Leita í fréttum mbl.is

Dauðinn er framundan

hjá mér 83 ára nokkuð pottþétt.

Palli Vil bloggkóngur skrifar í dag:

"Um 700 manns deyja árlega á íslenskum hjúkrunarheimilum, svona að meðaltali. Á liðnu ári, veiruárinu, var látið líta svo út að fólk dæi varla nema vegna Kínaveiru. Nú á bólusetningarári heldur fólk áfram að deyja og þá hlýtur það að vera bóluefninu að kenna.

Eða er það ekki?

Nei, gamalt fólk deyr án veiru eða bóluefna. Það er einfaldlega lífsins gangur.

Í fyrra var búin til veirugrýla til að hræða lýðinn til fylgilags við margvíslegar takmarkanir á daglegu lífi. Núna gengur draugurinn aftur sem bóluefnagrýlan.

Lýðsstjórn er snúið handverk. Hræðsla, vakin upp með skelfingaráróðri, verður ekki auðveldlega kveðin í kútinn.

Farsælast í bráð og lengd er að umgangast almenning ekki eins og hálfvita. Þótt sumir séu það."

Frú Kolka er ekki allskostar ánægð:

"Það er enginn að fullyrða neitt, en 3 dauðsföll 4-5 dögum eftir bólusetningu með nýrri tegund bóluefnis vekur ekki beinlínis traust. Bóluefni sem er svo nýtt að ríkisstjórnir, sem vilja gera allt til að stoppa fárið, eru tilbúnar að tryggja lyfjarisunum skjól gegn lögsóknum í framtíðinni. Þá hlýtur að mega spyrja - ef dauðsföllin eru ekki af völdum bóluefnisins - var atgangurinn kannski of mikill, var varið að sprauta í alla lausa handleggi sem á vegi teymisins urðu? Voru dauðvona sjúklingar sprautaður bara til að koma bóluefninu út? Hvernig fór val á sjúklingum fram? 

Hvorki Kári né þríeykið hafa leyfi til að þagga niður efasemdaraddir á meðan ekki liggur fyrir úr hverju þetta fólk dó, hvað var í gangi dagana sem bóluefnið var gefið og hvers vegna við ættum að trúa orðum þeirra þegar staðreyndin er að framleiðendurnir sjálfir vita ekki hvaða áhrif bóluefnið hefur til framtíðar."

Við þessu á ég bara þetta svar:

"Ja frú Kolka, verður maður ekki að velja hvort maður vill drepast úr COVID eða mögulega úr aukaverkunum?

Ég drepst nokkuð handvisst ef ég fæ COVID og nokkuð örugglega fæ ég eftirköst ef ég skyldi ekki drepast alveg.

Ég fæ COVID fyrr eða síðar ef þetta heldur áfram að grasséra. 

Tek ég ekki sjansinn og reyni bólusetninguna? 

Get ég eitthvað annað þið vísa fólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

https://youtu.be/p_vAQyVlXzU

Elló sendi mér þennan link. Þetta er heilmikið mál sem sýnir að dauðahlutfallið er ekkert svo frábrugðið frá ári til árs.Spánska veikin 1918 var hinsvega svakaleg og sker sig úr meðal drepsótta.Covid er ekkert miðað við hana.

Halldór Jónsson, 5.1.2021 kl. 16:38

2 identicon

Sæll Halldór.

Margur myndi ætla að þeir væru ófáir sem dæju
við þær aðfarir sem eru viðhafðar hér:
https://www.youtube.com/watch?v=MG5Vojmky0Q
Svo er þó ekki því allir eru með á köttinn
og greiða fyrir þotur og þotulið syngjandi glaðir.

Óttinn við hið óþekkta hefur fylgt manninum frá því fyrsta
og því þarf oft fortölur annarra sem og sjálf sín
ef vel á að fara.

Þú hefur náð meðalaldri íslenskra karla sem er 83 ár og
engin skynsamleg skýring fyrir því af hverju
bólusetning ætti ekki að takast í þínu tilviki.

Þetta er venjuleg flensusprauta og annað ekki.

Áfram, Kristsmenn, krossmenn! orti Friðrik Friðriksson.

Amen and awoman!
(hætt er við að ekki hefði sést í Friðrik fyrir vindlareyk
hefði hann séð eitthvað þessu líkt!)

Húsari. (IP-tala skráð) 5.1.2021 kl. 18:00

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Vertu endilega bjartsýnn. Líkamarnir eru gerðir til að takast á við svona óværu, en ég býst við að það sé betra fyrir 83 ára mann eins og þig að þiggja bóluefnið. Börn eða unglingar sem finna varla fyrir kófinu, það er annað mál.

Aukaverkanir af þessum lyfjum eru minnihlutinn þegar allt kemur til alls. Ég er samt ekki viss um að börn og unglingar þurfi að taka þau, eða fólk undir fertugu, fyrst þessi aldurshópur finnur varla fyrir veirunni.

Þér að segja þá lenti ég í leiðindapest í fyrstu bylgjunni í marz í fyrra. Ég hef grun um að það hafi verið þessi heimsfaraldur. Ég róaði mig niður með því að lesa bækur um austræna speki, Sri Chinmoy, "Hugleiðsla, spurningar og svör", og Yogi Ramacharaka "Yoga heimspeki". Ég hugði sem svo að ef Kínverjar hefðu framleitt veiruna væru þeir með svör til að láta mann komast í gegnum hana. Kjarninn í þessari austrænu speki er að hugurinn eigi að stjórna líkamanum, svo maður geti náð stjórn á óttaviðbrögðum. Þetta hefur hjálpað Kínverjum og austurlandabúunum í gegnum aldirnar einsog kristnin okkur á vesturlöndum. 

Ég óska þér alls hins bezta. Láttu ekki Ómar Geirsson hræða þig þótt hann fullyrði að menn á þínum aldri komist ekki í gegnum kófið. Það eru til dæmi um það samt. 

Ingólfur Sigurðsson, 5.1.2021 kl. 19:21

4 identicon

Stephane Hessel hafði upplifað margt æsilegt á 93 ára ævi og enn þá var hann "æsingamaður".

En hann beið eftir því sem var mest æsispennndi, dauðanum.

Hann þurfti þó ekki að bíða lengi, hann dó árið 2011, 94 ár gamall.                           Stephane Hessel - Empört Euch !           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 5.1.2021 kl. 20:48

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er seigt í Karlsskálafólkinu svo þú átt helling eftir:).

Sigurður I B Guðmundsson, 5.1.2021 kl. 21:07

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir góðu vinir að telja í mig kjark.

Er nokkuð um að velja ef maður fær þá sjans fyrir Svandísi?

Halldór Jónsson, 5.1.2021 kl. 23:44

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ert gløggur maður svo ég vona þú hafir tekið eftir að ég hef hvergi verið að ráða fólki frá bólusetningu. Aðeins að hugsa hvað í því felst. Það verður hver og einn að taka ákvørðun fyrir sig. Hins vegar finnst mér áróðurinn óþægilega harður, þ.s. ýmist er veifað gulrót eða svipu. Fólk er keyrt áfram á óttanum eins og þetta myndband Elló sýnir svo gløggt. Myndbandið  ætti að fá fólk til að hugsa.

Þú treystir á þetta Pfizer af því það gefur loforð um 95% vørn. Það lofar hins vegar engu um framhaldið. Ég er aðeins nokkrum árum á eftir þér í aldri og vil lifa góðu lífi áfram. Því kýs ég hið hefðbundna Astra Zeneca bóluefni, sem gefur, jú lægri varnar prosentu en margfaldan bónus í mótefnasvørun og ødrum eiginleikum ónæmiskerfisins.

Vonandi verður okkur báðum að óskum okkar. 

Ragnhildur Kolka, 6.1.2021 kl. 00:08

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk kæra Kolka.

Ég skil þig vel. Ég treysti engu umfram annað.

Ég er bara desperate. Í nauðvörn.

Hvað sem er annað en að lenda í  þessu helvíti.Ég tek allt umfram það. Ég er hræddur og sleginn ótta sem ég vil frekar losna frá. 

Af hverju ætti ég ekki að reyna að bjarga mér? 

Halldór Jónsson, 6.1.2021 kl. 05:15

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Já frændi frá Karlsskála. það er seigt i okkur.

En við erum heldur ekki total vitleysingar og ekki hefði Eiríkur sætt sig við sambærilegt bullið úr okkar ráðamönnum þegar hann var að panta kirkjuviðina á sinni tíð.

Hann hefði vitað að maður smíðar ekki úr ímynduðum spýtum í einhverri framtíð 

Halldór Jónsson, 6.1.2021 kl. 05:22

10 identicon

Það er snúið að bera saman drepsóttir sbr svar á vísindavefnum. 

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=79953

T.d. í aldurshópnum 80 ára og eldri þá er covid mun hættulegra en spánska veikin var ef skoðað er dánarhlutfall þeirra sem greinast.

Í spánsku veikinni veiktust tiltölulega fáir af eldri kynslóð öfugt við covidinn.  Mögulega vegna þess að þeir höfðu fengið innflúensu áður. En hver veit?

Í þínum aldurshópi (80 og eldri) er dánarhlutfall greindra talið á bilinu 10% til 30% sem verður að teljast nokkuð svakaleg tala. 

Af 5000 bólusettum eru 4 hugsanlega kannski látnir vegna aukaverkanna, um 0.01 prósent.

Þannig að það er ekki spurning að þú átt að láta bólusetja þig ef og þegar færi gefst.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.1.2021 kl. 06:42

11 Smámynd: Jón Magnússon

Góður pistill Halldór. Það deyja allir fyrr eða síðar og engin veit hvern annan grefur þetta eru þær staðreyndir sem við verðum að búa við. En ríkisvaldið reynir ítrekað að láta líta svo út, sem það ráði lífi eða dauða og krampakennd viðbrögð stjórnmálamanna víða um lönd bera þess merki. 

Jón Magnússon, 6.1.2021 kl. 10:49

12 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Halldór og gleðilegt nýtt ár.

Það er aðeins eitt öruggt í þessu jarðneska lífi, þ.e. að það mun taka enda. Guð hefur gefið þér mörg ár og vonandi góð ár.

Sumir ná að lifa langa æfi og margir stutta æfi. Það er gott að vita ekki fyrirfram hversu langa eða stutta æfi maður lifir, en það sem máli skiptir er að hafa trú á því sem tekur við eftir að þessari æfi líkur.

Í Hebreabréfi Biblíunnar 9.kafla versi 27 stendur: "Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm" en þurfum við að fá dóm þegar þessu jarðneska lífi líkur?

Ritningin segir ennfremur að Jesús Kristur kom til að frelsa okkur synduga menn. Trúin á Hann skiptir öllu máli, að játa syndir okkar fyrir Honum og biðja Hann að fyrirgefa okkur.

Jesús gaf okkur fyrirheit um betri stað en þann sem við erum á núna þannig að við þurfum ekki að óttast dauðann, en ótti er okkar mesti óvinur og því miður horfir maður uppá margt fólk óttaslegið og hrætt. Jesús sagði "Minn frið gef ég yður, ekki gef ég eins og heimurinn gefur", það er svo gott að upplifa þennan frið og það öryggi sem felst í trúnni og samfélaginu við Jesú Krist. 

Bæn mín er sú að ekki aðeins þú heldur við öll mættum umfaðma þann frið sem fæst fyrir trúna á lifandi Guð sem elskar okkur og vill það besta fyrir okkur. Það gerist er við játum Jesú Krist sem Drottinn okkar og frelsara, felum líf okkar í Hans hendur og viðurkennum að við erum syndugir menn sem þurfum á náð Hans að halda.

Drottinn blessi þig Halldór og ég bið þess að þú megir eiga gott líf þar til Guð mun kalla þig heim.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.1.2021 kl. 11:32

13 identicon

Ég er kominn yfir meðalaldur, samkvæmt útskýringum Húsarans. BÓLUSETNINGIN er nauðsinleg fyrir alla þjóðina og afkomu okkar. Seljum aldrei fossana og LANDIÐ OKKAR. Hugsum til SIGRÍÐAR frá BRATTHOLTI og GULLFOSSSS.

Í bæninni, ÞÖKKUM við fyrir hvern dag og langra lífdaga á okkar aldri og biðjumst fyrirgefningar á sindum okkar. Þá líður öllum betur.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 6.1.2021 kl. 13:09

14 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hugsaðu, Einstein, Nikola Tesla og Jesú, sögðu okkur að hlusta á röddina innra með okkur, stundum kallað innsæi. 

Ég segi aðeins, hjálpaðu mér Jesú, eins og ræninginn á krossinum sagði.

slóð

Emanuel Swedenborg (1688-1772) sagði að vondur maður gæti aldrei hugsað nýja hugsun, aðeins endurtekið það sem sá góði hafði hugsað. Þurfum við allir að læra á innsæið, sem þeir Einstein, Nikola Tesla og Jesú kenndu.

Jónas Gunnlaugsson | 7. desember 2020

Hér eru árin 2020 og 1988 borin saman. Getur einhver útvegað línuritið fyrir allt árið 2020?

slóð

Séu árin 2020 og 1988 borin saman, þá virðist að nú í miðjum október 2020 hafi hundrað og þrír (103) færri dáið en í inflúensu árinu 1988. Allir fara að þvo og spritta á sér hendurnar, og fara að sýna meiri varúð og dánartíðnin lækkar fram í október .

26.10.2020 | 16:30

Egilsstaðir, 06.01.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.1.2021 kl. 13:51

15 identicon

Sæll Halldór,

Nei við þurfum ekki þetta taugaeitur (potassium chloride) sem er reyndar í þessu bóluefni, en það rétt þetta lélega Embætti landlæknis sóttvarnalæknis, passar reyndar vel uppá hafa fylgiseðla með bóluefninu hvergi sjáanlega, svo og passar svona líka vel uppá minnast ekki á innihaldsefnin (eða taugaeiturefni) í fjölmiðlum, eða allt svo að lyfja- og bóluefnafyrirtækin borgi nú áfram þessa "Læknadaga" fyrir þá sem haldnir eru í Hörpu.
KV.

   No photo description available.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2021 kl. 17:28

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eins og Þorgeir Þorgeirson orti: Dauðinn fyrir andlátið og lífið eftir dauðann.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2021 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband