14.12.2020 | 11:34
Sannleikurinn um Sorpu
er að hún er byggð á þráhyggju vinstrimanna um moldargerð og landspjöll með sorpurðun frekar en skynsemi. Framleiðslu metangass um leið og þeir kaupa rafmagnsstrætóa. Aðeins óskynsemi efst í allri ákvarðanatöku.
Sannleikurinn um Sorpu er tekinn fyrir í afburða grein Sverris Ólafssonar í Morgunblaðinu í dag. Þar er sannleikurinn um afleiðingar ranghugmyndanna rakinn. Í stað þess að nýta þá gríðarlegu orku sem í sorpinu er fólgin á arðbæran hátt er miklum fjárhæðum varið í að grafa vandann í jörð og eyða verðmætunum í stað þess að nýta.
Sverrir segir:
"Yfirvöld höfuðborgarinnar í miðjum faraldrinum gjört heyrinkunnugt að nauðsyn beri til að hækka gjaldskrá Sorpu um allt að þrjú hundruð prósent og veiti ekki af. Kostnaðurinn við að höndla ruslið sé orðinn þvílíkur.
Tíðindi þessi hafa orðið tilefni fimm dálka forsíðufyrirsagnar Moggans og er það ekki að undra nú er þjóðin öll leitast við að halda kostnaði innan skikkanlegra marka og að hafa taumhald á verðbólgunni.
Undantekning er borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík, sem telur það ekki eiga við um sig. Raunar ætti ráðslag þetta ekki að koma á óvart.
Í ljósi sögunnar hefur stjórn vinstrisinnaðra öfgaflokka og viðhengja þeirra jafnan fylgt fjárhagsleg óreiða og furðuráðslög, sem ganga þvert á almenna skynsemi, ráðdeild og hagkvæmni. Ástand sorphirðumála höfuðborgarinnar er ljós vitnisburður um það.
Fyrir allnokkru var ráðist í byggingu gas og jarðgerðarstöðvar á vegum Reykjavíkurborgar. Það var víst gert framhjá kerfinu og því urðu borgaryfirvöld aldeilis hissa er hún var risin án heimildar með tilsvarandi aukningu á skuldasúpu borgarinnar, sem vart er á bætandi.
Forstjórann þurfti svo að reka fyrir tiltækið en það sem verra var, að í ljós kom að stöðin var eiginlega meinloka, því að hún býr til afurðirnar gas, moltu og skítalykt aðeins úr hluta af heimilissorpi.
Óvíst er að nokkur vilji kaupa gasið og nóg er til fyrir á landinu af mold, sem er efni skylt moltu.
Afgang sorpsins, sem nýtist ekki í framangreindar afurðir, þarf svo að flytja úr landi eða urða. Fáir vilja láta urða hjá sér vegna framangreindrar lyktar, sem von er.
Það er nú engin furða að hækka þurfi gjaldskrárnar, þegar búið er að eyða öllum þessum peningum í tóma þvælu eins og hér hefur verið gert. En það sér kannski ekki á. Syndalisti borgarinnar er fullur af alls konar þvælu.
Í fjölmörgum heimsborgum vítt um lönd og álfur hafa verið reistar fullkomnar sorpbrennslustöðvar, sem leysa þennan vanda. Öllu heimilissorpi er dembt í þær og brennt við háan hita. Úrgangsplast reynist ágætis brennsluefni, allur reykur er hreinsaður, stöðvarnar geta því verið í íbúðahverfum vandræðalaust, úrgangurinn er steingerð möl, sem nýtist ágætlega sem púkk í akvegi eða undir járnbrautarteina, afurðin er auðseljanleg orka og engin vandamál eru skilin eftir fyrir kynslóðir framtíðar til að leysa.
Þriðjungur Vínarborgar nýtur raforku og varma frá einni slíkri stöð, sem er augnayndi á að líta, skreytt að utan af listamanninum heimsfræga Hundertwasser. Engin ólykt og ilmandi skógur á ýmsum hæðum byggingar brennslunnar. Tæknin er margreynd og svínvirkar.
Ætli hefði nokkuð þurft að hækka gjaldskrá Sorpu ef afurðir gas- og jarðgerðarstöðvarinnar væru auðseljanlegar á góðu verði?
Hvernig skyldi standa á því að slík sorpbrennsla er ekki risin í Reykjavík jafn augljóst og það ætti að vera? Skyldi það vera vegna þess að meirihlutinn er með eyru, augu og heilabú lokuð gagnvart raunverulegum nauðsynjamálum?
Í hinum dreifðu byggðum landsins hafa verið reistar misheppnaðar sorpbrennslur, byggðar á úreltri tækni. Þær hafa flestar verið aflagðar vegna mengunar og rangrar notkunar. Óþarfi er að láta slík spor hræða. Með réttum búnaði og réttri notkun er sorpbrennsla góður kostur.
Sorp- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi nýtist kannski í framtíðinni í púkk undir akvegi eftir að hún hefur verið rifin og almennileg sorpbrennsla reist. Það gerist kannski, þegar núverandi meirihluta hefur verið steypt og nýir fulltrúar með opin augu, eyru og heilabú eru komnir til sögu.
Varla fyrr."
Þetta er sannleikurinn um rangar grundvallarákvarðanir í sorpmálum. Öflug orkuvinnslustöð í Álfsnesi getur þjónað öllu landinu sem er að kæfa sig í sorpi.
Það verður víst að bíða þess að fólk með fullu viti komist að í sveitarstjórnum á landinu. Bræðingsmeirihlutanum í Reykjavík er gersamlega fyrirmunað að taka nokkrar skynsamlegar ákvarðanir í sorpmálum fremur en samgöngu-og skipulagsmálum. Eina sem það fólk getur er að að taka meiri lán og telja slíkt sér til tekna.
Á meðan rekur allt á reiðanum í Sorpumálum sem öðrum málum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3420594
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.