Leita í fréttum mbl.is

Háspennumöstrin á Hellisheiði

lífga sannarlega upp á landslagið á vetrardegi eins og í gær.

Þar koma saman 3 háspennulínur sem bera framförum og tækni íslensku þjóðarinnar fagurt vitni. Þau sýna að hún hefur virkjað náttúruöflin í sína þágu og bera þeirri staðreynd fagurt vitni.

Gufumekkir stíga til himins á þessu glóandi eldfjalli frá borholum og síðan vísvegar um svæðið lengra en til Hveragerðis ef að rignir, vitni um hversu stutt er niður á glóðina í iðrum jarðar.

Þetta lyfti andanum sannarlega meðan ég hlustað á viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur við malbikarann í flokki Pírata, Jón Þór. Hann þvældi fram og aftur um pólitík af svo milli afspyrnu heimsku og vandþekkingu að mér næstum því ofbauð og vissi ég þó ýmislegt þegar um þennan þingmann og hans flokk.

Meðal annars þvældi hann langt mál um einhverja nýfrjálshyggju sem væri stefna Sjálfstæðisflokksins sem gerði það að verkum að sá flokkur væri óstjórntækur og hann myndi aldrei geta starfað með í stjórnmálum.

Það þýðir líklega ekki að spyrja svona bjálfa um það, hvenær Sjálfstæðisflokkurinn hefði breytt sjálfstæðisstefnunni frá 1929 sem hljóðaði svo, að flokkurinn ætlaði í innanlandsmálum að vinna að víðsýnni og frjálslyndri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta  fyrir augum auk til viðbótar að standa vörð um sjálfstæði Íslands? 

Þetta getur svona maður eins og þessi Jón Þór auðvitað ekki skilið frekar en hann veit hvað einhver nýfrjálshyggja er eða hver hafi fundið hana upp.

Maður þarf tíðum að hlusta á allskyns erkifífl á opinberum vettvangi þvæla um einhverja nýfrjálshyggju sem geri þennan Sjálfstæðisflokk óstjórntækan. Fyrir mín  parta get ég ekki litið þennan mann réttu auga fyrir svona málflutning og annað misjafnt sem eftir hann liggur.Í mínum augum er hann sjálfur gersamlega óstjórntækur og prýðir ekki Alþingi Íslendinga.Ekki vildi ég eiga nótt undir exi hans í stjórnmálum.

En það er í tísku að æpa um að háspennulínur séu ljótar og trufli útsýni einhverra sem leið eiga um landið. Hvaðan kemur því liði eignarréttur á því hvað megi horfa á og hvað ekki? Hvað megi sjást og hvað ekki? Á það að ráða öllu um nýtingu landsins?

Háspennumöstrin á Hellisheiði eru mikið augnayndi fyrir mig  en leitt hversu mengunin frá Hellisheiðarvirkjun er búin að leika þau grátt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3420167

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband