16.12.2020 | 17:28
Björn Leví í maðkaboxi
Morgunblaðsins.
Þvílík gáfnaveita!
Þvílíkur stórisannleikur um Sjálfstæðisflokkinn!
Björn skrifar:
"Í pólitík er til tvenns konar samstarf. Annars vegar valdasamstarf og hins vegar málefnasamstarf. Enginn hefur nokkurn tíma útilokað samstarf um einstaka málefni. Valdasamstarf er allt annað mál.
Flokkar sem hafa sýnt að þeir kunna ekki að fara með völd eiga ekkert erindi í valdastöður. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, þetta ættu að vera sjálfsögð sannindi. En einhverra hluta vegna virkar samstarf um völd öðruvísi á Íslandi.
Annaðhvort gerir stjórnmálastéttin sér ekki grein fyrir því eða að valdagræðgin er einfaldlega svo mikil að allt annað fýkur út í veður og vind. Nema hvort tveggja sé.
Píratar hafa fyrir undanfarnar kosningar bent á tvo flokka sem, að gefinni reynslu, ætti ekki að treysta fyrir völdum. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn.
Þessir flokkar eru ekki stjórntækir því ef upp koma svipuð mál og Landsréttarmálið, Panamaskjölin, feluleikurinn með skattaskjólsskýrsluna, uppreist æra, lögbann á fjölmiðil, bréfasamskipti um utanríkismál fram hjá þinginu, Klaustur þá væri niðurstaðan bara á einn veg.
Vantraust. Það skiptir ekki máli hvaða flokkur fer svoleiðis með vald, slíkt myndi þýða vantraust og að ráðherra axli ábyrgð.
Við flokkum sem fara svona með vald, eins og ofangreind mál og fleiri eru dæmi um, þurfa viðbrögðin að vera höfnun. Því ef ekki er brugðist við þá endurtaka brotin sig, aftur og aftur.
Við höfum það auðvitað í huga að fólk lifir og lærir af mistökum sínum. En til þess verður það að byrja á því að viðurkenna mistökin.
Það hefur verið tilfinnanlegur skortur á slíkri viðurkenningu á undanförnum árum, sérstaklega varðandi mál þar sem misnotkun á valdi var vandamálið. Það þýðir hins vegar ekki að málefnalegt samstarf um einstaka mál við þessa flokka sé útilokað. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma.
Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa hins vegar óneitanlega átt erfitt með að starfa samkvæmt því. Ef það á að tala um málefni þá er það til dæmis alltaf á forsendum Sjálfstæðisflokksins, sagt að það þurfi víðtæka sátt þegar flestir eru sáttir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Ekki einu sinni aukinn meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 var nóg fyrir Valhöll.
Aukinn meirihluti sem telst í öllu lýðræðislegu samhengi vera víðtæk sátt.
Þess vegna er ekki hægt að tala við Sjálfstæðisflokkinn um völd og varla hægt að tala við hann um málefni. Það er því eðlilegt að hafna valdasamstarfi við flokka sem misnota vald og sýna því enga iðrun. Ég endurtek. Það er enginn að hafna samstarfi um einstaka málefni. Bara samvinnu um valdastöður.
Það þarf ekki völd til þess að koma góðum hugmyndum í framkvæmd ef fólkið sem fer með völd umgengst það af virðingu. "
Ég verð að viðurkenna að ég er gersamlega klumsa yfir þeim neistandi gáfum sem þessi þingmaður sýnir með þessum skrifum og sagnfræðiþekkingu sinni. Og hefur hann þó áður skrifað margt sem vakið hefur óþyrmilega athygli mína.
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 eða nokkru áður en þessi háttvirti þingmaður fæddist. Það er nokkuð furðulegt fyrir mig að lesa það að allt sem þessi flokkur og við ótíndir flokksmenn hafa komið nálægt hafi verið misskilningur og spilling þar sem þessi nú síðskeggjaði höfundur komst ekki nálægt til að hindra þrátt fyrir aukinn myndugleika og reynsluyfirbragð sem fylgdi skegginu. Vonandi hefur hann líka strengt þess heit að skerða ekki skeggið fyrr en hann tekur við ráðherradómi.
Að aukinn meirihluti þjóðarinnar hafi birst í kosningunum 2012 hefur held ég enginn fundið út áður en Björn Leví gerir þá tímamótauppgötvun að einhver fjórðungur þjóðarinnar sé slíkur meirihluti. En svo lengi lærir sem lifir.
Ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum flesta minna átta tuga ævi. Það eru hinsvegar ný sannindi fyrir mig að allar stjórnarathafnir flokksins hafi byggst á spillingu og misnotkun valds. Flokkurinn, sem lengi var langstærsti flokkur þjóðarinnar, fyrir tíma Pírata, hafi aldrei viljað viðurkenna mistökin og taumlaust valdagræðgieðli sitt. Verandi í raun óstjórntækur flokkur allan ríkisstjórnartíma sinn.
Björn segir:"Ég endurtek. Það er enginn að hafna samstarfi um einstaka málefni. Bara samvinnu um valdastöður."
Björn leggur áherslu á að flokkurinn megi ekki koma nálægt valdastöðum. En samt megi semja við hann um einstök málefni.
Hvernig getur einhver samið um eitthvað án þess að hafa einhverja stöðu til einhverra samninga?
"Píratar hafa fyrir undanfarnar kosningar bent á tvo flokka sem, að gefinni reynslu, ætti ekki að treysta fyrir völdum. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn."
Kjósendur hafa samt líklega ekki enn komið auga á þessi sannindi Björns Levís af einhverjum ástæðum.
Kannski er maðkabox Morgunblaðsins á miðopnu nauðsynlegt til að kjósendur geti myndað sér aðdáun á þeim yfirburða gáfum um stjórnmálaflokka sem búa með höfundum eins og þessum Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.