Leita í fréttum mbl.is

Hver er munurinn?

á Samfylkingunni og Viðreisn?

Ég er búinn að reyna og reyna að sjá einhvern hugsjónalegan mun á þessum flokkum en mér bara tekst það ekki. Þeir hafa báðir æðsta markmiðið að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Þarf virkilega tvo stjórnmálaflokka utan um svo einfalt markmið?

Fá þeir hærri framfærslustyrki í tvennu lagi en einu?

Er svona gaman að vera formaður?

Er þetta sjarmakeppni Loga og Þorgerðar?

Hver getur skýrt þetta út fyrir mér hver sé munurinn á þessum tveimur flokkum?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn er munurinn á þessum flokkum, sem báðir aðhyllast stjórnleysi "húskarlanna" og kerlinganna í BRUSSEL. Margur kallar þá svikara við sjálfstæði og fullveldi ÍSLENDINGA, sem vill vera SJÁLFSTÆTT og FRJÁLST frá skoðunum og getuleysi ESB sinna, sem hafa eyðilagt Evrópu með frjálsum innflutningi ólíkra landa, sem enginn ræður við.

Hættum að virða loftslags rausið og spörum miljarða í tilkostnað fyrir fámennt ÍSLAND. Sama gildir um óheftan innflutning erlendra til viðbótar við fátækt okkar og Covid faraldurinn frá Kína.

Sama gengur yfir Norðurlöndin og ÍSLAND - óviðráðanlegt, nema skipt verði út með ÞJÓÐERNISSINNUÐUM stjórnmálaflokki, sem STARFAR FYRIR LANDIÐ OKKAR, ÍSLAND.  

"Andvana" Samfylkingin er orðin næst stærsti flokkurinn á ÍSLANDI, sem hrærist um í fangi íslenska ríkisins, eins og aðrir demokratar á heimsvísu???  Kjósum ESB sinna út af virtu ALÞINGI og fækkum í hópnum. 

Það er bjart framundan í ferðaþjónustunni eftir BÓLUSRTNINGUNA, þar sem ALLIR verða bólusettir. ÞÁ SKAL SETJA REGLUR UM FERÐAMENN OG ÍSLENDINGA AÐ ALLIR SÉU BOLUSETTIR VIÐ KOMUNA TIL ÍSLANDS.  NÓG AÐ GERA OG ENGAR REGLUR....

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 13.12.2020 kl. 18:39

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Af því sem ég þekki til téðra flokka, þá vill Samf. jöfnuð umfram allt, tryggja þeim sem minna eiga, meira úr okkar sameiginlegu sjóðum, þá þannig að þeir sem mest eiga , borgi meira og fái minna.

Sjáum t.d núna í Fjárlagafrumvarpi þar sem n.v stjórnarflokkar vilja ekki hækka bætur fyrir öryrkja, "hækkuðu" atvinnuleysisbætur um kr 7.000 á meðan þeir komu á skattalækkun fyrir fjármagnseigendur.

Það vil Samf. ekki.

Eins vill Samf. hafa áfram opinberanrekstur í skóla, VIðreisn hefur talað fyrir það.

Veit ekki með þig og aðra gesti þína en það hefur ekki komið fram í ræðu eða riti þeirra sem í öndvegi fara hjá Samf. að ganga inn í ESB. 

Hinsvegar hefur Viðreisn talað fyrir þeirri glóruvitleysu sem við gerum enn að viðhalda rándýrri örmynt, sem gagnast aðeins þeim sem stunda útflutning. 

Pupulinn má svo borga þegar illa gengur.

Það vil Samf ekki.

Sjallar vilja það, það hentar þeirra hagsmunaðilum.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.12.2020 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3420594

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband