Leita í fréttum mbl.is

Hvað mun unga fólkið kjósa?

veltir Styrmir enn fróði fyrir sér:

 

"Þegar líður að þingkosningum er stærsti óvissuþátturinn gjarnan hvað nýjar kynslóðir kjósenda kjósi. Sú var tíðin að ungt fólk var einn stærsti kjósendahópur Sjálfstæðisflokksins. Úrvinnsla úr skoðanakönnunum seinni ára bendir til að það sé liðin tíð.

En hvað ætli unga fólkið sé að hugsa nú í aðdraganda þingkosninga á næsta ári?

Óvísindaleg könnun bendir til að það sé tvennt:

Annars vegar sé unga fólkið að hugsa um atvinnumál. Bæði sumarvinnu og framtíðarstörf í tilviki þess unga fólks, sem er að ljúka háskólanámi um þessar mundir og stendur frammi fyrir mjög óvenjulegum aðstæðum.

Það getur því skipti máli fyrir flokka og frambjóðendur að veita þessum hópi kjósenda athygli. Þeir kjósendur munu veita því eftirtekt hvort um þessi vandamál þeirra sé talað og á hvern veg.

Hins vegar sé unga fólkið að hugsa um loftslagsmál sem er rökrétt. Þeirra er framtíðin. Um allan heim er hitastig hækkandi eins og birtist í eldi, sem kviknar bæði í Ástralíu og á Norðurslóðum.

Hækkandi hitastig í hafi og breytingar á hafstraumum í okkar heimshluta getur haft áhrif á fiskistofnana við Ísland. Hverfa þeir norður á bóginn?

Hvernig tala flokkar og frambjóðendur um þessi hagsmunamál nýrra kynslóða?

Fjalla þeir um loftslagsmálin, sem alvöru vandamál eða yppta þeir öxlum?

Úrslit þingkosninganna eftir tæpt ár geta byggzt á því, þegar nýir kjósendur og aðrir ungir kjósendur gera upp hug sinn."

Ungt fólk hefur takmarkaða vitneskju um hvað Sjálfstæðisflokkurinn snérist upphaflega 1929.

Ríkisstyrkt fjölmiðlafárið er orðið svo máttugt í að telja því trú um að flokkurinn sé stofnaður um litla klíku auðmanna og lifi aðeins á mútugreiðslum fyrir sérhagsmuni frá þessum hópi.

Undir forystu fyrrum varaformanns Sjálfstæðisflokksins með stuðningi fyrrum formanns flokksins heldur Viðreisn því fram að allir sem ekki vilji ekki ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru séu svikarar við íslenska hagsmuni.

Sjálfstæðisstefnan 1929 var orðuð svo minnir mig:"að vinna innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli athafnafrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."  Hinn helmingur felst í nafni flokksins sem vandséð er hvernig rúmist með fullveldisframsali og eftiráspeki villuráfandi einstaklinga til ESB. Það hefur aldrei verið hróflað við þessari einföldu sjálfstæðisstefnu.

Það er svo þyngra en tárum taki fyrir gamla íhaldssál að horfa á fyrrum formann flokksins skrifa vikulegar áróðursgreinar fyrir inngöngu í ESB  í málgagn sambandsins á Íslandi þvert á grunnstefnu síns gamla Sjálfstæðisflokks.

Það er líklega fátt um það unga fólk sem hefur heyrt um þessa nítíu ára gömlu grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins en  heyrir oftar upptuggu á rangupplýsingum um innra eðli flokksins  sem atvinnulygarar af vinstri kanti stjórnmálanna þylja í síbylju. Það er því von að menn eins og Styrmir séu kvíðnir þegar formælingarnar eru svo miklu háværari en sannleikurinn sem býr að baki flokknum.

Flokkinn hefur stundum vissulega borið eitthvað af leið en jafnan leiðrétt sig lengri tíma með átaki almennra flokksmanna og frelsishugsjónum.

Hvernig flokkurinn getur náð til ungs fólks veit ekki ég og varla Styrmir heldur. Það er eitthvað sem verður að koma innan frá eins og allar hugsjónir. 

Hvað upplýst unga fólkið mun kjósa veit víst enginn á þessari stundu en vonin er víst enn til staðar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að við byrjum á því að útiloka alla þá flokka

sem að stefna á esb; eins og xs, xc & xp;

hvaða flokkar eru þá eftir?

xb, xd & xvg.

Þar sem að þessir flokkar voru að samþykkja kynrænt sjálfræði að þá treysti ég mér ekki til að kjósa þá flokka

og þá eru ekki margir kostir eftir í stöðunni.

Jón Þórhallsson, 17.12.2020 kl. 14:33

2 identicon

Sá sem reynir að þóknast öllum þóknast engum. Sjálfstæðisflokkurinn hefði alltaf átt að fylgja sinni stefnu. En nú eru bara vinstri í boði með alla sína vitleysu. Forystumenn SF eru farnir að hugsa eins og vinstri menn. Þetta verður auma valið sem maður stendur frammi fyrir í haust.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 17.12.2020 kl. 17:03

3 identicon

Hvað kýs unga fólkið í næstu kosningum?  Af hverju ekki að kjósa um ísaldirnar? Við réðum engu þar. Rausið um loftslagsmál hljómar svipað, sem aðeins Vesturlönd þurfa að blæða fyrir, en EKKI þeir "ríkustu" eins og Kínverjar og Indverjar.

ÍSLAND er uppbyggt af "ríku og hugsandi fólki" sagði Dufferin lágvarður. Við búum í HELGU landi, er hann táraðist yfir vatnslindinni á ÞINGVÖLLUM í júní mánuði 1856, segir í bók frænda míns Óskars CLAUSEN, er hann lýsir Lord DUFFERIN og hestunum hans 26, sem hann keypti til ferðarinnar á Gullfoss og Geisi og til Þingvalla. 

ÍSLAND var og er ennþá "ómengað".  JÖKLARNIR sáust varla og allt skógi vaxið milli fjalls og fjöru við landnám.

Þessi miljarða greiðsla á sjóði erlendis frá fámenni okkar og fátækt er til skammar fyrir OKKUR og á heimsvísu. Það er gaman að "montast" í Paris á kostnað ÍSLENDINGA. 

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 17.12.2020 kl. 17:17

4 identicon

Óttar Guðmundsson, geðlæknir, kom fram með athyglisverðan samanburð á Sturlungaöld og nútímanum.

Hákon konungur kallaði helstu höfðingja Íslendinga til fundar við sig. Þar heilluðust þeir af blíðmælgi konungs og dýrðinni við hirð hans. Nú á dögum streyma íslenskar sendinefndir og embættismenn til Brussel, þar heillast þeir af umræðunni um hina sameinaðu Evrópu. Jafnframt því njóta þeir þar hins ljúfa lífs með sætum veigum.

Það þarf sterk bein til þess að standast slíkt. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.12.2020 kl. 21:02

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Vel  mælt Hörður, hliðstæðan er augljós. Ég tárast innvortis að horfa Þorgerði Katrínu í ræðustól Alþingis og hugsa til liðinna tíma.Um Þorstein Pálsson  er mér orðið nokkuð sama með tímanum sem leið  án hans með Davíð.

Halldór Jónsson, 18.12.2020 kl. 00:22

6 identicon

STYRMIR GUNNARSSON og aðrir réttlátir með stolt fyrir einstöku Landinu okkar og "sérstöðu" varðandi ómengaða framleiðslu á flestum sviðum með BÆNDUM og búaliði, sem eru "HLUTI AF HÁLENDINU OKKAR" - GRÓÐURHÚSUM og AFBURÐA FISKVEIÐIÞJÓÐ, sem FLEST GERA BETUR EN NÁGRANNAÞJÓÐIRNAR í VERKUN og VÍSINDUM.

Þessi einstaka ÞJÓÐ KYNNIR og SELUR BETUR AFURÐIR OKKAR en ESB sinnar og ALÞJÓÐA GLÓBALISTAR, sem aðeins ÓGNA OKKUR og SKELFA með nærveru sinni og "LANDA KAUPUM", samanber HJÖRLEIFSHÖFÐA sem lýsir ÓSTJÓRN frá ALÞINGI. Fiskveiðar og 200 mílna fiskveiðilögsaga er vonandi undir okkar stjórn? 

Fyrstu Landnemarnir voru Kristnir hugrakkir Keltar.  Síðar fluttust hingað hugrökk bókmenntaþjóð, víkingar og Land- námsmenn. Fámenni ÍSLENDINGA er mikilvægt. Við berjumst EKKI um fyrsta sætið varðandi fjölmenningu Svíþjóðar, Evrópu og Norðurlanda.

Heill og Hamingja fylgi "gamla" ÍSLANDI og öllum þeim er búa hér.  Gleðilega hátíð.   

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 18.12.2020 kl. 13:02

7 identicon

Ég verð nú að taka það fram að ég er eindreginn Evrópusinni. Fátt er mikilvægara heldur en náið samstarf þjóða á meginlandi Evrópu, á jafnréttisgrundvelli. Vafasamara um þátttöku Breta, þó tel ég að Brexit hafi verið mistök eftir að þeir voru komnir þar inn.

Hins vegar tel ég að við eigum annara hagsmuna að gæta heldur en þjóðir meginlandsins. Þær myndu alltaf líta á Ísland sem útkjálka.

Eitt sinn sá ég þýskan sjónvarpsþátt þar sem einn viðmælandi sagði að Ísland væri óbyggt land.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.12.2020 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband