myndigheter-fikk-politisk-asyl-i-norge

Grímur Kjartansson, 8.10.2020 kl. 13:52

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Í N/V horni Sýrlands halda síðustu liðsmenn ISIS til, þó allir hér virðist hafa gleymt þeim illvígu samtökum nú um stundir.

Þetta lið virðist njóta velvildar og samúðar okkar og er örugglega unnið jafnt og þétt að því að lauma því hingað til Evrópu undir óskiljanlegu yfirskini einhverskonar mannúðar.

Jónatan Karlsson, 9.10.2020 kl. 07:13

3 identicon

Ég hrósa Þorsteini Sæmundssyni og Áslaugu Örnu Dómsmálaráðh. fyrir að sigla á sömu línu í HÆLISLEITENDAMÁLUM, sem er ÓGN við fámenni ÍSLENDINGA.

Þessi taumlausi innflutningur ofstækis trúarhópa hefur gjörbreytt Evrópu og NORÐURLÖNDUNUM, sem eru sjúklega áreitt af ofstæki og glæpagengjum.

Kjósum 2 STJÓRNMÁLAFLOKKA fyrir ÍSLAND: ORKUNA,VIRKJANIR og SÆSTRENG (síðar meir).  ALLT UNDIR EIGN og STJÓRN ÍSLENDINGA og LANDSVIRKJUNNAR. AUK RAFMAGNS getum við bætt við KÖLDU eða HEITU vatni með strengnum. MILJARÐAR í gróða fyrir ÍSLAND.

ÍSLAND er að fullu SJÁLFBÆRT: BÆNDUR, búfé og ræktun allt ÓMENGAÐ til sölu hérlendis og erledis.

GRÓÐURHÚSIN og öll framleiðsla í fyrsta klassa fyrir hundruð tegunda.

ÍSLAND og SJÁVARÚTVEGURINN á TOPPI vísinda og vinnslulega.

KJÓSUM einn eða tvö OFURFLOKKA fyrir ÍSLAND, þar sem allt snýst um OKKAR ást og umhyggju fyrir ÍSLAND og ÍSLENDINGA.

KJÓSUM esb "HÚSKARLANA", esb sinna frá allri stjórnun á ALÞINGI og INNANLANDS.  Látum, ekki glepjast af ALÞJÓÐA og GLÓBALISTUM, sem vinna ekki fyrir fámenni OKKAR, heldur fyrir sjálfan sig.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 9.10.2020 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband