11.10.2020 | 15:01
Gefum okkur tíma
til að kanna málið.
Ólafur Jóhann Ólafsson er fluttur hingað frá New York. Hann lýsir ástandinu þar sem er eiginlega hryllingssaga. Líkhús í Central Park og flutningabílar með kælibúnað í röðum sem líkhús.Þar á alvaran heima um þessar mundir.
Hér heima erum við í alvöru að pexa við allskyns spekinga sem vilja sleppa öllu lausu vegna blandaðra hagsmuna. Vilja ekki leyfa okkar yfirvöldum að reyna að ná smitunum niður með beitingu varúðarráðstafana.Þeim liggur svo á að sleppa sér eins og gerðist þegar við hlýddum þeim of snemma í Ágúst.Þau mistök erum við að upplifa núna. Samt halda þessir aðilar áfram með bullið.
Ólafur segir í bréfi:
Á fyrstu dögum marsmánaðar var ég staddur á góðgerðarsamkomu í New York. Þar var glatt á hjalla þótt talið bærist öðru hverju að veirunni sem nýlega hafði sprottið upp í Wuhan í Kína. Sprittbrúsum hafði verið komið fyrir við innganginn, annað var það ekki. Um kvöldið átti ég meðal annars fjörugt spjall við tvö landsfræg leikskáld sem bæði höfðu verið viðriðin leikhúsið sem gestir voru komnir til að styrkja. Við töluðum um næsta leikár, lífið og tilveruna. Mánuði síðar voru þessir menn látnir. Annar um áttrætt, hinn á sextugsaldri. Sá eldri hafði fyrir nokkrum árum unnið bug á illvígum sjúkdómi. Sá yngri var hraustur og bar það með sér að hann lagði rækt við líkamann. Hvorugur þeirra hagaði sér eitthvað öðruvísi en ég þetta kvöld. Ég var bara heppinn.
Þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir vorum við Íslendingar óviðbúnir eins og mestallur heimurinn en gripum skjótt til varna. Við gerðum það sem fyrir okkur var lagt. Orð þríeykisins voru guðspjöll dagsins. Hér ríkti samstaða og það fólk sem lagði sig í líma og hættu til að verja okkur hin og sinna þeim sem veiktust fékk það þakklæti sem það átti skilið. Veiran var að miklu leyti kveðin niður og líf margra færðist nær vanahorfi. Úti í heimi var dáðst að framgangi okkar.
Nú erum við stödd í nýrri bylgju og ólíkt því sem áður var erum við ekki samstiga lengur. Það er stutt í þræturnar sem við getum verið svo dugleg við. Sóttvarnalæknir er talinn ganga of langt. Þríeykið þarf að tönnlast á sömu leiðbeiningunum við okkur eins og ungling á mótþróaskeiði. Það spyrst út að óeining sé í ríkisstjórn. Og spekúlöntum og sumum stjórnmálamönnum þykir þetta heppilegur tími, nú þegar faraldurinn geisar og sjúkrahús eru byrjuð að fyllast, að viðra kenningar sínar um frelsi einstaklingsins sem þeir lásu kannski um þegar þeir voru ungir og móttækilegir en eiga lítið erindi í því stríði sem nú er háð við óvin sem kann ekki einu sinni þá kurteisi að klæðast einkennisbúningi svo við sjáum hann á færi.
Kvittur um óeiningu meðal þess fólks sem er kosið til að leiða þjóðina er ekki hjálplegur. Og akademískar hugleiðingar um frelsi eru best geymdar þar til þessi plága er gengin yfir.
Upp á okkur hin stendur að hrökkva í sama far og í vor. Fara eftir einföldum leiðbeiningum. Þó ekki væri nema til að vernda þá sem eiga það á hættu að veikjast illa. Kannski er það líka aukinn hvati að minnast þess að það gætum verið við sjálf sem stæðum í þeim sporum ef marka má reynsluna, þar á meðal mína af góðgerðarsamkomunni í vor. Þar hagaði ég mér í einu og öllu eins og þeir sem nú eru ekki lengur á meðal okkar.
Í Kára Stefánsson segir tilvitnað í Morgunblaðinu:
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á Bylgjunni í morgun að tölur dagsins geti verið að þetta bendi til þess að faraldurinn sé í rénun. Hann vonast til þess, en kvaðst ekki geta fullyrt það.
Tvöföld skimun áfram nauðsynleg
Kári sagði að Ísland væri líklega eina þjóðin sem stundaði raðgreiningu á afbrigðum veirunnar í eins miklum mæli og hér er gert. Á grundvelli hennar megi álykta að sú veira sem nú er útbreidd um samfélagið hafi komið inn í landið áður en tvöföld skimun við landamæri tók gildi 19. ágúst.
Sumir vilja að sögn Kára kljást við faraldurinn með því að hunsa hann.
Það er hægt að rökstyðja á ýmsan máta þá leið en mér finnst hún ansi óaðlaðandi vegna þess að þú ert raunverulega með því að fórna þeim sem eiga undir högg að sækja, gömlu fólki, því sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Ef þú ætlar að fara þá leið að reyna að hemja þessi smit er alveg nauðsynlegt á landamærum að hafa tvöfalda skimun, sagði Kári.
Nokkur umræða hefur verið í þriðju bylgju faraldursins um að fara ekki í eins harðar sóttvarnaaðgerðir vegna áhrifa þess á aðra þætti í samfélaginu en Kári efast um að til sé millileið. Annaðhvort hemji maður útbreiðsluna eða leyfi veirunni að flakka: Ég held að millileiðin sem menn eru að tala um sé bara ósköp einfaldlega ekki til.
Fyrirkomulagið um tvöfalda skimun á landamærunum virðist ekki á förum, heldur er nú miðað við að það gildi til 1. desember. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur bent á að miðað við þann fjölda sem hefur greinst með veiruna í þessum skimunum sé ljóst að þær hafi haft tilskilin áhrif. Án þeirra hefðu þau smit getað hreiðrað um sig í samfélaginu.
Áður greindi mbl.is frá því að smitin væru 75 talsins, þar sem það kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í Sprengisandi á Bylgjunni. Fréttin hefur nú verð uppfærð í samræmi við opinberar tölur.
Á ég að hunsa þessa menn og ekki gefa þeim tækifæri til að rökstyðja sitt mál og gerðir? Fara að trúa einhverjum heimaöldum sérfræðingum sem þykjast allt vita betur en þetta fólk?
Nei, gefum þessum sjónarmiðum tíma til mánaðarmóta til að reyna að ná smitunum niður og heyrum ekki röflið í þeim sem allt þykjast vita betur á meðan.
Ef þetta mistekst þá skulum við fara að reisa bráðabirgða líkhús og safna að okkur kælibílum til að geyma líkin.
Gefum okkur tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Eins og í ýmsu öðru nú á dögum eru það tilfinningar, ekki rök og staðreyndir sem þessi pistill Ólafs grundvallast á. Það sama á við um þá tilfinningu að í BNA sé kerfisbundinn rasismi, þá tilfinningu að konur séu kúgaðar og svo framvegis. Tilfinningaríkar lýsingar koma í stað raka. Rithöfundurinn gerir enga tilraun til að gera grein fyrir því hvað á að gerast næst, þegar búið er að efna til þessarar samstöðu og fækka smitum og létta svo öllum takmörkunum af með þeim formála að þetta "verði nú allt í lagi" - alveg þangað til það er ekki lengur allt í lagi.
Hversu lengi mun fólk halda áfram að trúa lygunum? Hvenær sér það að keisarinn er klæðlaus?
Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2020 kl. 15:42
Er á móti svona hræðsluáróðri og meiri líkur að hann fari öfugt ofan í fólk heldur en hitt. Einhverjir hafa viljað fara leið hjarðónæmis en verið bent á að hún er hvergi að nást, ekki einu sinni nálægt því. Gasprið í Kára er líka að skemma. Það var gefið út í ágúst að skólar ættu að vera opnir en nú vill Kári loka þeim. Svona gaspur gengur ekki upp.
Umræðan snýst líka um það hvort eigi ekki að upplýsa fólk betur um smitleiðir og það taki meiri ábyrgð á gerðum sínum. Víðir sagði að athyglisvert væri að skoða smitleiðir er komu upp á börunum. Síðan þá hefur það ekkert verið skoðað. Hvers vegna ekki? Væri ekki sniðugt að nota fólk á atvinnuleysisskrá til að velta þessu fyrir sér.
Afmarkandi þátturinn er spítalinn. Ljóst er að við 100 smit á dag þá annar spítalinn ekki meiru. Pólitískt hljóta íslendingar að spyrja sig hvort ekki sé þörf á meiru einkareknu til að hafa meiri sveigjanleika í heilbrigðiskerfinu.
Rúnar Már Bragason, 11.10.2020 kl. 16:00
Halldór, eftir þennan lestur verð ég að hrósa þér fyrir afar vel skrifaðan og upplýsandi pistil.
Ég get tekið undir hvert orð, gæti ekki verið meira sammála.
Annaðhvort hemji maður útbreiðsluna eða leyfi veirunni að flakka: „Ég held að millileiðin sem menn eru að tala um sé bara ósköp einfaldlega ekki til.“
Rétt hjá Kára, það er alveg ótrúlegt hvað sumt fólk veigrar sér við að taka ákvarðanir. Eina leiðin til að drepa veiruna er að skera á smitleiðir hennar, basta og búið, eða hin leiðin að stafna upp líkum. Af hverju getur fólk ekki skilið þetta!
Birna Kristjánsdóttir, 11.10.2020 kl. 17:34
Er nú Ólafur að lýsa tilfinningum þegar hann horfir á líkhúsin í Central Park og á kælibílana? Er þetta nú vel ígrundað hjá þér Þorsteinn minn sem ert nú oftar ekki óvitlaus?
Takk fyrir þín orð Birna.
Rúnar minn, þú ættir að hugsa þetta aðeins betur. Hvað ætlarðu að gera ef smitin fara yfir 100 á dag? Það er of seint fyrir þig að ganga þá í Sjálfstæðisflokkinn og vilja efla einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem er ekki kominn lengra en hann er í dag með klíníkina í hundelti heilbrigðisráðherra.
Halldór Jónsson, 11.10.2020 kl. 17:46
Við erum öll að reyna að vinna tíma þangað til að einhverjar nýjar leiðir opnast til að ráða við þessa Kínapest.
Halldór Jónsson, 11.10.2020 kl. 17:47
Góður pistill hjá þér og auðvitað þýðir ekki að taka einhverja áhættu´,heilbrigðiskerfið ræður ekki við meira en er í dag.Ekki viljum við sjá líkbíla við hverja blokk í Reykjavík,þá færi nú um þá frjálslyndu veiruvini.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 11.10.2020 kl. 17:53
Var nú ekki að meina í dag með heilbrigðistkerfið heldur í framtíðinni. Er ekki þörf á að nálgast heilbrigðiskerifð á nýjan hátt? Ég er ekkert á móti áætlun þríeykisins heldur virðist vanta plan til lengri tíma t.d. unnin út frá leikjafræði.
Rúnar Már Bragason, 11.10.2020 kl. 20:24
Rúnar minn:
Það er of seint fyrir þig að ganga þá í Sjálfstæðisflokkinn og vilja efla einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem er ekki kominn lengra en hann er í dag með klíníkina í hundelti heilbrigðisráðherra.
Halldór Jónsson, 11.10.2020 kl. 22:24
Sunnudagur, 11. október 2020
Jón Bjarnason gamli komminn segir:
Það er engin millileið - Kveðum veiruna niður
Kári Stefánsson var á Sprengisandi og talaði tæpitungulaust
Annaðhvort hemji maður útbreiðsluna eða leyfi veirunni að flakka:
„Ég held að millileiðin sem menn eru að tala um sé bara ósköp einfaldlega ekki til.“
Og Kári heldur áfram:
Með samstilltu átaki vinnst sigur
Að sleppa veirunni lausri eins og sumir vilja eða reyna að "stýra útbreiðslunni" segir Kári:
„Það er hægt að rökstyðja á ýmsan máta þá leið en mér finnst hún ansi óaðlaðandi vegna þess að þú ert raunverulega með því að fórna þeim sem eiga undir högg að sækja, gömlu fólki, því sem er með undirliggjandi sjúkdóma.
Tvöföld skimun á landamærum komin til að vera fyrst um sinn
"Ef þú ætlar að fara þá leið að reyna að hemja þessi smit er alveg nauðsynlegt á landamærum að hafa tvöfalda skimun,“ sagði Kári.
Fyrirkomulagið um tvöfalda skimun á landamærunum virðist ekki á förum, heldur er nú miðað við að það gildi til 1. desember.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur bent á að miðað við þann fjölda sem hefur greinst með veiruna í þessum skimunum sé ljóst að þær hafi haft tilskilin áhrif. Án þeirra hefðu þau smit getað hreiðrað um sig í samfélaginu.
Halldór Jónsson, 11.10.2020 kl. 22:41
Lestu Barrington yfirlýsinguna Halldór. Ég snaraði henni á íslensku í morgun. Hún er á blogginu mínu.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2020 kl. 22:57
Gamlir kommar hafa aldrei verið menn lausna. Lausnin er til, og hún er einföld Halldór. Hnitmiðaðar aðgerðir, ekki ómarkvissar, losaralegar og árangurslausar aðgerðir.
Sem gamall rekstrarmaður áttu að vita þetta.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.10.2020 kl. 01:15
Sæll Halldór.
Það er ekki alltaf að fari saman hógværð og ómældir hæfileikar.
Ef marka má vísan til reynslu þinnar
í allt að 200 ár af gresjum mannlífsins þá ertu þú einn manna
í heimi hér sem hefur fæðst á undan foreldrum sínum!
Þú skrifar hér daginn út og inn um kóvit og hælisleitendur
en aldrei fá lesendur þínir, margir hverjir dyggir vel, að
lesa um aðalstarf þitt á fyrri tíð.
Nú vil ég sízt verða til þess að upplýsa um afrek þín
fyrr og síðar en lýk þessu með því að vitna til Réttarvatns
e. Jónas Hallgrímsson:
Og undir Norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.
Þeir sem stunduðu þetta starf auk þín fóru ósjaldan
yfir Arnarvatnsheiði og brjóstbirtan og söngurinn
urðu þeim eilíf uppspretta komandi dags.
Til eru þeir klámhundar sem þykjast sjá ástir
í Hvannamó þessum. En mér er það til efs.
Húsari. (IP-tala skráð) 12.10.2020 kl. 10:34
SKIMUN og SÓTTKVÍ er nauðsinleg við komuna til Landsins.
Utan við flugstöðina bíður ÁÆTLUNARBÍLL (sóttkví), sem tekur alla ERLENDA farþega frá Keflavíkurflugvelli til gistihúss eða hótels utan REYKJAVÍKUR í 5 daga, en þá eru allir ERLENDIR farþegar SKIMAÐIR að nýju.
LÖGREGLA og HJÚKRUNARFÓLK fylgja þessum ÁÆTLUNARBÍLUM TIL AÐ TRYGGJA veru farþega á sama stað. Að loknum 5 dögum eru ERLENDIR farþegar lausir og frjálsir ferða sinna.
SKÍÐASKÁLINN í Hveradölum er "laus"? ÞARNA má bæta við GÁMAHÚSUM í tuga tali?
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 12.10.2020 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.