6.1.2021 | 16:30
Hver verður Orkumálastjóri
þar sem dr.Guðni A. Jóhannesson lætur af störfum vegna aldurs.
Það þarf ekki að efa að Guðmundur Ingi mun líklega sækja fast að skipa VG mann í embættið sem treystandi er til að dansa eftir hans pípu í friðlýsingum og virkjanafjandskap.
Þvert á það sem Birgir Ármannsson hélt að okkur um að áhrif samþykkt Orkupakka 3 hefðu engin áhrif á Íslandi þá er það greinilega ekki svo.
Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur fer yfir málið á einkar upplýsandi hátt:
"Orkumálastjóri gegnir jafnframt stöðu Landsorkureglis Evrópusambandsins (ESB) samkvæmt íslenzkum lögum um Orkupakka #3 (OP#3)(e. National Energy Regulator). Orð Orkumálastjóra hafa frá stofnun embættisins vegið þungt, og vægið hefur ekki minnkað við innleiðingu OP#3. Það er þess vegna eðlilegt að sperra eyrun, þegar Orkumálastjóri flytur jólahugvekju sína, og nú hefur embættið verið auglýst laust til umsóknar.
Margt vakti athygli í þessari síðustu jólahugvekju Orkumálastjórans og Landsorkureglis dr Guðna A. Jóhannessonar. Eitt var, að hann virtist hafa fengið sig fullsaddan af samskiptunum við undirstofnun utanríkisráðuneytisins, GRÓ, út af Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Harkalegur árekstur á milli Orkustofnunar og stofnunar á vegum utanríkisráðuneytis kemur spánskt fyrir sjónir, því að diplómatar eiga að vera þjálfaðir í að leita lausna á vandamálum, sem upp koma, áður en upp úr síður. Grípum niður í jólaávarpið:
"Sú umræða, sem við [á Orkustofnun] áttum við stjórnarformann og framkvæmdastjóra GRÓ er sú einkennilegasta og minnst uppbyggjandi af öllu því, sem ég hef kynnzt á mínum starfsferli."
Það þarf vafalaust mikið að ganga á, til að Orkumálastjóri taki svona til orða í jólaávarpi sínu.
"Það skapar að vísu augljós tækifæri til þess að ná aftur því tapi, sem stofnunin [ÍSÓR] verður fyrir vegna óhagstæðs rekstrarsamnings, en skapar um leið tortryggni og hættu á mismunun gagnvart öðrum hlutum jarðhitasamfélagsins. Það, sem meira er um vert, er, að þar með verður yfirstjórn skólans komin undir umhverfisráðuneyti, sem um árabil hefur verið vakið og sofið í því að girða fyrir nýtingu vistvænnar orku til atvinnuuppbyggingar á Íslandi.
Það verður hugsanlega ekki beinlínis trúverðugt, þegar nemendum frá þróunarlöndum verður kennt, að um þeirra umhverfi og náttúruvætti gildi allt önnur viðhorf en á Íslandi, eða ef beinlínis verður farið að kenna, hvernig tefja megi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu innviða og atvinnulífs með öllum þekktum ráðum."
(Undirstr. BJo.) Það hefur vart sézt jafnflengjandi gagnrýni á starfshætti eins ráðuneytis eins og þarna. Framsetning Orkumálastjóra varpar ljósi á það, sem marga grunaði, að afturhaldsöfl hafa grafið um sig í þessu ráðuneyti. Þau svífast einskis til að hindra framfarir og aukna verðmætasköpun hér og jafnvel nú í þróunarlöndunum. Afleiðingarnar eru, að framfarasókn tefst og hægar mun ganga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Allt mun þetta leiða til lakari lífskjara og lífsgæða en ella.
"Við megum hins vegar ekki gleyma því, að Jarðhitaskólinn er sterkasta vörumerki Íslands á sviði orkumála, sem hefur náðst með næstum hálfrar aldar farsælu samstarfi utanríkisráðuneytis og Orkustofnunar. Þótt einstökum ráðamönnum á hverjum tíma séu mislagðar hendur, munum við áfram styðja skólann og starfsfólk hans í sínu góða starfi og standa með þeim í að viðhalda þeim gæðum og háa þjónustustigi við nemendur, sem hafa verið undirstaðan að velgengni hans."
Það virðist vera, að Orkumálastjóri beini þarna spjótunum að utanríkisráðherra sjálfum, og er það umhugsunarvert í ljósi harðrar gagnrýni, sem beinzt hefur að ráðherranum úr ráðuneytinu sjálfu.
Næst sneri Orkumálastjóri sér að Rammaáætlun um verndun og nýtingu orkulinda. Í stuttu máli fær núverandi fyrirkomulag og stjórnkerfi Rammaáætlunar falleinkunn hjá Orkumálastjóra. Það eru margir sama sinnis og hann í þeim efnum. Fyrirkomulagið er ein allsherjar blindgata, sem stríðir gegn skilvirkum og vönduðum ákvarðanatökum um, hvað gera ber við hverja orkulind um sig:
"Þegar ég hóf störf á Orkustofnun í byrjun árs 2008 var að hefjast vinna við annan áfanga Rammaáætlunar. Í verkefnisstjórn voru þá fulltrúar stofnana, samtaka og ráðuneyta, þannig að um aðferðir og niðurstöður skapaðist breið umræða, þar sem mismunandi sjónarmið tókust á. Þótt ýmis upphlaup yrðu vegna óskyldra hluta, sem trufluðu starfsemina, var formaðurinn, Svanfríður Jónasdóttir, óþreytandi að taka umræðuna, og umfjöllunin komst á það stig, að það var hægt að ná niðurstöðu með meirihlutasamþykkt á Alþingi. Jafnframt hafði verið unnið að því að treysta grundvöll rammaáætlunar með því að setja um hana lög, en því miður fólu þau lög í sér, að framkvæmd laganna var falin umhverfisráðuneyti í stað iðnaðarráðuneytis, eins og áður var."
Enn og aftur gagnrýnir Orkumálastjóri umhverfisráðuneytið. Það hefur ekki reynzt í stakkinn búið að framfylgja lögunum af hlutlægni og fagmennsku, og ber að taka flest nýtingarmál auðlinda úr höndum þess. Orkumálastjóri hélt afram:
"Í þriðju umferð var verkefnisstjórnin fámennari og einsleitari. Sama gilti um faghópana og það starf, sem þar var unnið. Starfið beindist að því að safna í excelskjöl smáum og stórum ávirðingum á mögulega virkjunarkosti með einkunna- og stigagjöf, sem var illskiljanleg fyrir þá, sem stóðu utan við starfið. Röðun og flokkun virkjanakosta gekk að mínu mati þvert á almenna skynsemi, og mikilvægar forsendur voru oftar en ekki gripnar úr lausu lofti, eins og t.d. fyrir Skatastaðavirkjun, enda varð snemma ljóst, að engin samstaða var á Alþingi um afgreiðslu þessa áfanga, og nú er vinna við fjórða áfanga rammaáætlunar hafin án þess, að afgreiðslu þriðja áfanga sé lokið.
Ég held við verðum að gera okkur ljóst, að allt þetta ferli er orðið langur, erfiður draumur eða martröð. Það er kominn tími til þess að vakna upp frá þessu og finna nýjar leiðir. Einföld leið er að leggja niður rammaáætlun og efla þær stofnanir, sem fara með umhverfis- og skipulagsmál [þarna mætti bæta við orkumálum og hagrænu mati-innsk. BJo] til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti á skipulagsstigi.
Ef þessar stofnanir telja, að veruleg verðmæti séu í hættu og að sameiginlegir samfélagslegir hagsmunir geti verið meiri en svo, að hugsanlegar framkvæmdir geti verið á ábyrgð viðkomandi sveitarfélaga eingöngu, þá geti þær frestað málinu og gert tillögu til Alþingis um misjafnlega langt "móratóríum" [dvala-innsk. BJo] eða stöðvun undirbúnings og framkvæmda. Slík stöðvun gæti staðið í 5, 10 eða 20 ár eftir því, hve álitaefnin vega þungt, eða hvort þau krefjast dýpri athugana og þekkingar. Alþingi verði síðan að afgreiða þessar tillögur innan ákveðins frests, til þess að ákvörðunin öðlist gildi. Friðlýsing án tímamarka er í raun alvarleg skerðing á rétti komandi kynslóða til þess að taka lýðræðislegar ákvarðanir um sín mál á hverjum tíma."
(Undirstr. BJo.) Hér er um mjög áhugaverðar hugleiðingar Orkumálastjóra að ræða. Hann kastar fram hugmynd um, hvað gæti tekið við af handónýtu stjórnfyrirkomulagi Rammaáætlunar. Hann bendir á hið augljósa, að friðlýsingar eru gerræðisleg valdníðsla á komandi kynslóðum. Alþingi ætti sem fyrst að breyta þessu og gera núgildandi friðlýsingar tímabundnar.
Morgunblaðið vakti athygli á hvassri gagnrýni Orkumálastjóra á misheppnað ferli við frummat á virkjunarkostum hérlendis. Fyrirmyndin var upphaflega norsk, en framkvæmdinni hér hefur verið klúðrað, enda er hún er með öðrum hætti í Noregi. Norðmenn fela Orkustofnun sinni lykilhlutverk í þessu máli, og hún er undir Olíu- og orkuráðuneytinu. ESB er ekki með fingurinn á norsku Orkustofnuninni, því að Landsorkureglirinn er sjálfstætt embætti í Noregi, fjármagnað af ríkisfjárlögum. Það stappar nærri hótfyndni að fela umhverfisráðuneytinu hér yfirstjórn þessara mála.
Forystugrein Morgunblaðsins á Þorláksmessu 2020 bar heitið:
"Hörð gagnrýni á rammaáætlun":
"Orkumálastjóri hefur mikla reynslu af þessum málum eftir að hafa gegnt starfinu í 12 ár. Full ástæða er þess vegna til, að menn leggi við hlustir, þegar hann tjáir sig, og taki afstöðu til þeirra sjónarmiða, sem hann hefur fram að færa. Þegar Morgunblaðið leitaði til umhverfisráðherra, en rammaáætlunin heyrir undir það ráðuneyti, þó að orkumálastjóri telji, að hún eigi betur heima undir ráðuneyti iðnaðarmála, sagðist hann ekki ætla að tjá sig um sjónarmið orkumálastjóra. Það er sérkennileg afstaða þess, sem ábyrgð ber á málaflokknum, en e.t.v. í anda þeirrar þróunar, sem orkumálastjóri lýsti, að umræðan verði einsleitari með minni skoðanaskiptum."
Hvers vegna tjáir umhverfisráðherra sig ekki ? Hann ætlar að þagga þessa gagnrýni niður, láta sem ekkert sé, halda áfram ótímabærum og ótímatakmörkuðum friðlýsingum sínum, og láta þau þröngsýnu og ófaglegu vinnubrögð 3. verkefnisstjórnar Rammaáætlunar viðgangast að safna saman í eitt Excel-skjal öllum hugsanlegum ávirðingum og göllum þeirra virkjanakosta, sem 4. verkefnisstjórnin fjallar um. Hvort á að gráta eða hlæja að þessu fúski með lífshagsmuni framtíðarinnar á Íslandi ?
"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra [og varaformaður Sjálfstæðisflokksins-innsk. BJo], brást við orðum orkumálastjóra og sagði, að færa mætti rök fyrir því, að matið, sem ætlazt væri til í dag, væri "of umfangsmikið og mögulega óraunhæft". Hún sagði, að það væri því "skynsamlegt og tímabært að endurskoða verklagið. A.m.k. hvernig mat á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum er útfært." Þá sagði hún: "Rammaáætlun átti að vera svar við því, að þessi mál væru pólitískt bitbein og sjálfstætt vandamál. Ferlið í framkvæmd hefur ekki verið góð auglýsing fyrir sjálft sig. Mat á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hefur reynzt okkur um megn, eins og það er útfært núna. Nærtækur möguleiki væri að færa sig nær upphaflegu ferli, þar sem horft var á hagkvæmni virkjanakosta án þess að reyna að meta öll efnahagsleg og samfélagsleg áhrif, sem hann kemur til með að hafa." Hún bætti því við, að regluverk þyrfti "að öðru leyti að vera skilvirkt, sem það er ekki. Það er of flókið og marglaga."
Þótt ráðherrann mætti vera skýrari í málflutningi sínum, virðist mega draga þá ályktun af orðum hennar, að hún telji núverandi fyrirkomulag Rammaáætlunar óalandi og óferjandi. Orkustofnun heyrir undir ráðuneyti hennar, og henni ber að vinna að umbótum á þessu sviði. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki umborið ósómann. Fyrirtæki, sem vilja virkja, þurfa að leggja fram áætlun um umhverfismat. Orkustofnun getur unnið eða látið vinna frummat á þjóðhagslegri hagkvæmni, þar sem "umhverfiskostnaður" er tekinn með í reikninginn. Skipulagsstofnun fái þessi gögn til umsagnar og geti samþykkt, að fram fari áframhaldandi hönnun og gerð umhverfismats eða frestun um tilgreindan tíma að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar. Alþingi hefur seinasta orðið um helztu virkjanakosti (t.d. stærri en 200 GWh/ár). Verkefnisstjórn Rammaáætlunar er óþörf.
Morgunblaðið, sem er með puttann á púlsinum, eins og fyrri daginn, klykkti út með eftirfarandi:
"Í orðum bæði orkumálastjóra og iðnaðarráðherra felst hörð gagnrýni á rammaáætlun og það ferli, sem í henni felst. Líklegt má telja, að þetta ferli sé gengið sér til húðar og að verulegra breytinga sé þörf, annaðhvort með gagngerri uppstokkun á þessu kerfi eða með því að fara alveg nýja leið, eins og orkumálastjóri leggur til. Þetta varðar mikla hagsmuni og kallar á umræður, sem þeir, sem láta sig málaflokkinn varða, geta ekki vikið sér undan."
Það er hárrétt ályktun hjá Morgunblaðinu, að fyrirkomulag vals á milli virkjunar og verndunar varðar mikla þjóðarhagsmuni, og það er óviturlegt af þingmönnum að skilja þetta mál eftir í tröllahöndum.
Hvaða hæfisnefnd verður skipuð til að velja vandaðan komma í embættið til að standa á móti frekari orkunýtingu landsmanna?
Það mun skipta mál hver verður skipaður Orkumálastjóri eftir dr. Guðna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hvaða kommi er líklegastur? Dýralæknr eða sálfræðingur?
Halldór Jónsson, 7.1.2021 kl. 02:50
Nýr ORKUMÁLASTJÓRI verður að hafa skoðanir og þjóðerniskennd. ORKAN og VIRKJANIR verða ávallt að vera í eigu ÍSLENDINGA. ALLAR framkvæmdir og kostnaður verða að vera á OKKAR vegum.
SÆSTRENGUR verður að vera á OKKAR kostnað, sem við greiðum með "blávatns röri", sem fylgja strengnum? RAFMAGN og VATNSSALA.
Ráðum hæfasta ORKUMÁLASTJÓRANN vegna getu og kunnáttu. Nóg er komið í jafnréttismálum...
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 10:13
Orkumálastjóri snýr hinu alþjóðlega hugtaki "sjálfbær þróun" (að komandi kynslóðir geti valið sér þróun) á haus, þegar hann fullyrðir að friðlýsing sé andstæð sjálfbærri þróun gagnvart komandi kynslóðum, en virkjanir með óafturkræfum umhverfisspjöllum séu hið besta mál og feli í sér sjálfbæra þróun
Ómar Ragnarsson, 9.1.2021 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.