Leita í fréttum mbl.is

Hábrúar hrifningaralda

fór um Ísland þegar hugmyndir um hábrú fyrir sundin voru kynntar.

Nú er það svo að hliðarálag  á mannvirki vegna vind og jarðskjálfta eykst hratt  með hæð mannvirkisins.

Mér datt í hug að til þess að Brúarfoss komist undir brúna þarf hann meira en 31 metra breiða rennu til að fara um.

Kæmi til greina að ódýrara væri að tveir turnar í miðju hífðu brúargólfið upp þegar skip þarf að fara í gegn. Einfaldur mekanismi til þess að gera?

Burlington bridge

Bara svona skot út í bláinn í hrifningaröldu glæsilegrar hábrúar Sigurðar Inga.

 G.Tómas Gunnarsson sendi mér þessa mynd frá Ontario.Hábrú og lágbrú

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er ekki gáfulegra að lengja viðlegukant Samskipa í átt að Eimskip eða færa Samskip yfir sundið innan við Gufunesið, með uppfyllingu og viðlegukanti

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 5.2.2021 kl. 00:37

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Slík lausn er þekkt, en ég veit ekki hversu vel hún þjónar nútíma kröfum.

"Burlington brúin" er t.d. i Ontario og þótti góð lausn á sínum tíma. 

https://www.hopaports.ca/wp-content/uploads/2017/05/Burlington-Canal-Lift-Bridge.pdf

En þó að skipin geti beðið, gildir það síður um umferðina, því var ráðist um að byggja mun hærri brýr.

Sparnaðurinn af styttri leið, er fljótur að tapast ef það þarf að bíða lengi eftir því að brúin komi niður.

Mun einhver vilja borga fyrir slíka þjónustu?

G. Tómas Gunnarsson, 5.2.2021 kl. 01:29

3 identicon

Færeyjar eru með svarið varðandi jarðgöng og taka hringtorg í leiðinni milli eyja. Færeyingar eru 60þúsund og hugsa rökrétt.  

Sjálfur er ég hlynntur jarðgöngum á þessum stað.

Hafið, vindar, særok og hálka gæti verið ógnandi bílaumferð á hábrú. Síðan koma gámaskipin og önnur stór skip

Hvalfjörður hefur reynst vel undir góðu eftirliti. 

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 5.2.2021 kl. 10:45

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Líklega verður byggð hábrú, það er betra til framtíðar.

Halldór Jónsson, 5.2.2021 kl. 18:13

5 Smámynd: Halldór Jónsson

sammála Gísli, auðvitað eru jarðgöng eina vitið þarna eða bara fylla helvítis pollinn og leggja veg ofan á, skip eiga ekkert erindi þarna inn.

Halldór Jónsson, 5.2.2021 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband