Leita í fréttum mbl.is

Árekstur hugarheima

stjórnlyndis og frjálslyndis,kreddufestu og frjálshyggju, er umræðuefni í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Í ríkisstjórn þeirra flokka þar sem hugmyndafræði eru hvað lengst hvor frá annarii virðast hugmyndir um kolefnisútblástur sem grunnur loftslagsbreytinga skipa æðri sess en almenn heilbrigðismál.

Þar er skýrt frá því hvernig kreddufesta ráðherra sem annars kenna sig við samhjálp  virðist standa í vegi fyrir vitrænum lausnum á heilbrigðissviði.

"....Segja má að þegar hafi vottað fyrir umræðu um þetta á Alþingi í gær þegar Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs og gagnrýndi harðlega að stjórnvöld hefðu ekki virt framkvæmdastjóra Sóltúns og Heilsuverndar viðlits.

„Á sama tíma og liðlega 100 sjúklingar sitja fastir á Landspítala, standi sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir með tilbúin sjúkrarúm ónýtt á hliðarlínunni,“ sagði Karl Gauti.

Hann setti þetta einnig í samhengi við almenn viðhorf til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu og sagði:

„Við höfum horft upp á það síðustu misseri að öllu stórgrýti sem fyrirfinnst er staflað í veg fyrir einkaframtakið.

Þannig höfum við horft upp á hvernig frjálsum félagasamtökum hefur, að því er virðist, markvisst verið úthýst í ýmsum greinum heilbrigðismála.

Og þá höfum við séð þvermóðskuna hvað varðar biðlista fyrir aðgerðir sem unnt er að framkvæma hér á landi með miklu minni tilkostnaði.

En stjórnvöld heilbrigðismála telja betra að greiða erlendum einkaaðilum fyrir þær þó að það sé margfalt dýrara en að gera þessar aðgerðir á einkastofum hér á landi.“

Það er sorglegt að þessi orð skuli ekki koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins heldur Miðflokksins.

Öll þjóðin hefur horft upp á það að stoðkerfissjúklingar séu sendir til Svíþjóðar í aðgerðir ásamt fylgdarfólki fyrir margfaldan kostnað sem ríkið myndi annars greiða á Klínikkinni, þeirri sömu og stendur með ónýtt sjúkrarúm í kórónufaraldrinum sem sligar okkar opinbera kerfi.

Engum spurningum varandi þessi atriði fást svarað þótt eftir því sé leitað öðru vísi en með  Af því bara.

Það er ánægjulegt að heyra hvernig sýslumaðurinn

og íþróttafrömuðurinn Karl Gauti Hjaltason á Alþingi tekur einarðlega á máli sem enginn skilur af hverju hefur ekki tekist að leysa við ríkisstjórnarborðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 3420596

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband