16.10.2020 | 15:54
Evruspekingarnir gleymnu
fara mikinn í þjóðlífinu. Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður vilja ólm kála fullveldi Íslands, ganga í ESB og taka upp Evru.
Þetta fólk fylkir sér undir einhverju merki sem kallast Já Ísland,-.
Gunnar Heiðarsson gerir þessu fólki góð skil á blogg síðu sinni:
"Til er hópur fólks hér á landi sem kallar sig "já Ísland". Réttnefni þessa hóps ætti auðvitað að vera "nei Ísland", þar sem markmið þessa hóps er að koma Íslandi undir erlend yfirráð og skerða þannig sjálfsstæðið, eða "deila því" eins og talsmenn hópsins hafa stundum nefnt.
Ljóst er að þessi hópur ætlar sér stóra hluti í næstu kosningum. Beitt er öllum tiltækum ráðum, aflóga stjórnmálamenn og fyrrverandi ráðherrar eru dregnir upp á dekk og látnir skrif margar greinar í fréttamiðil hópsins, Fréttablaðið. Stjórnmálaflokkur hópsins, Viðreisn, lætur sitt ekki eftir liggja í umræðunni, en allir vita tilurð þess stjórnmálaflokks.
Efnisleg rök hópsins eru enn jafn ódýr og áður og jafn fá. Þar er einkum rætt um evruaðild. Notað er tækifærið þegar yfir heiminn gengur óværa sem lamað hefur allt athafnalíf, með tilheyrandi vandræðum fyrir flestar þjóðir. Þessu hefur fylgt að krónan okkar hefur lækkað nokkuð í verðgildi miðað við evruna, en þó ekki meira en svo að kannski megi tala um leiðréttingu.
Síðast þegar þessi hópur lét til sín taka hafði annað áfall gengið yfir heimsbyggðina. Ísland fór verr út úr því áfalli en margar aðrar þjóðir, enda hafði bönkunum verið komið í hendur glæpamanna, sem svifust einskis. Það hafði verið gert í krafti EES samningsins, sem Alþingi samþykkti með minnsta mögulega meirihluta án aðkomu þjóðarinnar.
Þessi hópur þagnaði þó fljótt þegar hagur landsins okkar fór snarlega að vænkast, mun hraðar en hjá öðrum löndum. Þar kom krónan okkur til hjálpar. Þá var ekki stemmning fyrir orðræðu hópsins og hann lét lítið á sér bera. Stjórnmálaflokkurinn hafði hins vegar verið stofnaður og lenti í hálfgerðri tilvistarkreppu, gat ekki talað um hugðarefni sitt og fór því að stunda popppúlisma af heilum hug. Vart mátti koma fram frétt um eitthvað sem betur mátti fara án þess að þingmenn flokksins stykkju fram í fjölmiðla eða tóku það upp á Alþingi. Það ástand varir enn.
Undanfarna daga hafa svokallaðir stjórnarskrársinnar látið mikið til sín taka. Heimta einhverja stjórnarskrá sem aldrei var samin, einungis sett mikið magn fallegra orða á blað og þjóðin spurð hvort notast ætti við þann orðaforða við gerð nýrrar stjórnarskrár. Ferlið um breytingu stjórnarskrár hófst að frumkvæði þáverandi formanns Samfylkingar, sem hafði náð því að gera formann annars stjórnmálaflokk að einum stærsta lygara þjóðarinnar, og sótt um aðild að ESB. Eitt stóð þó í veginum, en það var gildandi stjórnarskrá. Þann stein þurfti að taka úr götunni og upphófst þá eitthvert mesta sjónarspil sem um getur og stendur það enn. Allt til að Ísland geti orðið hjálenda ESB.
Á þeim tíma er já Ísland lét mest til sín taka í umræðunni, eftir hrun, voru stofnaðir nokkrir aðrir hópar þeim til andsvars. Því miður virðist lítið heyrast frá þeim í dag, þó þessi landráðahópur ríði nú röftum í fjölmiðlum landsins. Fari fram sem horfir mun sjálfstæði landsins verða að veði eftir næstu kosningar.
Því er full ástæða til að kalla upp á dekk alla þá sem unna sjálfstæði þjóðarinnar!"
Að hugsa sér að maður skuli hafa kosið þetta fólk á sínum tíma.Það verður mér til ævilangrar pólitískrar skammar.
Íslendingar á Spáni hafa grátið mikið í Útvarpi Sögu um hvað Evran sé búin að falla mikið . Það er helst að heyra á þeim að þeir vilja að Ríkið bæti þeim þá lífskjararýrnun sem ellilífeyririnn þeirra hefur orðið fyrir við rauðvínshækkunina hjá þeim þar í landi.
En þessir gengisspekingar sem heimta upptöku Evru ættu að minnast þess að hún kostaði 185 kr í október 2009. Nú kostar hún 163 eða eitthvað svoleiðis.Þessu gleyma þessir spekingar.
Þeir gleyma kostum krónunnar okkar þar sem hagvaxtarfasinn hjá okkur er allur annar en í ræflasambandi gömlu Evrópu. Bara af því að við erum sjálfstæð þjóð og höfum sýnt að lífskjör eru til langtíma litið sífellt að batna á Íslandi og kaupmátturinn hefur vaxið mikið á síðustu árum.
Guð forði okkur frá Evruspekingunum í Samfylkingarflokkunum báðum í næstu kosningum eins og garminum honum Steina Páls og kúlulánakóngafólkinu gamla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.