Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverđar pćlingar

hjá Sigurjóni M. Egilssyni um stjórnmál.

Hann segir á Miđjunni sinni:

"Engum dylst ađ Katrín Jakobsdóttir er kona og ađ Bjarni Benediktsson sé karl. Katrín er forsćtisráđherra og Bjarni er fjármálaráđherra. Sjálfstćđisflokkur Bjarna leggur til sextán ţingmenn í ríkisstjórnina. Vinstri grćn Katrínar eru nú međ níu ţingmenn. Allt eru ţetta stađreyndir.

Viđ erum mörg ţeirrar skođunar ađ hugsjónir og hagsmunir Sjálfstćđisflokksins séu til muna oftar ofan á. Ađ Bjarni hafi náđ mun meiri árangri í stjórnarsamstarfinu en Katrín. Ţađ hefur ekkert međ kynferđi ţeirra ađ gera. Alls ekki neitt. Ţađ ađ Katrín er kona veitir henni ekki friđhelgi.

Katrín er grunuđ um ađ hafa leikiđ af sér strax í upphafi. Skođum söguna.

Ţegar Davíđ Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson hittust á fyrsta fundi sínum í Viđey ţegar ţeir mynduđu Viđeyjarstjórnina 1991 komu ţeir báđir undirbúnir til fundarins. Davíđ vissi hvert var helsta mál Jóns Baldvins. Jón Baldvin vissi ađ sama skapi ađ Davíđ var algjörlega ósammála sér.

Ţeir settust niđur.

Jón Baldvin byrjađi og sagđi ađ áđur en lengra yrđi haldiđ vildi hann taka fram ađ umsókn ađ evrópska efnahagssvćđinu, EES, vćri ófrávíkjanleg krafa síns og Alţýđuflokksins.

Davíđ horfđi á Jón Baldvin. Ţagđi smástund. Svarađi síđan: „Yes sir.“

Jón Baldvin náđi fram sinni helstu kröfu. Bara sisona. Hann gáđi ekki ađ Davíđ vissi ađ ţetta myndi koma. Samţykkti og eftir ţađ réđi hann öllu hiđ minnsta ţví sem hann vildi.

 
Sagan endurtók sig áriđ 2017.

Sagan endurtók sig áriđ 2017. Bjarni Benediktsson vissi hug Katrínar. Hún var međ mun minni ţingflokk og vitađ var ađ ţar var ekki eining um fyrirhugađ samstarf. Ţegar hún sagđi Bjarna ađ hún setti fram skilyrđi um ađ hún yrđi forsćtisráđherra, samţykkti hann ţađ samstundis.

Rétt eins og Jón Baldvin áriđ 1991 fékk hún samţykkta sína stćrstu og fyrstu kröfu. Og sagan hefur endurtekiđ sig.

Katrín hefur valdiđ mörgu vinstrisinnuđu fólki sárum vonbrigđum. Engu skiptir ađ hún er kona. Hver sem er forsćtisráđherra verđur ađ ţola gagnrýni. Samstarfsfólk hennar verđur líka ađ gera sér grein fyrir ađ allir forsćtisráđherrar eru gagnrýndir. Bćđi sanngjarnt og ósanngjarnt, ađ mati ráđherrans og samherja hans.

Ljósmynd: Stjórnarráđiđ.

Senn kemur ađ kosningum. Flokkarnir ţurfa ađ sýna sérstöđu. Hver frá öđrum. Sjálfstćđisflokkurinn býr viđ ađ hafa tryggustu kjósendurna. Ţađ er af ţeim sem enn styđja flokkinn. Ţví getur flokkurinn leyft sér meira en hinir flokkarnir.

Ađ auki eru allar líkur  á ađ Sjálfstćđisflokkurinn verđi ráđandi afl í nćstu ríkisstjórn. Ekki Vinstri grćn, hvađ ţá Framsókn. Sjálfstćđisflokkurinn mun reyna á ţolrif hinna flokkanna. Hann mun beita sínum harđa stálhnefa í ríkisstjórninni.

Bjarni afhenti Karínu lyklana ađ stjórnarráđshúsinu. En völdin, afhenti hann ţau?" 

Ţađ styttist í kosningar. Ekkert afgerandi hefur gerst á kjörtímabilinu sem toppar vandann af COVID. Hverjum verđur refsađ fyrir pláguna? Ţađ skiptir hinsvegar máli ef einhverjum sem ekki hafa unniđ til ţess verđur umbunađ međ atkvćđum. Ţađ' er ţađ óvćnta.

Ef Inga Sćland og Píratar komast í stjórn ţá er framtíđin óviss sem aldrei fyrr. Hvađ ţá ef Samfylkingarflokkarnir sem báđir vilja koma Íslandi í Evrópusambandiđ og taka upp Evru geta notađ ţađ eins og Jóhanna til ađ versla međ í ţeim stíl sem Grjóni er ađ lýsa.

Pólitísk hrossakaup hafa alltaf viđgengist. Nú talar Framsókn um ađ rúlla EES samningnum til baka. Má vera ađ ţađ sé beita sem hefur óvćnt áhrif í kosningunum og hćgt sé ađ ná fram breytingum í skiptum fyrir eitthvađ annađ án ţess ađ Björn Bjarnason verđi kallađur ađ borđinu í ţađ sinn. 

Og hćlisleitendamálin eru farin ađ ganga svo fram af mörgu fólki ađ ţađ gćti orđiđ afdrifaríkt ađ láta sem ţau séu ekki til.

Sigmundur Davíđ er hinn dökki riddari í öllum ţessum málum. Hann hefur margt í hendi sér ţar sem hann er ekki bundinn af neinu sem hann ţarf ađ svara fyrir né hefur han látiđ hanka sig á ábyrgđarlausu kjaftćđi einsog flestir hinna sem á ţinginu sitja. Mörgum fannst gaman ađ sjá ţá Bjarna og hann hliđ viđ hliđ á sínum tíma. Píratar eđa Flokkur Fólksins eru ekki raunverulegur valkostur í samanburđi viđ Sigmund Davíđ. Og vandséđ er hvernig kjósendur vilja gefa VG einkunn fyrir ţess tíma á sólarströmdinni.

Ţađ er skemmtilegt ađ spá í spilin eins og Sigurjón gerir út frá gamalli reynslu.

Ţví ţađ sem aldrei hefur gerst getur nefnilega alltaf gerst aftur eins og gamli verkstjórinn sagđi ţegar hann ţurfti ađ pćla í erfiđum málum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband