Leita í fréttum mbl.is

ESB er kosningamálið

á Íslandi í ár.

Þeir flokkar sem vilja fullveldið feigt ráðast sameinaðir gegn Sjálfstæðisflokknum og öskra um nauðsyn þess að einangra hann.Þvæla um einhverja nýfrjálshyggju flokksins sem enginn skilur hvað er og allra síst þeir sem hæst og heimskast belja.

Báðir Samfylkingarflokkarnir, Viðreisn og sá sem nafnið ber, stefna fullum seglum á að ganga inn í Evrópusambandið. Þetta þurfa kjósendur að gera sér ljóst.

Hvað er þetta Evrópusamband og hvað þýðir það fyrir Ísland. Það þýðir í raun það sama og Brexit þýddi fyrir Bretland. Málið snýst um fullveldi eða framsal þess.

Páll Vilhjálmsson greinir málið þannig:

"Án ESB-aðildar er ekki hægt að búa á Íslandi, er áramótakveðja formanns Viðreisnar til þjóðarinnar.

Íslendingar kunna ekki og geta ekki rekið fullveðja samfélag. Í Brussel er aftur uppskriftin að sæluríkinu.

Þorgerður Katrín lætur þess ógetið að Evrópusambandið var stofnað á rústum tveggja öfga, nasisma og kommúnisma. Nasisminn kynnti hugmyndina einn foringi, eitt ríki á meðan kommúnisminn boðaði alræði öreiganna. Evrópusambandið er millivegurinn: eitt ríki undir skrifræði embættismanna.

Sú Evrópuþjóð sem sneyddi að mestu hjá öfgum 20. aldar losna loksins, loksins undan Evrópusambandinu þessi áramót. Líkt og Íslendingar eru Bretar eyþjóð sem kjósa frjáls samskipti i austur og vestur fremur en skrifræðið norður og niður.

Flokkar eins og Viðreisn og Samfylking eru holl áminning um frjálslynda léttlyndið fyrir miðja síðustu öld sem drakk og dansaði á meðan Evrópa tyllti sér á bjargbrún helfararinnar."

Öll atkvæði greidd ESB flokkunum eru ávísun á helför fullveldisafsals Íslands til Skrifræðisins í Brüssel.Áskrift á skattfrjálsa atvinnubótavinnu íslenskra krata sem engan metnað hafa fyrir menningu,sögu og möguleikum þessarar þjóðar.

Líklegt má telja að litlu og ljótu flokkarnir, Píratar og Flokkur Fólksins, verða auðkeyptir fyrir þessi öfl til að taka þátt í fullveldisframsali Íslands til Evrópusambandsins og VG hefur reynsluna af Steingrími til að státa af.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOKSINS, LOKSINS RÆÐUM VIÐ ALVÖRU MÁL ÍSLANDS,ÍSLENDINGA og ALÞINGIS, VARÐANDI "SKAKKLAPPIÐ" MEÐ ESB SINNUM Í STJÓRN OG GETULAUSRI EVRÓPU OG NORÐURLANDA, SEM ÞURFA ENDURNÝJUNAR LÍFDAGA. 

Sama gengur yfir fámenni ÍSLENDINGA, sem leysa ENGIN mál í nafni þjóðar og ÍSLENDINGA. Þessar óskir ESB stjórnmálaflokka og stakra ALÞINGISMANNA skapar STJÓRNLEYSI og ÓVISSU Í stjórnun á ALÞINGI.

300Þúsund ÍSLENDINGAR eiga enga samleið með ALÞJÓÐA og GLÓBALISTUM, sem kosta okkur miljarða á ári.

Allir voru "sjálfstæðismenn" í gamla daga frá öllum stéttum. Breytingar hafa orðið og menn hafa ruglast með "kerlingunum" í Brussel. Sumir Samfylkingarmenn vildu vera "húskarlar" í Brussel frekar en að tilheyra fullvalda og sjálfstæðu ÍSLANDI og sitja þar enn?

Samfylkingin "andaðist" en er nú afturgengin og orðin næst stærstur stjórnmálaflokka og Viðreisn drattast með, með sömu fráleitu skoðanir samfylkingarmanna.

EINN eða TVEIR stjórnmálaflokkar tala STERKT til ÍSLANDS og afkomu OKKAR varðandi ORKUNA og virkjanir og ÓMENGAÐA FRAMLEIÐSLU BÆNDA og GRÓÐURHÚSA og SJÁVARÚTVEGS, sem ber af á HEIMSVÍSU varðandi VÍSINDI og ALHREINSUN á FISKAFURÐUM.

ALÞJÓÐA og GLÓBALISTAspjall afrekar EKKERT fyrir fámenni ÍSLENDINGA. HEIMURINN ELSKAR OKKUR EINS OG VIÐ ERUM.

BÓLUSETJUM ALLA ÍSLENDINGA STRAX VARÐANDI COVID VEIRUNA. KÁRI, SEM TALAR MANNAMÁL BJARGAR ÞESSU OG ÞÓRÓLFUR Á NÆSTU VIKUM. LANDIÐ OKKAR FYLLIST AF FERÐAMÖNNUM Á NÆSTU MÁNUÐUM, SEM KOMA BÓLUSETTIR AÐ UTAN. 

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 2.1.2021 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband