Leita í fréttum mbl.is

Áfram gakk

utanríkisviðskiptastefna Íslands finnst mér  vera dæmi um vel unna og vandaða skýrslu um útlit og horfur í íslenskum utanríkisviðskiptum.

Ég þrælaði mér í gegn að lesa þessar 70 síður  á hundavaði og sé ekki annað en þær séu afskaplega fróðlegar og upplýsandi fyrir það mikla starf sem unnið hefur verið á sviði utanríkisviðskipta Íslands allt frá Bretton Woods samkomulaginu árið 1944 til þessa dags. 

Það er gefið greinargott yfirlit yfir stöðu mála í viðskiptasamningum Íslands sem hver maður hefur gott af að renna yfir. Maður getur tekið ofan fyrir því gríðarlega heimildasafni sem höfundar hafa notast við í gerð skýrslunnar.

Það verður erfitt verk fyrir afturhalds-og fíflaflokka í stjórnmálum að vinda ofan af þessu öllu eigi að hverfa aftur til þeirra hafta og ófrelsis sem ríktu í viðskiptamálum Íslands framan af síðustu öld. Enn ríkir ekki fullkomið frelsi og tollaleysi í viðskiptum Íslands við önnur ríki. En greinilegt er að stefnt er að því marki af Íslands hálfu við núverandi stjórn.

Guðlaugi Þór er óskað til hamingju með þessa Áfram Gakk skýrslu um Utanríkisviðskipti Íslands sem hann hefur látið semja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðlaugur Þór kom vel fyrir í viðtali á H-stöðinni og í Morgunblaðinu til viðbótar við ´"Áfram Gakk".

Mér þótti vænst um frjáls viðskipti ÍSLENDINGA á öllu sem við framleiðum utandyra og í gróðurhúsum til framtíðar. BÆNDUR og SJÁVARútvegur og VINNSLA ber af á heimsvísu fyrir ómengaða framleiðslu. ÍSLENDINGAR eiga hugvitsmenn á ýmsum stöðum og ekki má gleyma MAREL fyrirtækinu, sem heimurinn þekkir fyrir vélar og vísindi.

ÍSLAND ber af á eigin vegum, en ekki í samsulli við ESB öngþveitið í Evrópu og á Norðurlöndum. Guðlaugur ræddi 600 vinnuhópa innan EES? Hvað um Schengen og landamæri okkar ÍSLENDINGA við Miðjarðarhafið? Alþjóðavandinn á fullu??? 

Keflavíkurflugvöllur fékk hrós og meðmæli varðandi "flugið" til USA, sem eru fleiri flug til USA, en allar Norðurlanda þjóðir til samans.  

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 5.2.2021 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband