7.2.2021 | 11:37
Goðsögnin um ESB
er umfjöllun Gunnars Rögnvaldssonar um hvílk slys þetta tollabandalag hefur fært yfir aðildarþjóðir sínar undir forystu hinnar handónýtu Úrsúlu von der Merkel.
Gunnar segir í dag:
"
Ekki þýðir annað en að birta hér á útlensku um það málefni sem hver fjölmiðill með virðingu fyrir sjálfum sér ætti að birta hér heima en gerir ekki, nema Morgunblaðið. Og hér er alveg sérstök ástæða til að benda á lokaðan ríkisfjölmiðilinn DDRÚV. En hann hefur á hinum síðustu árum loksins fundið gluggatjöldin sem Halldór Laxness sagði að væri það eina sem Sovétríkjunum vantaði, því ekkert um ástandið í Vesturlöndum-nær sleppur út úr DDRÚV. Sérstaklega ekki um ESB-gjaldþrotasambandið. Aðeins þær fréttir sem passa við stefnuskrá DDRÚV sleppa út
Nú segir Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB að sambandið sé framar Afríku í bólusetningum við kínversku Wuhanveirunni. Er þetta ekki stórkostlegt. Meginlandsfyrirbærið ESB er að breytast í eins konar Norður-Afríku
En þá ber að geta þess að sá/sú stjóri/ína er sérstakur útsendari Angelu Merkels, sem aðstoðarritstjóri breska Telegraph segir að sé ofmetnasti stjórnmálamaður sinnar kynslóðar á meginlandi Evrópu. Hvorki meira né minna. Allt sem hún kemur nálægt leggur hún í rúst
Merkel og forseti Frakklands hafa nú breyst í eins konar bólusetningar-afneitara sökum þess hversu vel nýfengið fullveldi og sjálfstæði Bretlands virkar fyrir það þegar að lífsmikilvægum málum eins að verja þjóðina í og gegn heimsfaraldri kemur. Þar æða Oxford/Spitfire um Stóra-Bretland og hafa nú þegar bólusett 17 prósent þjóðarinnar á meðan, sem sagt, Evrópusambandið miðar sig við Afríku
Ekki gleyma að minnast hér á þriðja flokks orkupakka Evrópusambandsins Gunnar, því nú er svo kalt í veðri í turni ESBhrópsins að Svíar mega helst ekki ryksuga heima hjá sér vegna ESB-hugmyndafræðilegs orkuskorts og pappírsverksmiðjur landsins neyðast til að loka niður, því þá er rafmagnið svo dýrt. Hjarðónæmi meðal forystu Sjálfstæðisflokksins gegn kjósendum hans hefur hins vegar verið náð. Það er þó eitthvað
Og hugsa sér. Nú er ástandið á Ítalíu svo "rosalega gott", eina ferðina enn, að ókjörinn Mario Draghi fyrrum ECB-seðlabankastjóri er að setjast þar við stjórnartaumana, einungis vegna þess að hann þekkir fólk um borð í seðlabanka evrunnar. Kjósendur koma hvergi nærri. Hvert skyldi nú aftur ítalska skútan vera á leiðinni? Tvær aðrar samsteypuríkisstjórnir riða nú til falls á meginlandi Evrópu: í Hollandi og Austurríki
Það besta sem gerst gæti fyrir Ísland er að viðurkenna að við Íslendingar eins og Bretland, getum ekki búið við meginland Evrópu því við erum ekki í Evrópu, og að við leggjum því aftur aðaláherslur okkar í utanríkisviðskiptum á Stóra-Bretland og Norður-Ameríku og nágranna þess í norðri, því ein og sér eru Bandaríkin stærri, öruggari og mun betri og þróaðri viðskiptamarkaður en allt meginland Evrópu. Á því meginlandi er nefnilega flest viðstöðulaust á leið til nýrrar heljar
Segja þarf EES-samningum upp og forða Íslandi út af lögsögu Evrópusambandsins áður en hún dregur okkur lengra niður í meginlandssvað hins þriðja farrýmis hagkerfa. En þar hefur Þýskaland nú náð því nýja en samt gamla þróunarstigi á ný, að það myndi endurframleiða næstum hvað sem er til aftöku á hverju sem er hvar sem er, græddi það túkall á því. Þar býr gömul púðurtunna sig undir nýjar hæðir, einu sinni enn
Bara þetta árið munu hundruð þúsunda manna missa lífið á meginlandi Evrópu vegna pólitískar hugmyndafræði elíta þess um ESB. Sovétríkin voru líka þannig. Þannig hugmyndir kosta nefnilega mannslíf, því þær eru drápsmaskínur"
Gunnar kveður fast að orði eins og venjulega. Sumum kanna að finnast að of fast sé kveðið.
En má ekki Gunnar hafa skoðanir á sínum stjórnmálaflokki Sjálfstæðisflokknum?
Allavega veitir ekki af að andæfa fullveldisframsalsflokkunum báðum, Samfylkingu og Viðreisn sem hræra sína steypu um ESB goðsögnina og Evrudásemdina sem því miður allt of margir kjósendur virðast trúa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ja hér hringja viðvörunarbjöllurnar hátt.
Það eru semsagt kontóristar í Brussel sem munu ákveða hvað eru GRÆNAR fjárfestingar. Ekki furða að Svíar ætli sér að senda áróðursher (lobbíista) til Brussle til að reyna bjarga skógræktinni með öllum ráðum
EU:s förslag att ta bort skog på listan över hållbara investeringar oroar Sverige | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 7.2.2021 kl. 16:56
Skrif Gunnars Ragnarssonar eru skýr og þarfnast umhugsunar, varðandi utanríkismál ÍSLENDINGA. ESB, EES og Schengen ásamt embættismönnum sama sinnis þarf að útiloka til þings og þjóðar.
Það verður að útskýra málflutning og skoðanir Samfylkingar og Viðreisnar um hættuna af ESB sinnum Evrópu og Norðurlanda.
Merkel datt inn í upphafi, þegar nógir peningar voru til, en í dag sitja 27 þjóðir í "skuldabandalagi" ESB sinna. Vilja ÍSLENDINGAR tengjast þessu öngþveiti og getuleysi ESB? Gunnar skrifar: Drögum ÍSLAND útaf lögsögu Evrópu sambandsins og menningarsviði hins þriðja heims.
Skýrum þessi mál fyrir þjóðinni ásamt hælisleitenda umsóknum. Ég ásamt fjölskyldu minni, mömmu, pabba og bróður biðum eftir græna kortinu til USA 1957 í 2 ár. Notum sendiráðin erlendis til umsóknar fyrir ÍSLAND...
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 17:07
Er það sami Gunnar og telur lífsgæði sín betri innan ESB en utan, hefur búið megnið af sinni æfi í ESB ríki, stofnaði þar og rekur fyrirtæki, telur starfskröftum sínum best varið í að vinna, búa, greiða skatta og efla ESB? Sá Gunnar sem kýs ESB frekar en það ríki sem hann fæddist í, þáði heilbrigðisþjónustu frá og menntun og flúði stuttu eftir að vinnualdri var náð og skattgreiðslur voru að hefjast? Er það sami Gunnar sem ekki vill að Íslendingar njóti sömu hagsældar og hafa haldið honum innan ESB frá stofnun og eru undirstaða lífsgæða hans og hamingju?
Vagn (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 22:23
Í Morgunblaðinu í dag skrifar Friðrik Danielson um áhuga tveggja stjórnmálaflokka í Noregi, sem vilja fara undan valdi ESB "valdsins" í Evrópu, en enginn frá ÍSLANDI. Þetta er athyglisvert varðandi næstu Alþingis kosningar.
Hvaða stjórnmálaflokkur á ÍSLANDI vill keyra undir sömu merkjum? Þetta er stórmál fyrir fámenni okkar og sjálfstæði. Auk þess erum við ekki innan ESB nema að nafninu til. Tökum afdráttarlausar ákvarðanir, STRAX.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 8.2.2021 kl. 10:53
Gunnar "hinn ágæti" óttast öngþveitið í Evrópu og hefur heimþrá?
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 8.2.2021 kl. 14:50
Það er stutt til næstu kosninga.
Kjósendur vilja tafarlaust heyra um alvörumálin og hugsanir stórflokkanna um næstu framtíð um fámenni ÍSLENDINGA. Fjölþjóða spekulasjónir er ekki hátt skrifað. AUKUM sjálfstæði okkar, fullveldi og öryggi með eigin athöfnum.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 10.2.2021 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.