Leita í fréttum mbl.is

Sturlunga

er bók sem ég hef lesið títt.

Sturlunga er fyrir mér endalaus uppspretta upplýsinga bak við morðin og viðbjóðinn  um aldarfarið og lífshættina.

Til dæmis um samgöngumál þegar Hólmdælan og Gróbússan farast með á þriðja hundrað farþega samtals á sama ári. Gróbússan er greinilega þýskt skip í erlendri útgerð. Grobuz. Og vetrarhörkur og harðneskja veðurfars.Pestir og mannfellir. 

Það gengu greinilega fullþiljuð farþegaskip milli Íslands og Evrópu á þessum tíma með hundrað farþega í líklega fullum lúxus og jafnvel káetum í mat og virðurgjörningi. Allt þetta kemur fram í aukalínum hjá Sturlu þórðarsyni þeim einstaka manni sem lifði  sjálfur atburðina á Örlygsstöðum og Þverá  af alla öldina.

Fyrir mér er Sturlunga snilldarverk sem allir hafa gott af að kynna sér. Maðurinn sjálfur hefur lítið breyst eða landið. En aldarfarið því meira með tilkomu olíunnar sem orkugjafa og málmsmíðanna á síðutu öld.

Hver getur ekki sett sig inn í huga vesalings Gizurar Þorvaldssonar eftir Flugumýrarbrennu:

"Enn mank böl þat brunnu

Baugahlín  og mínir

skaði kenni mér minni

mínir þrír synir inni

Brjótur  lifir sjá við sútir

sverðs nema hefndir verði."

Að maðurinn skyldi ekki  tapa vitinu eftir þessi hræðilegu atburði skýrast aðeins með orðum Sturlu um skaphöfn Gizurar:

"Hann var mikill borði."

Sem sagt afburðamaður þótt umdeildur sé.

Flugumýrarbrenna er fyrir mér einhver skelfilegasti atburður Íslandssögunnar. Alger hryllingur.

Óttar Guðmundsson hefur skrifað um þessa atburði án þess að ég hafi lesið. Ekki er að efa að hann skyggnist undir yfirborðið af sinni alþekktu djúphygli.

Sturlunga er perla bókmennta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 3420607

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband