Leita í fréttum mbl.is

Þrá menn þessi harðindi aftur?

Af Hungurdiskum Trausta Jónssonar er þetta:

"Harðindi héldu áfram á árinu 1836, það varð enn kaldara en árið á undan en sunnlendingar sluppu betur með heyskapinn.

Meðalhiti í Reykjavík var ekki nema 2,3 stig og er þetta eitt af köldustu árum sem vitað er um þar.

Áætlaður meðalhiti í Stykkishólmi var 1,5 stig, sá lægsti síðan 1812 (en höfum mikla óvissu í huga) og jafnkalt eða kaldara varð ekki aftur fyrr en 1859.

Mælingar voru líka gerðar á Akranesi þetta ár og staðfesta þær hinar lágu tölur. Sömuleiðis mældi Sveinn Pálsson hita í Vík í Mýrdal og þar var einnig mjög kalt, en meðaltöl hafa ekki enn verið reiknuð (marga daga vantar í mælingar). Febrúar, apríl og nóvember voru sérlega kaldir. Hiti telst í meðallagi í maí og júlí - en við vitum lítið um hitafar norðanlands þetta sumar."

Nú erum við að verja stórum fjárhæðum til þess að reyna að kæla Ísland eftir forskrift frá einhverri Grétu Thunberg.

Lesi menn svo áfram lýsingarnar hjá Trausta á skelfingunum sem þjóðin upplifði sem afleiðingar af kuldunum 1836. Makalaust hvernig þjóðinni t+ókst að lifa af þær skelfingar allar sem kuldinn á 19. öldinni hafði í för með sér. Endaði það með gríðarlegum landflótta til Vesturheims eins og alkunna  er. En vestanhafs býr jafnstór íslensk þjóð og hér sem afleiðing af þessum hörmungum  öllum.

Þráum við þessa tíma virkilega svo mjög aftur að við viljum leggja á okkur píslir til endurheimta þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki rétt að nokkrir vilji eða þrái hitatölurnar frá því fyrir 180 árum.  Tölurnar sem menn vilja stefna að í Parísarsáttmálanum eru um fjórum stigum fyrir ofan meðaltölin á 19. öldinni, miðaðar við að hækkunin á þessari öld, 21. öldinni, verði ekki meiri en tvö stig í viðbót við þá hækkun sem þegar hefur orðið síðan 1950.  

Ómar Ragnarsson, 25.1.2021 kl. 19:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Útilokið þið hamfarhlýnunarfólk að sólin kunni að vera óstöðug í útgeislun? Trúið þið ekki á sveiflurnar sem Páll Bergþórsson hefur rætt um?

Halldór Jónsson, 25.1.2021 kl. 20:37

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki hægt að útiloka neitt eins og til dæmis það að hlýnun sem næði yfir nær alla jörðina gæti valdið kólnun hér á landi og fyrir suðvestan landið, eins og raunar flest tölvulíkön gera ráð fyrir.  

Aðallega er verið að vara við því heilt yfir að stuðla að hraðri hlýnun og að vera að rugga þeim viðkvæma báti of mikið sem felst í samsetningu gufuhvolsinss og furðu stöðugu veðurfari eftir síðustu ísöld.  

Svo má ekki gleyma þeim hluta sem liggur ljós fyrir, hvað sem loftslagsmálum líður; samdráttur í nýtingu óendurnýjanlegra orkugjafa vegna rányrkju þeirra.  Eyðist það sem af er tekið. 

Ómar Ragnarsson, 25.1.2021 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband