Leita í fréttum mbl.is

Framtíðin í sjávarútvegi

er kannski sú sem Síldarvinnslan er að fara?

Þegar fyrsta kynslóð  útvegsmanna er að eldast og setur fyrirtæki sín á markað þá virðist þetta vera leið sem getur stuðlað að breiðri eignaraðild sjávarútvegsfyrirtækja.Og þar með meiri sátt um þessa miklu atvinnugrein í landinu.

Frétt af mbl.is

Unnið að skrán­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar á markað

"Ekki er gert ráð fyr­ir að gefið verði út nýtt hluta­fé í Síld­ar­vinnsl­unni við skrán­ingu fé­lags­ins á aðal­markað Nas­daq Ice­land, seg­ir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við 200 míl­ur. Þess í stað munu nú­ver­andi hlut­haf­ar selja af sín­um hlut við skrán­ing­una.

Til­kynnt var í morg­un að stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafi ákveðið að hefja und­ir­bún­ing að skrán­ingu fé­lags­ins í Kaup­höll­ina og gert ráð fyr­ir að það sé komið á markað á fyrri árs­helm­ing þessa árs. Þá sé mark­miðið að opna fé­lagið fyr­ir fleiri fjár­fest­um.

Spurður hvað hafi orðið til þess að ákveðið sé að skrá fé­lagið á markað nú svar­ar Gunnþór: „Þetta hef­ur komið til tals og menn hafa fundið fyr­ir áhuga aðila á að koma að sjáv­ar­út­vegi. Þessi ákvörðun er liður í því að svara því kalli.“ Hann seg­ir þessa aðgerð til fallna að efla fé­lagið til framtíðar.

Fjöldi hlut­hafa

Meðal nú­ver­andi hlut­hafa Síld­ar­vinnsl­unn­ar er Sam­herji stærst­ur, en það fyr­ir­tæki fer með 44,64% hlut. Þá fer Kjálka­nes ehf. með 34,23% hlut en það fé­lag er í eigu tíu ein­stak­linga og eru Anna og Ingi Jó­hann Guðmunds­börn með hvort um sig 22,54%, en aðrir með minna. Þar á meðal Björgólf­ur Jó­hanns­son, einn tveggja for­stjóra Sam­herja, sem fer með 8,67% hlut í Kjálka­nesi.

Þá fer Sam­vinnu­fé­lag út­gerðarmanna Nes­kaupstaðar með 10,97% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. Eign­ar­halds­fé­lagið Snæ­fugl ehf. fer með 5,29% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni, en eig­end­ur þess eru fjór­ir. Hall­dór Jónas­son er stærsti hlut­hafi í Snæ­fugli með 54,25% en Björgólf­ur Jó­hanns­son minnsti hlut­hafi með 5%.

Hraun­lón ehf., í jafnri eigu Ein­ars Bene­dikts­son­ar og Gísla Bald­urs Garðars­son­ar, fer með 1,62% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni en aðrir hlut­haf­ar eru með minna en eitt pró­sent. Alls eru ríf­lega 280 hlut­haf­ar í fé­lag­inu og ekki ljóst hverj­ir eru nú að hugsa um að selja hluti sína."

Framtíðin í sjávarútvegi og nýting auðlindarinnar er grundvallarmál sem ríkja þarf sem víðtækust sátt um meðal landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sjávarútvegurinn að safna fyrir banka?

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 9.2.2021 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband