Leita í fréttum mbl.is

Kveðið í haugnum

var háttur magnaðra drauga í fornöld.

Einar Benediktsson er í hlutverki slíks draugs þegar hann skrifar þessar línur í Morgunblaðið:

"...En Evrópusambandið er ekki við eigin sögulok. Síður en svo.

En það ríkir óvissa á alþjóðasviðinu og tilefni til að athuga nánar okkar tengsl við Evrópusambandið og þá sérstaklega myntina."

Hún rís ekki hátt fullveldishugsjónin hjá Samfylkingarflokkunum.Né heldur hagfræðiskilningurinn á fasamuninum í hagsveiflum meginlandsins og Íslands í fjölþjóðlegum heimi með tugi fríverslunarsamninga.

Þetta er sannarlega draugakveðskapur úr haugnum sem fáir kjósendur munu vilja heyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tollabandalag ESB er orðið Skuldabandalag 27 þjóða, sem fer fækkandi á næstu mánuðum. Hælisleitendur hafa yfirfyllt Evrópu, sem er orðið óviðráðanlegt af ofstækishópum, sem eru allt annars hugar en Kristinn Ecrópa og Norðurlöndin. Gætum okkar á fámennu ÍSLANDI, sem gerir okkur að HÚSKÖRLUM í eigin landi.

Nationalistar og Þjóðernissinnar verða að taka ákvarðanir fyrir Landið okkar af einhug. Nationalistar og þjóðernis sinnar snúast um föðurlandsást, en ekki hatur, gagnvart stjórnleysi þeirra á ALÞINGI. ÍSLENDINGAR geta ekki setið við og prentað peninga fyrir óráðsíu heimsins hér á fámennu landinu okkar.

ESB sinnar hafa engan her og getu til að berjast. Þar koma NATO menn aftur til bjargar ESB sinnum.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 6.2.2021 kl. 15:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir meira en áratug strax í kjölfar Hrunsins var skrifað minnst vikulega og jafnvel oftar um það hér á blogginu með mjög sterkum rökum, að ESB væri í andarslitrunum og væri útilokað að það gæti hjarað lengur. 

Þessi söngur var samfelldur og sunginn af afar miklum sannfæringarkrafti.  

Ekki virðist enn lát á þessum sterku og pottþéttu spádómum þótt þetta sé kannski ekki alveg jafn samfelldur söngur og áður. 

En alltaf jafn sannfærandi. 

Ómar Ragnarsson, 6.2.2021 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband