Leita í fréttum mbl.is

Fáum við ekkert frá Moderna?

Fyr­ir viku­lok gætu Banda­rík­in búið yfir tveim­ur bólu­efn­um við kór­ónu­veirunni. Bólu­efni frá lyfja­fyr­ir­tæk­inu Moderna virðist vera við það að fá bráðal­eyfi eft­ir að gögn frá frá Lyfja­eft­ir­liti Banda­ríkj­anna staðfestu að tveir skammt­ar af bólu­efn­inu veittu 94% vörn við Covid-19 án allra al­var­legra auka­verk­ana. 

Washingt­on Post grein­ir frá.

Gögn­in frá Lyfja­eft­ir­lit­inu eru út­l­istuð í 54 blaðsíðna skjali og er bólu­efni Moderna nú á sama stað í ferli leyf­is­veit­inga og Pfizer/​Bi­oNTech bólu­efnið var fyr­ir skömmu síðan. Það hef­ur nú verið samþykkt og er bólu­setn­ing með efn­inu haf­in í Banda­ríkj­un­um.

Sér­fræðing­ar bú­ast því við því að bólu­efni Moderna fái bráðal­eyfi í Banda­ríkj­un­um í þess­ari viku, sér­stak­lega vegna þess að það bygg­ir á sömu tækni og bólu­efni Pfizer/​Bi­oNTech. 

Sér­fræðing­ar Lyfja­eft­ir­lits­ins munu skoða bólu­efnið á fimmtu­dag en um er að ræða sama hóp sér­fræðinga og veittu bólu­efni Pfizer/​Bi­oNTech sitt leyfi. 17 kusu með leyf­is­veit­ingu þess efn­is en fjór­ir gegn henni. Bólu­efni Pfizer/​Bi­oNTech sýn­ir 95% virkni."

Fáum við ekkert frá Moderna?Auðveldara í flutningi og meðferð?

Ekki þurfum við að bíða eftir Evrópukellingum til að samþykkja efnið frá Moderna? Af hverju gengur allt svona hægt? Það eru mannslíf undir á hverjum degi.

Fáum við ekkert frá Moderna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Der skal to til" eins og Danskurinn sagði.

Það virðist vera full þörf fyrir þessi bóluefni í nágrannalöndunum og við eigum enga heimtingu á forgang að þeim.

Svo einfalt er það.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 15.12.2020 kl. 17:08

2 identicon

Ef ég man rétt skrifaði Trump mikli undir tilskipun um bann við útflutningi á bóluefnum sem falla undir Warp Speed áætlunina fyrr en búið er að bólusetja alla innanlands. Pfizer/Biontech voru ekki með í henni og kostuðu allt sjálf þannig bóluefnið þaðan fellur ekki undir tilskipunina.

Jón (IP-tala skráð) 16.12.2020 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3420594

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband