9.11.2020 | 13:08
Heift og hatur
var drifkraftur sovésku byltingarinnar Leníns og Stalíns.Þeir trúðu því að með því að drepa nógu marga af andstæðingunum yrði sigur öreiganna(þeirra sjálfra ?) öruggari.
Sólveig Anna er verðugur arftaki þeirra innblásna málflutning. Hún raunverulega hatar okkur öll sem eru fyrir henni. Hún vill beita ofbeldi ef hún fær nokkuð færi á.Lífsreynd kona sem hefur búið árum saman í Bandaríkjunum og alið þar börn eins og Guðríður Þorbjarnardóttir á undan henni.
Vissulega get ég fundið til aðdáunar á svo einbeittri afstöðu sem hún sýnir. Sólveig Anna náði völdum yfir stóru félagi Eflingu og digrum sjóðum með innan við 10 % greiddra atkvæða.Í krafti þessa hefur hún völd til að gera margt eftir eigin geðþótta hvað sem skoðunum annarra minna innblásinna líður.
Í viðtali lýsir hún sér svo:
"
Staðan er bara þessi: Við erum með fólk sem hefur sannarlega svitnað fyrir hagvöxtinn, svitnað fyrir góðærið og á ekki nokkurn skapaðan hlut. Á ekki þúsund krónur inni á bankareikningum sínum þegar atvinnuleysið kemur. Þetta veldur mér gríðarlegu hugarangri og ef stjórnvöld fara ekki að taka sig á og viðurkenna þessa bláköldu staðreynd, að það getur enginn komist af á svona lágum fjárhæðum, og bregðast við þá sé ég bara fyrir mér hræðilega hluti.
Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þegar hún er spurð út í þá stöðu sem upp er komin í íslensku samfélagi.
Þá spyr hún hvort samfélagið sé tilbúið til þess að sætta sig við það að byrðarnar séu lagðar á fólkið sem hefur ekkert til saka unnið. Ég held ekki. Ég held að við viljum ekki svoleiðis samfélag, segir hún.
Þakkar baráttu þeirra sem á undan komu
Sólveig Anna spyr enn fremur hvort nú ekki sé kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að sýna pólitíska og siðferðilega getu og forystu til að leysa það vandamál sem liggur mest á að leysa; að tryggja það að fólk hafi nóg á milli handanna til þess að sjá fyrir sér og sínum. Hún segir að framtíðin muni ráðast af því hvernig Íslendingar muni tækla það ástand sem nú er uppi.
Á tímum sem þessum þakka ég mjög fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur fóru í verkalýðshreyfingunni og verkalýðsbaráttunni. Ég horfi til baka á síðustu öld og þær stórkostlegu fórnir sem fólk færði og þá ótrúlegu baráttu sem var háð, segir hún.
Þá telur Sólveig Anna það vera mikilvægt að búa í landi þar sem að þegar höggbylgjan fer í gegnum hið kapítalíska kerfi og vinnuaflið byrjar að hristast af skrímslinu þá sé sannarlega eitthvað sem taki á móti því. Að fólk lendi ekki margbrotið á götunni.
Hún segist jafnframt vera þakklát fyrir það á stundum sem þessum að á Íslandi sé stór verkalýðshreyfing sem í krafti stærðar sinnar og þess gríðarmikla fjölda sem innan hennar er getur krafist þess að hafa aðkomu að aðgerðum stjórnvalda. Þær aðgerðir sem gagnast hafa vinnandi fólki núna í þessari COVID-kreppu séu aðgerðir sem hreyfingin hafi lagt áherslu á og með því að stíga fram sterk náð að keyra í gegn.
Á tímum sem þessum þakka ég mjög fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur fóru í verkalýðshreyfingunni og verkalýðsbaráttunni.
Nú er tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé sannarlega ekki bara eitthvað einnota drasl
Sólveig Anna rifjar upp að þúsundir karla og kvenna hafi verið hvattir til að flytjast hingað til lands á góðæristímanum til þess að starfa í ferðamannaiðnaðinum. Nú sé staðan önnur og mun gríðarlegur fjöldi aðflutts fólks verða atvinnulaus. Af þessu hafi hún miklar áhyggjur. Við búum í hagkerfi sem er knúið áfram með því að leyfa eigendum fjármagnsins og atvinnutækjanna að fara sínu fram með stuðningi ríkissjóðs, segir hún og bætir því við að Íslendingar þurfi að viðurkenna að ýmislegt misjafnt hafi gerst í ferðamannabransanum, samanber nýlega skýrslu um aðstæður erlends vinnuafls í ferðaþjónustunni.
Nú hafi stjórnvöld og þeir sem hagnast hafa á vinnu þessa fólks tækifæri til að sýna að það sé mikils metið og sannarlega ekki bara eitthvað einnota drasl sem hægt er að kasta í ruslið um leið og það hentar íslensku hagkerfi heldur að það muni fá til baka það sem það á inni hjá ríkissjóði og þessu samfélagi í hækkun bóta, atvinnuskapandi verkefnum og í því að hér verði brugðist við þessu ástandi með uppbyggilegum og skynsömum hætti með þarfir vinnandi fólks í fyrirrúmi.
Hún segir að ef vinnandi fólk á Íslandi nái að setja fram kröfur sínar með nægilega skýrum og einbeittum hætti í algjörri samstöðu þá hafi stjórnvöld ekki mikið um annað að ræða en að fallast á kröfurnar. Það sé lykilatriðið.
Verkalýðshreyfingin hreyfiafl fyrir breytingar sem við þurfum að sjá
Varðandi samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar þá segir Sólveig Anna að hún viti hundrað prósent hvert hlutverk Eflingar sé og hvert hlutverk hennar sjálfrar sé. Ég veit það að við erum algjörlega sameinuð í því verkefni, það er að berjast fyrir réttindum verka- og láglaunafólks í þessu landi og láta aldrei deigan síga í þeirri baráttu. Sökum stærðar félagsins innan verkalýðshreyfingarinnar þá náttúrulega höfum við mjög mikið vægi.
Lesa
Verkalýðshreyfingin, og þá sérstaklega Alþýðusamband Íslands, var gagnrýnd töluvert eftir hrun fyrir að vinna of náið með stjórnvöldum og atvinnulífinu en mikil endurnýjun hefur átt sér stað innan hreyfingarinnar á undanförnum misserum. Aðspurð út í þessa endurnýjun segir Sólveig Anna að hún upplifi ekki meðvirkni hjá forseta ASÍ, Drífu Snædal, með stjórnvöldum.
Ég upplifi miklu frekar ríkulegan vilja til þess að hlusta á fólkið inn í hreyfingunni til þess að finna lausnir og miðla málum. En þó ekki einungis til að vera aðhald á aðgerðir stjórnvalda heldur einnig hreyfiafl fyrir breytingar sem við þurfum að sjá, segir hún.
Fuck you! Ég er meira virði
Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin sé sterk um þessar mundir þá bendir Sólveig Anna á að þau glími við það risavaxna verkefni að hreyfingin sé að koma undan löngu tímabili þar sem herská stéttabarátta hafi ekki verið í boði. Það eina sem í boði var fyrir hreyfinguna og fyrir fólk var að starfa eftir einhverjum markmiðum um stöðugleika og þjóðarsátt. Þá var bara búið að reikna fyrirfram út að skúringarkerlingin ætti bara alltaf að fá langminnst og að leikskólakerlingin ætti alltaf líka að fá minnst, alveg sama hvað. Og þá skipti engu máli hvort það var góðæri eða hvort það var kreppa; þessir útreikningar breyttust aldrei, bendir hún á.
Nú sé stórt og mikið verkefni að komast aftur á þann stað að fólk segi bara: Fuck you! Ég er meira virði og ekki vegna þess að ég sé búin að fara í gegnum eitthvað sjálfstyrkingarnámskeið heldur vegna þess að ég er meira virði sem vinnuafl í þessu kerfi og þess vegna ætla ég að fá meira.
Augnablik sem þessi geta verið hættuleg en einnig borið með sér von
Efnahagsþrengingarnar voru byrjaðar fyrir faraldurinn en dýpkuðu óvænt og með miklum látum fyrr á þessu ári í kjölfar sóttvarnaaðgerða hér og annars staðar í heiminum. Allt í einu á sér stað þetta ótrúlega augnablik þegar hin kapítalíska maskína stöðvast ekki vegna verkfalla vinnuaflsins eða neins slíks heldur vegna einskonar náttúruhamfara. Og af því að við búum í þessu stéttskipta arðránssamfélagi þá skýrast stéttalínurnar og stéttaskiptingin um leið. Afhjúpunin hefur þar af leiðandi verið mjög mikil, bæði á Íslandi og í öllum heiminum.
Við höfum séð ákveðnar andstæður skerpast. Þá sjáum við annars vegar vinnuaflið algjörlega bjargarlaust, með ekkert á milli handanna, og svo hins vegar auðstéttina algjörlega örvæntingarfulla í því að reyna að finna einhverjar leiðir til að láta viðskiptin fara aftur af stað.
Svona augnablik geta verið mjög hættuleg, að mati Sólveigar Önnu. En þau geta líka borið með sér mikla von um breytingar, þannig að ég leyfi sjálfri mér þegar ég horfi yfir sviðið að vera líka bjartsýn.
Ótrúlegt að framganga SA orsaki ekki meira uppnám
Eitt stærsta áhyggjuefni hennar varðar Samtök atvinnulífsins (SA) og vegferð þeirra í aðkomu að kjarabaráttu á Íslandi. Allt fólk sem er sæmilega viti borið með sæmilega fúnkerandi siðferðisáttavita hlýtur að vera í áfalli yfir hvernig Samtök atvinnulífsins vinna. Við erum með þennan risastóra aðila á vinnumarkaði sem fer fram með svo svívirðilegum hætti að mér finnst bara ótrúlegt að það orsaki ekki meira uppnám í samfélaginu.
Hún segir að aðilar innan sambandsins brjóti markvisst lög sem gilda á Íslandi, en þar á hún meðal annars við vinnulöggjöfina frá árinu 1938 og þetta gera þau vegna þess að þau segja að þessi löggjöf sé úrelt. Þetta er mjög áhugavert og til marks um mjög vanþroskaða lýðræðisumræðu að þetta skuli ekki vekja meiri athygli. Er það þá þannig núna að talsmaður atvinnurekenda, Halldór Benjamín, líti svo á að hann megi bókstaflega velja og hafna lögum sem hann lifir eftir? Þetta er ótrúlegur staður til að vera á, segir hún.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í júlí síðastliðnum að samtökin stæðu með Icelandair að ákvörðun um að slíta viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og leita annað en samtökin fóru með samningsrétt fyrir hönd Icelandair. Hann sagði að sú leið sem farin var væri lögleg en að ef Flugfreyjufélag Íslands sætti sig ekki við hana gæti það farið fyrir dómstóla með málið. Við getum sagt að íslensk vinnulöggjöf er að mörgu leyti úr sér gengin og fyrir löngu kominn tími til að endurskoða hana, ekki bara að hluta eða í heild. Það getur verið að þessi deila komi til álita þar, sagði hann við RÚV í júlí.
Lesa
Hann sagði enn fremur í viðtali við Kjarnann í byrjun september að hann neitaði að horfa á vinnumarkaðinn sem stríðsvöll. Sólveig Anna hefur margt um Halldór Benjamín og Samtök atvinnulífsins að segja en hún bendir á að SA séu núna í höndunum á mjög lítilli klíku Sjálfstæðisflokksins og sé þetta í raun samband ungra Sjálfstæðismanna fyrir einhverjum áratug síðan. Og þetta er sama klíka og hefur hreiðrað um sig inn í Icelandair og tengslin þarna á milli eru náttúrulega með ólíkindum. Hugmyndafræðin sem þetta fólk lifir eftir er þessi grimmilega nýfrjálshyggja menntaskólaræðuklúbbsins. Það er ekki hugmyndafræði sem maður sér sem góða til þess að byggja samfélagslega nálgun á, áréttar hún.
Tilbúin að skoða það að fara í allsherjar sniðgöngu á Samtökum atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins njóta þessarar stöðu sem þau hafa sem mikilvægur aðili á vinnumarkaði vegna þess að verkalýðshreyfingin hefur ákveðið að viðurkenna að samtökin hafi lögmæti, að sögn Sólveigar Önnu. Í löggjöfinni er aftur á móti talað mjög almennt. Þar er talað um samtök atvinnurekenda með litlu s-i en þar er ekki minnst á Samtök atvinnulífsins.
Hún segir að framganga Samtaka atvinnulífsins í málefnum Icelandair sýni það með mjög skýrum hætti að þau líti svo á að íslensk lögsaga nái ekki yfir samtökin. Og þau ráðleggja og standa með fyrirtæki sem ákveður að brjóta lög. Þau líta svo á að löggjöfin sé úrelt og þá ákveða strákarnir auðvitað að það megi breyta lögunum upp á sitt einsdæmi.
Sólveig Anna segir að fyrst Samtök atvinnulífsins hagi sér með þessum hætti þá geti verkalýðshreyfingin gert slíkt hið sama. Ef þetta á að vera svona þá getum við bara sagst ætla að semja við einstök fyrirtæki eða við einhver önnur samtök en Samtök atvinnulífsins. Við skulum líka átta okkur á því að það eru bara fáir atvinnurekendur innan Samtaka atvinnulífsins. Ég get líka sent frá mér og stjórn Eflingar einhliða yfirlýsingu um hverjir kauptaxtarnir eigi að vera fyrir aðgang að vinnuafli fólks.
Hún telur að baráttuvilji íslensks verkafólks sé mikill á þessum tímum og að Efling, undir hennar forystu, sé tilbúin að skoða það að fara í allsherjar sniðgöngu á Samtökum atvinnulífsins. Ef menn halda að þeir geti farið fram með þessum hætti og að því verði bara tekið þá er það ekki svo. Ég er mjög tilbúin að fara í þá vegferð að sýna þeim fram á það, segir hún.
Ég get ekki annað en virt þessa manneskju þó að ég viti að hún hati mig og allt sem ég stend fyrir af öllu hjarta. Sjálfstæðisflokkurinn er djöfullinn sjálfur í hennar augum og hún trúir því að okkur öllum sem í þeim flokki séum viljum henni og hennar fólk allt illt. Hún er einbeittari en andskotinn og því stórhættuleg til allra verka.
Illgirnin og hatrið er nóg fyrir hendi eins og var hjá Lenin og Stalín í þá tíð og hún min aldrei þiggja frið sé nokkur kostur á ófriði.
Þannig verðum við að líta á Sólveigu Önnu og hennar afstöðu til þjóðfélagsins. Það er óvinur hennar sem ekkert gott á skilið nema byltingu, heift og hatur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ef Alþingismenn og Embættismenn ríkisins hefðulækkað laun sín um 10% fyrir pláguna frá Kína væri meiri ró við Sólveigu Önnu?
Kröfur um hækkun launa mundi draga stórlega úr eftirspurn eftir vinnuafli.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 11.11.2020 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.