Leita í fréttum mbl.is

Langt til seilst

er af Demokrötum eins og Ómari Ragnarssyni í því skyni að rakka niður Trump.

Ómar skrifar:

"

Nýjasta útspil Mitch McConnels leiðtoga Republikana í öldungadeild bandaríska þingsins sýnir vel hve snúið og margslungið málið og málareksturinn i þessu máli er. 

Spurningin er hvort af þessu vilji einhverjir ráða, að til greina komi að sækja Trump til saka eftir almennum lögum, en burtséð frá því hvort hægt sé að sækja sama málið eftir fleiri lagalegum ferlum í bandarísku lagaumhverfi, verður að telja það líklegt að málinu sé nú lokið í meginatriðum, þótt velt sé vöngum yfir því hvort refsa eigi Trump með því að meina honum að bjóða sig fram til forsetaembættisins á ný.   

Þótt það liggi fyrir, sem langlíklegast var allan tímann, að ekki fengist tilskilinn aukinn meirihluta í öldungadeildinni, féllu atkvæðin heild í deilinni 57 gegn 43 sem hlýtur að teljast áfellisdómur yfir Trump og áhyggjuefni fyrir Republikanaflokkinn, sem býr við illviðráðanlega sundrungu." 

Sem sagt út yfir gröf og dauða skal Trump sekur hvernig sem veltur og snýst og atkvæði um sýknu eða sekt falla.

Hvert verður seilst til næst hjá þessu fólki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar er frábær fréttamaður, skáldmæltur og flugmaður, en hann á bágt þegar kemur að forseta TRUMP, eins og flestir RUV og Bylgjunnar fréttamenn. Þetta segir okkur flest um frétta og blaðamenn, sem virðast af sömu genum og oftast vinstri sinnaðir?

Donald J.TRUMP forseti barðist fyrir vinnandi AMERIKUMENN gegn stjórnmálafeninu í Washington. Styrkur hans í dag er meiri en áður meðal 74miljóna sem kusu hann til forseta.

Mitch McConnel formaður republicana óttast TRUMP og jákvæða stefnu hans í innan og utanríkismálum eins og allir demokratar, sem óttuðust hann frá fyrsta degi. 

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 17.2.2021 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband