Leita í fréttum mbl.is

Beðið dauðans

í Þýzkalandi og á Íslandi vegna afgreiðsluleysis einhverra skriffinna hjá ESB?

 

"Níu hundruð fimmtíu og tveir dóu úr COVID-19 í Þýskalandi síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi þar í landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. 
 

Robert Koch-smitsjúkdómastofnunin greindi frá þessu í morgun. Ríflega 27.700 hefðu greinst með kórónuveirusmit síðasta sólarhring. 

Síðastliðinn föstudag greindist mesti fjöldi smita í Þýskalandi, nærri 30.000, en þá dóu nærri 600 úr COVID-19 sem þá var einnig mesti fjöldi dauðsfalla á einum degi.

Nýjar og hertar sóttvarnarreglur tóku gildi í Þýskalandi í dag og gilda að minnsta kosti til 10. janúar. Skólum og fyrirtækjum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu verður gert að loka. "

Þetta eru mannslíf. Á hverjum einasta degi í Þýzkalandi hjá Frau Merkel.

Myndi Trump láta svona viðgangast? Eða Boris Johnson?

Við erum auðvitað hæstánægðir með draumaland krataflokkanna beggja, Viðreisnar og Samfylkingarinnar og gott ef ekki Píratanna líka.

Á meðan bíðum við dauðans í boði ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gott væri að fá útskýringu á því hvernig skriffinnar í ESB gátu valdið því að Pfizer, sem er bandarískt stórfyrirtæki gat ekki staðið við loforð sitt um afhendingu á bóluefni, og að fyrir bragðið fáum við aðeins helmings þess sem það fyrirtæki lofaði í byrjun. 

Ómar Ragnarsson, 16.12.2020 kl. 14:53

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump hlýtur að vera á bak við þetta eins og allt annað illt.

Var aldrei leitað eftir kaupum af Moderna? Fæst það upplýst?

Ég er lengi búinn að hamra á því að menn fylgist með því fyrirtæki.En ég er auðvitað bara núll og nix og í áhættuhópi.

Halldór Jónsson, 17.12.2020 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband