25.1.2021 | 21:28
Hvert er okkar markmið?
varðandi hælisleitendur?
Í frétt í Morgunblaðinu segir svo af Mettu Fredriksen:
"Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir það markmið sitt að enginn sæki um alþjóðlega vernd í Danmörku. Þetta sagði Frederiksen í umræðum í danska þinginu á föstudag eftir að Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, hafði kallað hana til andsvara. Það er markmið okkar, en ég get auðvitað ekki gefið nein loforð um það, sagði Frederiksen.
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í vikunni voru umsóknir um alþjóðlega vernd í Danmörku 1.631 á nýliðnu ári eða 3 á hverja 10.000 íbúa. Miðað við höfðatölu voru umsóknir sexfalt fleiri á Íslandi.
Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega í Danmörku síðustu árin en dönsk stjórnvöld hafa markvisst unnið að því að gera fólki erfiðara fyrir að sækja um, og landið um leið að síður ákjósanlegum áfangastað fólks í leit að betra lífi.
Þannig voru umsóknirnar ríflega 21.000 í Danmörku árið 2015 þegar flóttamannastraumur frá Sýrlandi stóð sem hæst.
Ekki hafa færri sótt um vernd í Danmörku frá því farið var að halda utan um tölurnar í Danmörku með skipulegum hætti árið 1998, að því er fram kemur í umfjöllun Berlingske Tidende. Þrátt fyrir það hafa aldrei fleiri verið á flótta í heiminum, eða um 80 milljónir samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum.
Engin áform eru um að hætta alfarið að taka við flóttamönnum, en samkvæmt tölum frá danska útlendingaráðuneytinu yfirgefa nú fleiri flóttamenn landið en koma.
Segir fyrri stjórnmálamenn hafa gert mistök
Mette Frederiksen sagði stjórnmálamenn fyrri tíma hafa gert grundvallarmistök með því að gera of litlar kröfur til þeirra útlendinga sem hugðust koma til landsins. Nefndi hún sem dæmi kröfur um að þeir gætu framfleytt sjálfum sér og tileinkað sér dönsk gildi. Við verðum að sjá til þess að ekki komi of margir til landsins okkar, annars getur samheldnin ekki þrifist. Samheldninni er þegar ögrað.
Frederiksen tók við embætti forsætisráðherra sumarið 2019 eftir að vinstriflokkar unnu sigur í þingkosningum. Í kosningabaráttunni hafði flokkur hennar, Sósíaldemókratar, tileinkað sér að mestu stefnu Danska þjóðarflokksins í innflytjendamálum, svo mjög að vart mátti sjá á milli.
Hafði hún til að mynda boðað að ekki yrði hróflað við almennu regluverki í kringum málefni flóttafólks, sem komið var á að undirlagi Danska þjóðarflokksins til að stemma stigu við fjölgun umsækjenda upp úr 2015.
Undir það falla reglur um sameiningu fjölskyldna, brottvísun þeirra sem gerast brotlegir við lög, samningar um ríkisborgararétt og fleira. Sama gildir um hina svokölluðu viðhorfsbreytingu (d. paradigmeskiftet) sem lögfest var 2019 og kveður meðal annars á um að öll landvistarleyfi til flóttafólks skuli einungis vera tímabundin."
Dönum er greinilega farið að ofbjóða vandamálin sem af hælisleitendum stafa menningarlega sem og efnahagslega. Þeir eru að reyna að þrengja aðganginn að Danmörku.
Hver er okkar stefna? Okkar aðstreymi af hælisleitendum er margfalt það sem annarsstaðar gerist og efnisleg meðferð virðist taka hér mun lengri tíma en annarsstaðar.
Viljum við hafa hér allt opið upp á gátt? Á Sema Erla og mótmælendahópur hennar að slá taktinn fyrir okkur?
Eiga lögfræðingar eins og Magnús Norðdahl og áður Helga Vala að hafa frítt spil í að teygja á landvistarleyfum?
Ég var að lesa það að hver hælisleitandi sem hér fær að stansa kostar um 30.000 krónur á dag.
Þúsund slíkir kosta 30 milljónir á dag. Og sveltur ekki okkar fólk og stendur í biðröðum eftir matargjöfum?
Og er ekki okkar heilbrigðiskerfi á þolmörkum?
Stundum var talað um norræna samvinnu og stefnulegt samflot með þeim þjóðum sem okkur eru skyldastar.
Hvert er þá okkar markmið í hælisleitendamálum miðað við það sem Mette Fredriksen segir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Verðugar spurningar sem reyna ætti að fá skýr svör við frá stjórnmálaflokkunum og frambjóðendum þeirra vegna kosninga sem verða í haust.
Nú er Danmörk í ESB svo Viðreisn getur ekki bara vísað í þeirra regluverk heldur verður að koma með sína eigin stefnu
En flokkarnir hafa flestir vikið sér fimlega undan því að svara skýrt hver hælisleitandastena þeirra er.
Grímur Kjartansson, 26.1.2021 kl. 10:51
Frábær grein Halldór varðandi hælisleytendur ólíkra landa á efnahag Norðurlanda og Kristinnar Evrópu. Þessi samsuða hefur aldrei blessast!
Til viðbnótar þessu eru loftslagsmál Gretu "litlu" Tunberg varðandi hitastigið og bráðnandi jökla, sem hugsalega er hluti af hita og kuldaskeiði jarðar. Jöklar sáust varla á Íslandi við landnám.
Spörum hundruð miljarða til "loftslagsbanka" erlendis frá skattfé Íslendinga og förum hægar á eigin vegum á okkar hraða undir íslenskum siðum.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 11:27
Góð ábending Grímur sem Samfylkingarflokkarnir báir verða að svara. Og raunar allir flokkar sem vilja fá mitt og þitt atkvæði.
Gísli, þín rödd er skynsöm að vanda.
Halldór Jónsson, 26.1.2021 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.