Leita í fréttum mbl.is

Olís Hamraborg lokar

á áramótum var mér sagt í óspurðum fréttum rétt áðan.

Þetta hefur verið mín uppáhaldsbensínstöð í áratugi. Ég er harmi sleginn og á víst að fara til Garðabæjar eftir bensíni. Þaðan er nú líka stutt í Costco sem ku líka selja bensín ódýrt.

Ég skora á alla íhaldssinnaða bíleigendur sem hafa verslað þarna að mótmæla þessu hástöfum hvernig sem hægt er.

Þetta er okkar bensínstöð með frábæru fólki  sem við viljum ekki missa.

Eru yfirleitt nokkrar aðrar Olís stöðvar í Kópavogi?

Sjálfir segja þeir þetta um sig sjálfa:

"Meginmarkmið Olís er að vera viðurkennt sem leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sínu sviði hvað varðar arðsemi, þjónustu við viðskiptavini, gæði vöru, umhverfisvernd og góða ímynd, þar sem sérstök áhersla er lögð á stuðning við umhverfis- og mannúðarmál."

Þetta er ekki í samræmi við þessi markmið að mínu viti.

Kaffærum þá í mótmælum t.d. á olis@olis.is

Lokun Olís í Hamraborg er harmafregn sem ég vildi geta afstýrt og er áreiðanlega ekki einn um það. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara besta ráðið að fá sér Tesla? wink                                                       Tesla-Konkurrenz! Fraunhofer-Super-Akku kommt schon 2022!           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.12.2020 kl. 20:58

2 identicon

OLÍS á allar bensin og þjónustu allt í kring um landið.  Það er auðvelt að fækka einni stöð í Hamraborginni. Það er gott fólk á Olís-stöðinni í Garðabæ, en sjálfur kaupi ég mitt bensin í Costco fyrir kr.183 krónur líterinn, að mig minnir.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 13.12.2020 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 3420596

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband