6.2.2021 | 13:59
Borgarlínubullið
virðist bruna áfram stjórnlaust vegna þráhyggju nokkurra forystumanna stjórnmálaflokka sem mynda meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Og það sem furðulegra er þá hefur þeim tekist að rugla forystumenn í ríkisstjórn Íslands svo í ríminu að að þeir hafa heitið að opna fjárhirslur þess fyrir þeim til að láta vatnið renna upp í móti.
Elías Elíasson hefur lagt sig fram um að greina vandamálið í almenningssamgöngum. Einn meginþáttur í því eru umferðartafir sem kosta fé og fyrirhöfn.
Elías skrifar svo í Morgunblaðið í dag:
"Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðin eru að þjappa saman fólki sínu. Hús skulu nú reist upp í loftið svo fleiri íbúðir rúmist á hverjum hektara og meiri fasteignagjöld streymi í kassann. Fólk á ferð skal einnig taka færri fermetra á vegunum svo því skal þjappað saman í hina stóru vagna Borgarlínu þegar hún kemur en pakkað saman þangað til í biðröðum umferðartafa.
Meðan á þessari baráttu stendur má umferðin ganga á hraða snigilsins. Borgarlína bætir lítið. Þó henni séu ætlaðar sér akreinar sem enginn annar má nota flýtir það aðeins för milli þess sem hún stoppar á öðru hverju götuhorni svo hún nær aðeins lágum hraða. Höfuðborgarsvæðið er sett í hægagang og menn spyrja: hvað með kostnaðinn? Fátt er um svör.
Mikilvægum upplýsingum um tafakostnað í umferðinni upp á tugi milljarða á ári er leynt.
Skýrsla Mannvits og COWI frá 2020 um félagslega greiningu Borgarlínu vakti, þrátt fyrir vafasamar forsendur, athygli á því að beinan kostnað af umferðartöfum má meta til fjár. Í skýrsluna vantaði hins vegar tölur um heildarumferðartafir á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að þær hafi ótvírætt verið reiknaðar við gerð hennar hafa þær ekki verið birtar, enda óþægilegt fyrir Reykjavíkurborg sem hefur staðið gegn áhrifaríkum aðgerðum til að greiða fyrir umferðinni innan sinna vébanda.
Því var svipast um eftir upplýsingum sem gætu gefið til kynna hve miklar tafirnar væru og þær fundust. Vegagerðin hefur á heimasíðu sinni upplýsingar um umferð á höfuðborgarsvæðinu, magn hennar og dreifingu yfir sólahringinn, til eru alþjóðlegar mælingar og verkfræðistofan VSÓ gerði árið 2017 á vegum SSH umferðarspá fyrir höfuðborgarsvæðið og gekk þá út frá grunnupplýsingum frá árinu 2012.
Þessar upplýsingar má setja saman í reiknilíkan og kemur þá í ljós, að það líkan skilar nánast sömu niðurstöðum um umferðartafir grunnárs VSÓ eins og þeirra umferðarlíkan gerði og var í samræmi við þá fyrirliggjandi umferðarmælingar. Munurinn er innan við 10% og breytir það litlu um heildarmyndina.
Niðurstaðan úr þessum reikningum er sú, með núverandi aðstæðum í umferðinni, að félagslegur kostnaður ársins 2020 vegna umferðartafa hefur legið skammt neðan við 30 milljarða króna eftir að hafa legið þar yfir í þrjú ár samfleytt vegna meiri umferðar. Þessi kostnaður mun síðan vaxa upp í nærri 50 milljarða árið 2030.
Tímakostnaður tekur mið af launum fólks á millitekjum en væri hærri ef flutningabílar og aðrir vinnubílar væru teknir með í reikninginn. Þetta eru mun hærri tölur en áður hafa sést. Til dæmis gaf Samband iðnrekenda út töluna 15 milljarða árið 2017 og þótti nóg um. Þarna er um að ræða beinan samfélagslegan kostnað umferðartafa en við hann má bæta auknum eldsneytiskostnaði sem gæti hækkað fyrrnefndar tölur í grennd við 10%. Hinn beini tafakostnaður er þó ekki allt.
Umferðartafir eru afar óreglulegt fyrirbrigði og gerir það bæði einstaklingum og fyrirtækjum erfitt um vik við áætlunargerð. Af þessum sökum verður til töluvert af dauðum tíma sem erlendar rannsóknir benda til að geti orðið um 65% af beinu töfunum.
Þeir erfiðleikar koma t.d. fram í auknum kostnaði við framkvæmdir og má sem dæmi nefna byggingu nýrra íbúða og vega á byggðum svæðum, að ekki sé talað um framkvæmdir eins og nýja háskólasjúkrahúsið við Landspítalann.
Hér er ekki verið að tala um þann kostnað sem verður vegna þrengsla á framkvæmdasvæðum, aðeins dauðan tíma vegna erfiðleika í áætlunargerð og tafir á aðföngum. Heildarmyndin er því sú að kostnaður sem umferðartafir valda getur nú þegar verið kominn upp í stærðargráðuna 50 milljarðar króna á ári og verði ekkert að gert vex sú tala í 80 milljarða eða meir á næstu 10 árum.
Það munar um minna sagði einhver en viðbrögðin eru jafnan þau að Borgarlínan reddar þessu. Það er af og frá, hún bætir í tafirnar og kostnaðinn þar með. Þó svo Borgarlínan fái sérstakar akreinar fyrir sig, sem nýtast auðvitað illa, þá gengur hún ekki mikið hraðar en strætó í dag stoppandi á öðru hverju götuhorni.
Fólk er ekki farið að flýja úr einkabílnum enn yfir í strætó og vafasamt að sérakreinar Borgarlínu flýti svo för að hlutur hennar í umferðinni fari langt yfir 5% ferða.
Fólk flykkist ekki í Borgarlínuna fyrr en hún sparar umtalsverðan tíma á við einkabílinn, slíkir eru yfirburðir hans þegar kemur að þægindum, sveigjanleik og flutningi farangurs.
Fyrirliggjandi gögn gefa mjög sterka vísbendingu um að kostnaður vegna umferðartafa á höfuðborgarsvæðinu sé kominn langt yfir öll ásættanleg mörk.
Það er alveg óskiljanlegt hvernig hægt er að hella yfir almenning hverjum auglýsingabæklingnum á fætur öðrum og hverri sérfræðiskýrslunni af annarri án þess að gerð sé grein fyrir því hver kostnaðurinn af töfunum er og allri þessari baráttu um flatarmálið yfirleitt.
Það er deginum ljósara að tafirnar hafa verið reiknaðar en niðurstöður ekki birtar, enda er kostnaður sem gæti legið á bilinu 50 til 80 milljarðar króna á næsta áratug of hár til að horfa fram hjá honum. Það eru stjórnmálamenn sem ráða þessari leynd og tími kominn til að þeir bæti ráð sitt."
Hvert orð Elíasar er byggt á rökum sem varla verður í móti mælt. Það er dapurlegt þegar málsmetandi menn hafa látið ginna sig til þjónustu við þessar brjáluðu hugmyndir um að þrenging gatnakerfisins með tilkomu nýs Borgarstrætós í öðrum lit og með hjólahlífum, muni fjölga þeim sem ferðast með þessum almenningssamgöngum úr 4 % í 12 %.
Síðan hvenær vilja menn norpa í íslenskri veðráttu í að bíða eftir strætó þegar allir sem vettlingi geta valdið hafa valið einkabílinn. Hvernig á að leysa skutlið með skólafólkið öðruvísi?
Hversvegna myndu menn kjósa að eyða 2 klukkutímum í að ferðast með Borgarlínu í erindum sínum þegar hálftími dugar á einkabílnum?
Af hverju er Reykjavík öðruvísi samgöngulega heldur en á Florida þar sem veður er þó miklu stöðugra og biðvænna á stoppistöðvum?
Menn geta horft á þetta á götum Orlando í Florida. Hvergi eru bílar ódýrari né bensínið billegra. Þar ganga strætóar líka eftir götunum sem þeir fátækustu nota. Eftir götunum streyma bílarnir um mislæg gatnamót og umferðarbrýr og allir virðast ánægðir með það.Hví skyldu þar gilda önnur umferðarlögmál en hérlendis?
Eina leiðin til að stöðva Borgarlínubullið og þá brjáluðu peningabrennslu sem þetta lið ráðgerir er að það verði kosið frá í næstu kosningum áður en það getur valdið frekara tjóni en orðið er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
En elsku Halldór minn
svo dinglast allir bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins sem samfylktir væru í tossadansi Dags og Hjálmars.
Eru þeir þá ekki sömu tossarnir og samfylktu viðreisnar pírata vinstri grænu vitleysingarnir?
Jú, því getur öngvinn maður neitað.
Og ætlar ekki þinn bæjarstjóri í Kópavogi að rústa allri Hamraborginni svo þjóna megi forheimskun Dags og Berlínar Hjálmars um þessa dellu alla? Að ógleymdum fjármálaráðherra sem er samfylktari í tossadansinum en píratar á sokkaleistunum, eða er ekki svo elsku Halldór minn?
Jú, því getur öngvinn maður neitað og því réttast að nefna alla tossana sem þennan Berlínar borgartossadans stíga og hlífa þar öngvum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.2.2021 kl. 14:26
Sér almenningur, Kjósendur fyrir sér Borgarlínuna á Vestur, Norður og Austurlandi?
Þetta hljómar allt eins og ESB sinnar sinni verkum Reykjavíkurborgar og "Kínverja", sem selja okkur vagnana "lága og rennilega" á snjólausum götum borgarinnar. Ég vonast til, að við verðum snjólaus næstu 100 árin, eða stöðvum þessa endemis vittleysu og ofurfjárfestingu fyrir blanka Reykjavíkur og skítblankt ríkið.
Snýst lífið allt um pólutík og samvinnu fjölflokka, en ekki fyrir almenning.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 6.2.2021 kl. 16:05
Já því miður er þetta einhvernveginn svona Símon minn Pétur frá Hákoti
Halldór Jónsson, 6.2.2021 kl. 18:51
Það er ekkert að óttast með Borgarlínu samkvæmt kynningunni. Alltaf sól, allir léttklæddir og flottir, enginn með burðarpoka úr búðum o.sv.frv. Þetta er það Ísland sem ég hef verið að bíða eftir í 77 ár og finnst það ekki mikill peningur að borga 150 milljarða fyrir alla þessa dásemd og veðurblíðu. Áfram Ísland.
Örn Johnson (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 10:29
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Víglínunni, að svo kölluð Borgarlína væri "galin hugmynd" og ætti engan rétt vegna miljarðanna, sem búið væri að eyða í hugmyndina með kaupum húsa og breytingu vega, sem myndu tefja fyrir einkabílum og öðrum ökutækjum. Síðan ræddu menn málaferli Reykjavíkurborgar við Ríkið, að mig minnir um 5miljarðar vegna annara mála.
Mín tillaga er að endurnýja bestu strætóana og mála í fallegum fána litum. Tveir skulu ráðnir til aksturs. Bílstjórinn og öryggisvörður, sem keyrir með bílnum, sem heldur uppi lögum og reglu í vagninum. Auka skal ferðatíðni og keyra frítt 1-2ár fyrir unga sem aldna. Þarna mundu málin rætast um STRÆTÓANA.
Svo er ég sammála góðum jarðgöngum undir Elliðaárvoginn, því hábrúin hrellir mig vegna veðurs, vinda, særoks og hálku. Spörum brúna á Geldingarnes, því luxus vegur tengir eyjuna við land að austanverðu.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.