11.12.2020 | 11:39
Kögunarhóll Evrópusinnans
Þorsteins Pálssonar Viðreisnarforkólfs birtist reglulega í málgagni ESB á Íslandi.
Þar skrifar þessi fyrrum flokksbróðir minn í Sjálfstæðisflokknum langar runur af trúboði fyrir fullveldisframsali Íslands til tollbandalags fárra ríkja í gömlu Evrópu gegn margföldum fjölda annarra þjóða heims sem við eigum vinsamleg viðskipti við.
Athugum nokkra punkta og fullyrðingar Þorsteins í þessari trúboðsgrein:
"Ef þessir samningar snerust einvörðungu um hagsmuni væri þeim löngu lokið. Það sem gerir þá snúna eru prinsipp. Að baki þeim búa ólíkar skoðanir á fullveldishugtakinu. Athafnafrelsi og jafnræði borgaranna Evrópuhugsjónin byggir á þeirri einföldu hugsun að sjálfstæð og fullvalda ríki sameinist um leikreglur á ýmsum sviðum til þess að auka sem mest frelsi og jafnræði borgaranna til hvers kyns skapandi athafna og viðskipta þvert á landamæri."
Hverjir ráða í þessu mikla ólýðræðislega bandalagi?
Hafa smáríki eins og Danmörk til dæmis einhver áhrif til jafns við Frakka og Þjóðverja? Er lýðræðið í bandalaginu ekki fremur hlutfall af fólksfjölda og herstyrk en tillitsemi við hagsmuni þeirra smáu?
Getur Þorsteinn haldið því fram að sjálfstæði okkar væri frekar tryggt á Evrópuþingi heldur en niðri við Austurvöll? Hvernig getur fyrrum formaður í flokki sem kennir sig til sjálfstæðis haldið slíku fram?
"Ef þessir samningar snerust einvörðungu um hagsmuni væri þeim löngu lokið. Það sem gerir þá snúna eru prinsipp. Að baki þeim búa ólíkar skoðanir á fullveldishugtakinu. Athafnafrelsi og jafnræði borgaranna Evrópuhugsjónin byggir á þeirri einföldu hugsun að sjálfstæð og fullvalda ríki sameinist um leikreglur á ýmsum sviðum til þess að auka sem mest frelsi og jafnræði borgaranna til hvers kyns skapandi athafna og viðskipta þvert á landamæri."
Eru þessar fullyrðingar í samræmi við veruleikann í þessu bandalagi?
"Þeim er ljóst að skilningur þeirra á fullveldishugtakinu hefur ekki aðeins fært borgurum einstakra aðildarríkja aukið athafnafrelsi heldur einnig bætt lífskjör og jafnað aðstöðu. Það er því ekki unnt að gagnrýna Evrópusambandslöndin fyrir að vilja halda fast í prinsipp, sem reynst hefur þeim vel. Prinsipp sem Bretar trúa á Breska stjórnin segir á hinn bóginn að prinsipp þeirra gangi framar efnahagslegum ávinningi."
Er þetta rökstuddar staðreyndir eða frjálsar hugmyndir höfundar og trúarskoðanir? Svari hver sem vill.
Sama má segja um eftirtaldar klausur:
"Nýjasta mat á áhrifum Brexit sýnir að til lengri tíma verði hagvöxtur um fjórum prósentum minni en verið hefði með óbreyttri aðild. Og náist samningar ekki rýrni hagvaxtarmöguleikarnir um tvö prósent til viðbótar. Bretar segja að þetta skipti ekki máli."
"Engum vafa er undirorpið að full aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi skila auknum hagvexti. Að því er varðar fullveldið kallar spurningin um fulla aðild einungis á að viðurkenna formlega það prinsipp, sem við höfum í meir en aldarfjórðung viðurkennt í verki. Hættulegra er það ekki"
Mér finnst þetta gersamlega órökstuddar fullyrðingar trúboða án nokkurra tengingar við hagfræðilegar rannsóknir. Ég gæti algerlega skrifað þessar greinar með öfugum formerkjum án þess að Þorsteinn gæti hrakið þær í nokkru öðruvísi en með því að innflutningur landbúnaðarvara myndi létta þeirri kvöð af bændum að erja landið.
En íslenskur landbúnaður er Evrópusinnum hinn mesti þyrnir í augum sem þeir vilja feigan þó fagurt mæli. Algerlega í samræmi við afstöðu þeirra til fullveldis þjóðarinnar sem þeir geta aldrei skilið í sögulegu samhengi öðruvísi en að flátt hugsa.
"Formlega samþykkjum við reglur Evrópusambandsins í tvíhliða samningum með Noregi og Liechtenstein. En í reynd ráða Evrópusambandslöndin. Þannig afneitum við að formi til kenningunni um að íslenskir borgarar njóti meira athafnafrelsis með því að Ísland deili ákvörðunum um sameiginlegar leikreglur með öðrum þjóðum. En í reynd deilum við þessum ákvörðunum með Evrópuþjóðunum. Og við höfum uppskorið ríkulega."
Að halda því fram að við getum ekki samþykkt að viðhafa sömu viðskiptareglur og aðrar þjóðir öðruvísi en að vera í tollabandalagi með þremur tugum þjóða gegn heiminum er fáránlegra en að ég geti rökrætt.
Kögunarhóll Viðreisnarforkólfsins og fullveldisframsalssinnans Þorsteins Pálssonar, fyrrum sjálfstæðismanns. er hvorki háreistur né heldur er þaðan víðsýnt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 3420596
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
KÖGUNARHÓLL er fallegt kennileiti, sem margir þekkja austan við Hveragerði. Börnin mín fengu að vita allt um KÖGUNARHÓL í gamla daga og skýringuna við að "kaga" eftir veðri og skipum. HÖLDYM OKKUR eigið sjálfstæði og fullveldi og forðumst Alþjóða umhyggju getulausrar Evrópu.
Kjósum okkur frá tengslum við ESB eins og BRETAR. Spörum miljarða á ári. Við erum bestir með Keltunum og TRUMP næstu 4 árin. Tryggjum N A T O leigu og aðstöðu á norðausturlandi. Aðrir koma ekki til greina!
Fórnum ekki 200 mílunum, ORKUNNI og STÖÐVUM ALLA SÖLU á LANDINU OKKAR til Erlendra auðkýfinga og Erlendra stórþjóða. "FULL STOP". Ræktum ALLT sjálfir og seljum sjálfir allar okkar framleiðslu frá sjávarútvegi og frá fjöru til fjalla.
Við keyrum undir Kristnum siðum og OKKUR er treyst. ÍSLAND verður ekki til án LANDAMÆRA??? Horfum til "óráðsíu Evrópu".
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 11.12.2020 kl. 16:49
Bravó Gísli
Halldór Jónsson, 11.12.2020 kl. 17:52
KÖGUNARHÓLL má heita "BÆNHÓLL" fyrir 300 þúsund ÍSLENDINGA á viðsjárverðum tímum Alþjóða og Glóbalista, sem krefjast alls með "valdi og peningum". Verjum og biðjum fyrir sjálfstæði, frelsi og fullveldi OKKAR.
Setjum KROSS með bæn á topp KÖGUNARHÓLS fyrir okkur og ferðamenn, sem finna fyrir þessari sömu sýn á Landinu OKKAR. Hvar er þjóðernissinnaður stjórnmálaflokkur, sem berst fyrir þessum gildum varðandi framtíð okkar.
Séra Geir WAAGE var að hætta sem prestur í Reykholti vegna aldurs. Hann virðir trúna og okkar Kristnu gildi.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 12.12.2020 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.