10.12.2020 | 11:32
Afburða grein
fyrir margra hluta sakir er í Morgunblaðinu í dag eftir Hauk Ágústsson. Hún fjallar um sögu Islams sem mörgum mun lítt kunnug eða forvitnileg. En um leið afhjúpar hún hversvegna slíkt Ginnungagap er á milli vestrænna gilda og hins múslímska heims að borin von er til að samlífi þessara heima geti átt sér stað.
Haukur segir:
"Eiginkona Múhameðs, Kadija, dó árið 619. Missir hennar var Múhameð mikið áfall, en hún hafði verið fyrst til þess að taka boðun hans og hafði stutt hann í hvívetna. Ekki bætti, að á þessum tíma jókst andúð Mekkubúa á Múhameð stöðugt. Hann tók því að leita að stað, þar sem hann gæti flutt boðun sína óáreittur.
Hefðin greinir frá því, að árið 620 hafi Múhameð farið í skyndiferð að næturlagi í boði erkiengilsins Gabríels til Jerúsalem og þaðan upp í gegnum himnana hvern af öðrum allt upp í sjöunda himin. Á leiðinni upp hitti hann ýmsa spámenn Gyðinga og í hinum efsta Abraham og sjálfan Allah. Við hann samdi Múhameð um það, að daglegar bænir múslima skyldu vera fimm. Þessa ferð kalla múslímar miraj (uppstigningu). Sögnin festi Jerúsalem í sessi sem þriðja helgasta staðinn í trúarhefð íslams, enda mælti Múhameð svo fyrir í fyrstu, að í átt til hennar skyldu múslímar snúa sér við bænir. Mekka öðlaðist ekki sérhelgi sína fyrr en síðar.
Múhameð fer frá Mekku
Í borginni Yathrib, sem er í loftlínu um 320 km norðan við Mekku, bjuggu ýmsir, sem töldu Múhameð spámann. Í borginni voru deilur manna á milli. Múhameð hafði orð á sér fyrir að vera mannasættir. Því báðu fylgismenn hans í borginni hann að koma og stilla til friðar innan hennar. Þetta þáði Múhameð árið 622 og fór ásamt flestum fylgjendum sínum norður eftir. Einnig bættust í hóp innflytjendanna ýmsir þeir, sem flúið höfðu til Abyssiníu undan ofsóknum Mekkubúa. Þessi flutningur Múhameðs er kallaður hijrah (brottför), en við hana er hið eiginlega upphaf íslams miðað og einnig tímatal múslima.
Múhameð í Medínu
Borgin Ythrib heitir nú Medína (Al-Madinah al-Munawwarah: borg spámannsins). Eitt hið fyrsta, sem Múhameð gerði eftir komuna til borgarinnar, var að byggja mosku, sem einnig varð embættisbústaður hans og um leið helsti samkomustaður fylgjenda hans. Fljótlega stillti Múhameð til friðar í Medínu. Hann setti borginni stjórnarskrá, sem kvað á um það, að allir aðilar að henni (múslímar og fólk bókarinnar (Gyðingar og kristnir) sem og heiðnir menn) hefðu trúfrelsi og að allir, sem mynduðu ummah (samfélagið), hefðu sömu réttindi og skyldur og nytu verndar gegn ofbeldi. Þó komu þegar í upphafi fram skil innan ummah. Þau voru á milli þeirra, sem komu frá Abyssiníu og með Múhameð frá Mekku (muhajiroun: innflytjendur), og þeirra í Medínu, sem voru múslímar eða gerðust það (ansari: aðstoðarmenn) eftir komu hans til borgarinnar. Er tímar liðu þróuðust af þessu þau skörpu skil á milli trúaðra, vantrúaðra og hræsnara, sem hafa ætíð einkennt íslam. Innflytjendurnir urðu brátt hin ráðandi stétt innan Medínu.
Ýmsir fyrri íbúar borgarinnar voru óhressir með þessa þróun auk þess, sem sumir þeirra voru ekki meira en svo heilir í fylgni sinni við boðun Múhameðs, heldur höfðu tekið henni af hræðslu eða hagkvæmnisástæðum. Þessir hálfvolgu múslimar voru kallaðir hræsnarar (munafiqin). Múhameð snerist gegn þeim af hörku, atyrti þá og rak þá út úr moskunni með barsmíðum. Til helgunar þessum aðgerðum fékk hann nokkrar opinberanir, sem urðu sífellt harðari, svo sem: (4:90) Þeir óska þess að þér gerist vantrúa Vingist því ekki við neinn þeirra Hverfi þeir frá yður, þá grípið þá og drepið, hvar sem þér finnið þá. (Þýð. Helgi Hálfdanarson, HH.)
Þetta er rót þess, að það varð dauðasök innan íslams að falla frá trúnni, en það er staðfest á nokkrum stöðum í hadith (frásagnir a orðum og gerðum spámannsins), svo sem: Hvern, sem hverfur frá trúnni, skal drepa.
Gyðingar og kristnir
Í Medínu voru nokkrir ættbálkar Gyðinga (og einnig kristnir menn). Múhameð taldi, að þeir myndu meðtaka hann sem hinn síðasta í spámannaröðinni, enda væri boðun hans beint framhald þess, sem spámenn Gyðinga höfðu boðað og þá líka Jesús. Fljótlega kom þó í ljós, að Gyðingar og kristnir litu á hann sem falsspámann og vildu margir ekki lúta honum. Einkum voru það Gyðingarnir, sem voru öndverðir. Því fór svo eftir að Múhameð hafði fest sig kirfilega í sessi, að umburðarlyndi hans brast þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar um trúfrelsi. Hann taldi sig líka standa nær ættföðurnum, Abraham, en Gyðingarnir gerðu. Hann hafði jú hitt hann í næturferðinni.
Þar kom, að nokkrir ættbálkar Gyðinga voru hraktir úr borginni, en þó ekki allir. Eftir varð ættbálkurinn Banu Qurayzah og andæfði enn Múhameð. Dag einn birtist Gabríel erkiengill Múhameð og bauð honum að snúast gegn Banu Qurayzah. Hann fór gegn þeim með her og mælti til þeirra (samkv. hadith): Yður apabræður hefur Guð lítillækkað og snýr hefnd sinni gegn yður. (Apar, svín og annað álíka eru tíð orð múslima um vantrúaða.) Eftir umsátur gáfust Gyðingarnir upp. Múhameð fól einum fylgismanna sinna að ákveða örlög þeirra. Hann dæmdi svo, að alla stríðsmenn skyldi drepa, en hneppa konur og börn í ánauð.
Dómnum var framfylgt og karlar (600-900 frásögnum ber ekki saman) hálshöggnir ofan í gröf. Múhameð á, samkvæmt hefðinni (hadith), að hafa tekið virkan þátt í aftökunum. Þetta er rót andúðar múslima á Gyðingum (og kristnum).
Islam Medínuárin
Eftir Hauk Ágústsson » Næturferðin og viðskipti við vantrúaða. Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari."
Að halda því fram að Islam eigi að njóta jafnréttis við kristni í íslensku samfélagi nútímans finnist mér álíka og að við gerðum kröfu um að eftirleiðis skyldi Gamla Testamentið vera æðst allrar stjórnskipunar Íslands og prestar þjóðkirkjunnar skyldu framfylgja öllum lögum þess í daglegu lífi.
Þetta er óhugsandi í nútímanum og því er ekki hægt að sjá fyrir sér að söfnuður þúsunda múslima geti fallið inn í íslenskt samfélag eins og meirihluti Íslendinga sér fyrir sér að hér eigi að ríkja. Allt tal um fjölmenningu múslíma og kristinna á Íslandi er því út í hött og ber að fyrirbyggja með innflutningstakmörkunum á slíkum söfnuðum.
Því er þessi grein Hauks Ágústssonar þörf greining á þeim mikla mismun sem er á hugarheimum Íslamista og vestrænnar hugsunar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 3420596
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Haukur Ágústsson Kennari skrifar góðar greinar fyrir ÍSLAND og þá 300þúsund ÍSLENDINGA, sem hér búa. Við ættum að greiða unga fólkinu "háar" upphæðir fyrir nýfædd börnin sín, þannig að draga megi úr innflutningi ólíkra landa.
BIBLÍUSÖGUR voru kenndar í öllum barnaskólum í "gamla daga". Ég man eftir ÁSTRÁÐI presti, sem kenndi okkur börnunum, sem var góður grunnur fyrir okkur börnin. Í dag erum við feimin að viðurkenna skoðanir okkar í samræðum og afsökum gjarnan hversu slæm við erum varðandi önnur trúarbrögð, sem halda öllu sínu, meðan við gefum eftir.
Gerumst ÍSLENDINGAR að nýu, sem bókmenntaþjóð, víkingar og landkönnuðir og trúum því, að við séum komnir af ætt benjamína. Forðumst Alheims vandann og sinnum eigin málum með virtu ALÞINGI.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 11.12.2020 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.