Leita í fréttum mbl.is

Hvað liggur á?

af hverju bá að taka áhættuna á að allt blossi upp að nýju nú þegar bóluefnið er rétt handan við hornið?

Af hverju ekki að hlusta á Kára?

 
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hann hefði kosið að sóttvarnaráðstafanir hefðu verið óbreyttar áfram.
 
Hann segir að verið sé að bjóða hættunni heim með því að opna sundlaugar og fjölga fólki á veitingastöðum og verslunum. Einhver hljóti að hafa vitjað Þórólfs Guðnasonar í draumi og ráðlagt honum að hleypa fólki í sund. Hann býst við því að önnur bylgja blossi upp áður en bóluefni berst.
 

Kári segir að fólk, og þar með talið þeir sem standa að samfélagslegum aðgerðum, sé farið að þyrsta í góðar fréttir nú þegar bóluefni virðist handan við hornið.

„Ég held því fram að þetta séu ágætis aðgerðir eins og þær eru þó að ég hefði kosið að halda þeim óbreyttum. En skilaboðin sem eru send út með því að segja að nú ætlum við að létta á þessum aðgerðum eru þau að þetta sé að ganga býsna vel.

En ég hef fréttir fyrir þetta fólk, þetta er ekkert að ganga býsna vel. Það er alltaf að greinast eitthvað af tilfellum utan sóttkvíar og það er alltaf slangur af veiru að berast yfir landamæri þrátt fyrir þessar einstaklega góðu aðgerðir sem hefur verið komið á.

Ég hefði kosið að við sætum á höndum okkar, pössuðum okkur á að grípa ekki of fljótt í strenginn og létta á aðgerðum.“ segir Kári. 

Hann segir að það reyni á landsmenn að viðhafa 10 manna samkomutakmarkanir.

Þá telur hann óráðlegt að opna sundlaugar. Hann segir það óskiljanlegt að það sé leyft, en líkamsræktarstöðvar séu áfram lokaðar.

„Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalækniss í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ segir Kári.

Hann segir að það sé ekki hlutverk sóttvarnalækniss að fara neinn milliveg. Það sé ríkisstjórnarinnar. Hans hlutverk sé að setja saman reglur sem hægt er að framfylgja. Aðrir þurfi að svo að vega og meta hvort að hægt sé að framfylgja þeim.

Kári segir að hægt verði að halda partí þegar bóluefnið komi. Skýrsla Bandarísku lyfjastofnunarinnar um bóluefni Pfizer gefi tilefni til bjartsýni.

„Ég held því fram að það sé nægilega stutt í bóluefnið til að við eigum að geta haldið niðri í okkur andanum og lifað fram að þeim tíma. En önnur ákvörðun var tekin og ég er ekki að fordæma hana. Ég er að halda því fram að það hefði verið skynsamlegra að bíða svolítið. En þegar maður horfir til baka yfir þennan tíma þá finnst mér sóttvarnayfirvöld, og þá sérstaklega Þórólfur, hafa hafa staðið sig með eindæmum vel,“ segir Kári.

Hvað liggur svona á ef við erujm að tala um einhverjar tvær vikur í viðbót. Er það kannski biskupan sem er farinn að ráða vegna jólanna?

HVAÐ LIGGUR SVONA MIKIÐ Á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

KÁRI STEFÁNSSON hjá ERFÐAGREININGU rekur glæsilegt fyrirtæki sem allir þekkja og líka erlendis. HÚSIÐ allt er glæsilegt í Mýrinni og vakti athygli margra fyrir góða lýsingu utan og innandyra. Kári hefur jafnan sterkar skoðanir og þjóðin hlustar vel á "boðskapinn".

Eðlilega verða landsmenn að fara eftir ráðum Þríeykisins og Svandísar því stutt er í Bóluefnið góða.

Bjart er framundan í sumar varðandi ferðaiðnaðinn hjá Bílaleigu Akureyrar með kaup á 90 HÚSBÍLUM. Vonandi fyllast gistirýmin á landinu öllu hjá rekstraraðilum.  Við getum líka þakkað ÞJÓÐARLEIÐTOGANUM Donald J.TRUMP í USA fyrir að keyra bóluefnið í gegn á 10 mánuðum, sem oftast tekur um 5 ár. Karlinn á eftir að halda áfram, sem forseti AMERIKU - ALLT annað væri MJÖG óeðlilegt.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 9.12.2020 kl. 20:15

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo upplýsir Þórólfur að það er margföld meiri smithætta í líkamsræktinni en í sundlaugunum þrátt fyrir það sem Kári sagði og Björn Leifsson um hið gagnstæða. Þórólfur er ekki að fá draumfarir hvað þetta varðar.

Halldór Jónsson, 9.12.2020 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband