8.2.2021 | 10:55
Er bakkgír á Borgarlínunni?
Í leiðara Morgunblaðsins er vitnað í umferðarsérfræðinginn Árna Mathiesen dýralækni sem fær sérstakt hrós fyrir hreinskilni.
"Stjórnarformaður félagsins Betri samgangna ohf., Árni Mathiesen, sem heldur utan um borgarlínuverkefnið, segir að þeir sem að verkefninu standa verði dæmdir af þremur atriðum: Í fyrsta lagi að tímasetningar standist. Í öðru lagi að kostnaðaráætlun standist og í þriðja lagi að markmið um samgönguhegðun náist. Og þetta síðasta er lykilatriði í verkefninu í heild. Allt er þetta rétt og óvenjuleg hreinskilni að leggja spilin á borðið með þessum hætti því að oftar en ekki vilja menn ákveða eftir á hvaða mælistikur á að leggja á verk þeirra.
Þessar mælistikur eru ekki aðeins nothæfar til að meta borgarlínuna að einhverjum tíma liðnum, verði anað áfram í það verkefni, þær eru einnig gagnlegar til að meta það sem gert hefur verið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn eða svo.
Borgarlínan á að auka mjög notkun almenningssamgangna, úr 4% af heildarferðum í 12% ferða. Líkurnar á að þetta takist hlýtur að verða að skoða í samhengi við það að fyrir um áratug var ákveðið, í samstarfi þáverandi vinstri meirihluta í borginni og vinstri stjórnarinnar í landsmálum, að slá á frest brýnum framkvæmdum í samgöngumálum á svæðinu en setja í staðinn einn milljarð til viðbótar árlega í að efla almenningssamgöngur, það er að segja strætisvagnana. Þessi árlegi viðbótarmilljarður hefur engum árangri skilað. Hlutfall þeirra sem velja strætó er það sama og var en ætlunin var að milljarður árlega yrði til þess að hækka þetta hlutfall umtalsvert. Í staðinn hafa tafir á framkvæmdum valdið umferðarteppum sem fara síversnandi. Það sem gert hefur verið hingað til hefur því ekki staðist þá mælistiku sem að ofan er nefnd og flokkast undir augljós mistök.
Þessi árlegi milljarður bætist við það fé sem fyrir var sett í rekstur strætó, en farþegatekjurnar stóðu árið 2019 undir um þriðjungi kostnaðar, sem nam sjö milljörðum króna það ár. Af fréttum að dæma má ætla að afkoman hafi verið enn verri í fyrra. Þar kenna stjórnendur Strætó kórónuveirufaraldrinum um og hefur hann eflaust haft talsverð áhrif. Annað sem einnig hafði áhrif og mun að líkindum hafa vaxandi áhrif eru rafknúnu hlaupahjólin sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur í borgarlandinu síðastliðið ár. Sá nýi samgöngumáti mun án efa draga verulega úr notkun almenningssamgangna til framtíðar. Áætlanir borgarlínunnar, að því marki sem þær liggja fyrir, taka ekki tillit til þessa enda er þar um að ræða stórkarlalega, þunglamalega og gamaldags hugmynd í stað þess að horft sé á nýja tækni og raunhæfar lausnir.
En vandinn við borgarlínuna er líka sá að útfærð rekstraráætlun hennar liggur ekki fyrir og heildaráætlun um fjárfestingar og rekstur almenningssamgöngukerfisins í samanburði við aðrar lausnir hefur ekki verið gerð. Fyrir liggur til dæmis að áfram þarf að reka strætisvagnakerfi og fram hefur komið að rekstrarkostnaður Strætó kunni að aukast um tvo milljarða króna á ári vegna borgarlínunnar.
Heildarmynd borgarlínuhugmyndarinnar og samanburður við aðra kosti liggur alls ekki fyrir. Þá liggur ekki fyrir hvað gerist ef borgarlínan skilar engum eða litlum árangri í því að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur. Þá er augljóst að umferðartafir verða enn verri en nú er þar sem búið verður að þrengja enn meira að langvinsælasta ferðamátanum, fjölskyldubílnum. Víða verður búið að taka aðra akreinina af þeim 75% sem nota þann ferðamáta til að bæta við borgarlínubraut sem mögulega mun ekki skila neinni aukningu í notkun. Og það er að minnsta kosti ljóst að notkun almenningssamgangna þarf að aukast gríðarlega til að vega upp á móti þeirri þrengingu sem verður á götum fyrir fjölskyldubíla.
Um leið og hægt er að taka undir að borgarlínuverkefnið, ásamt þeim sem fyrir því hafa barist og að því standa, verði metið út frá þeim þremur mælistikum sem stjórnarformaður Betri samgangna nefnir er ljóst að það verður til lítils ef þetta risaverkefni fer illa. Það mun ekki leysa samgönguvandann eftir fimm eða tíu ár að geta bent á að tafir hafi orðið, að kostnaður hafi verið meiri eða að færri hafi notað borgarlínuvagnana en stefnt hafi verið að. Þeir sem árið 2030 sitja fastir í fjölskyldubílum sínum og munu þar að auki þurfa að greiða ný veggjöld ofan á hækkað útsvar eru engu bættari með að geta bent á sökudólga. Það er gott að hafa skynsamlegar mælistikur, en þær geta aldrei réttlætt að ráðist verði í vanhugsaðar og óraunsæjar risaframkvæmdir."
Ef sú forsenda sem Árni Mathiesen veltir fyrir sér í byrjun gengur ekki upp, er þá ekki rétt að hugsa hvað taki við?
Borgarlínan og allur kostnaðurinn er þá kominn fram.Verður Dagur B. Eggertsson afturkræfur? Hvernig á að leysa vanda allra bílastæðalausu íbúðanna sem þá verður búið að byggja. Kaupa bara bílastæði eins og Dagur B.?
Verður stofnkostnaðurinn tekinn til baka með því að setja Borgarlínuna í bakkgírinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Heill og sæll Halldór
Það er magnað hvað dýralæknar eru taldir hafa mikið vit í umferðarfræðum. Samgönguráðherra er dýralæknir, vegamálastjóri er dýralæknir og nú er dýralæknir tekinn við stjórn opinbers hlutafélags er ætlað er að byggja upp borgarlínuna hans Dags.
Nokkuð merkilegt og spurning hvort aðrar þjóðir geti ekki lært af okkur, að ekki sé góð latína að láta dýralækna um umferðarmál. Slíkt leiði af sèr hörmungar!
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 8.2.2021 kl. 12:45
Sæll Halldór, ég hef nú ekki kynnt mér þetta verkefni en fylgst svona með. Það sem verður skelfilegt á þessum verktíma eru allar lokanir og hjáleiðir. Höfuðborgar svæðið verður eins og skotgrafir allt uppmokað og skelfilegt. Mér var bent á það að við ýmsar götur væru bílastæði tekin af íbúum og aksturstefna borgarlínunnar í aðra átt en venjuleg umferð. Lítil kynnig hefur ef til vill farið fram, svo stendur fólk frammi fyrir gerðum hlut. Veist Halldór ég kvíð fyrir þessu held að það væri best að vera ríðandi á (hestu) á meðan framkvæmdir standa yfir. En þá er það spurningin hvar ætti að geyma klárinn á meðan útréttað væri? Spurnigin er hvað verkfræðiformúlur-aðgerðir hafi verið notað við verkið? Bestunarfræði og aðgerðargreining? Það væri líka gott ef það yrði upplýst um það.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.2.2021 kl. 20:46
Hin eilífa Borgarlína hlýtur að hafa upphaf?
Hverjir eru upphafsmenn af þessari "ófreskju", sem er að granda fjármunum Reykjavíkurborgar og Ríkisins og nágranna bæja. Hverjir flytja inn þessa lágvagna frá Kína fyrir fámenna snjóprýdda eyjuna okkar norður í höfum, sem eiga að breyta borgar og vega skipulagi til hins verra?
Margir telja rúmgóð örugg jarðgöng vera réttu leiðina undir Elliðaárvog og sleppum brúnni yfir í Geldinganes, þar sem Geldinganes er tengt landi að austanverðu.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 10.2.2021 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.