Leita í fréttum mbl.is

Hógvær hollvinur

almennings er Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sem vert er að gleyma ekki. Margt af hans viðfangsefnum ratar ekki í fjölmiðla.

Beinir hagsmunir almennings af því að gengi krónunnar veikist sem minnst þegar  á móti blæs eru miklir. Allt verðlag innanlands og lífskjör okkar eru beintengd þessu.

Mér þótti því athyglisvert að lesa um aðgerðir Ásgeirs í áliti matsnefndar um viðskiptamenn ársins í Fréttablaðinu þar sem Ásgeir lenti í 3. sæti á eftir Boga Nils og Davíð Helgasyni úr hópi margra verðugra.

Þar sagði:

"3. Ásgeirs Jónsson hefur látið til sín taka í starfi sínu sem seðlabankastjóri. Vaxtalækkanir og tilþrif á gjaldeyrismarkaði urðu til þess að Ásgeir hafnaði í þriðja sæti í vali dómnefndar Markaðarins á manni ársins í viðskiptalífinu.

„Kom eins og stormsveipur inn í bankann og þorði að taka ákvarðanir í miðju COVID sem forveri hans hefði aldrei lagt í,“ segir einn af álitsgjöfunum. „Það má með sanni segja að hann hafi verið sá sem bjargaði hruni á fasteignamarkaði með lækkun vaxta auk þess sem mörg fyrirtæki og heimili landsins eiga honum að þakka nýjan íslenskan veruleika með vaxtastig.“

Annar segir Ásgeir hafa sýnt að hann hafi næmt auga fyrir tækifærum í samningum. „Samningur Seðlabankans við bandaríska eignastýringarsjóðinn Bláaflóa [Bluebay Asset Management] um kaup á krónum að fjárhæð a.m.k. 40 milljarðar króna á fáeinum brettum í september og október batt snöggan enda á veikingu íslensku krónunnar og þar með óvissu og óheillaþróun fyrir fjölmörg fyrirtæki og heimili,“ segir í rökstuðningi álitsgjafans. „Einstakt framtak og frumkvæði sem hafði veruleg áhrif á hagsmuni tugþúsunda landsmanna.“

Ásgeir hefur sjálfur sagt að hann hafi þurft að hafa bein samskipti við erlenda eigendur ríkisskuldabréfa. „Við höfðum ekki val um annað en að taka þennan erlenda aðila út og enduðum á því að tala við hann beint,“ sagði Ásgeir.

Annar álitsgjafi nefnir hvernig Ásgeir tók á erlendu sjóðunum. „Hann lét þá ekki knýja sig, ekki frekar en innlenda spákaupmenn sem gerðu mikinn aðsúg að bankanum fyrir að halda ekki betur við krónuna og kaupa ekki skuldabréf, þegar þeim hentaði,“ segir hann. „Nú er krónan að styrkjast og búið er að taka út veikustu aðilana á markaði, með afslætti. Öllum landsmönnum til heilla.“

Enn annar álitsgjafi fagnar að Ásgeir hafi sett umræðuna um 3,5 prósenta lögbundið viðmið lífeyrissjóða á dagskrá. „Boltinn er farinn að rúlla og nánast engin viðskipti í landinu ósnert af tilkomu Ásgeirs í stól seðlabankastjóra,“ segir enn fremur í rökstuðningnum.

Þá er Ásgeir sagður hafa byggt upp traust og trú á Seðlabankanum sem skipti miklu fyrir atvinnulífið. „Ekki gallalaus, en hver vill vera það?“ veltir álitsgjafinn fyrir sér."

Almenningur ætti að virða þá meira sem stuðla hógværir að jafnvægi í efnahagslífinu heldur en baráttuglaðar hagsmunahetjur sem vilja spenna bogann sífellt hærra í kröfugerð án tillits til afleiðinga fyrir aðra.

ásgeir Jónsson er einmitt slíkur hógvær hollvinur almennings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3420167

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband