25.2.2021 | 10:44
Kagað og ragað
af Viðreisnarvörðunni í grein Þorsteins Pálssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu:
Þorsteinn skrifar:
"Samtök atvinnulífsins birtu nýlega á heimasíðu sinni afar skarpa aðvörun um veikleika ríkisfjármálanna. Það er mikil alvara á ferðum þegar þau segja að forsendan, sem lántökustefnan byggir á, standist ekki. Sú kenning er nú nokkuð óumdeild að ríki geti tekið gífurleg lán til þess að brúa bilið fyrir launafólk og fyrirtæki í kreppunni og vikið hefðbundnum fjármálareglum til hliðar um tíma.
Forsendan sem brást
En hér eins og annars staðar byggir kenningin á því að hagvöxtur verði meiri en vextir og að lánin séu í eigin gjaldmiðli. Bregðist þessar forsendur þarf að grípa til skattahækkana eða niðurskurðar. Ríkisstjórnin hefur staðhæft að til þess komi ekki af því að vextir verði lægri en hagvöxtur. Nú koma Samtök atvinnulífsins og segja hins vegar umbúðalaust: Ekki er því sérstök ástæða til að ætla að hagvöxtur verði vel umfram árlegan vaxtakostnað á tímabili fjármálaáætlunar. Rauða spjaldinu verður vart lyft hærra. Fótunum er algjörlega kippt undan fjármálaáætluninni. Ganga má út frá því sem vísu að Samtök atvinnulífsins reiði ekki hærra til höggs gegn fjármálaráðherra en efni standa til.
Stefnubreytingin dýpkar vandann
Þannig taka Samtök atvinnulífsins ekki með í reikninginn nýjustu stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar í peningamálum. Ríkisstjórnin fór af stað fyrir tæpu ári með fyrirheit Seðlabankans um aðgerðir til að tryggja ríkissjóði innlent lánsfé eins og þyrfti. Það var skynsamleg ráðagerð. Þegar á reyndi kom í ljós að krónan var ekki brúkleg til peningaprentunar. Ríkisstjórnin kúventi því stefnunni og hefur nú hafið erlendar lántökur í stórum stíl. Þó að ávöxtunarkrafan af þeim lánum sé lægri en vextir af innlendum lánum er gengisáhættan þeim mun meiri. Þessi stefnubreyting stóreykur þá áhættu, sem Samtök atvinnulífsins vara við.
Pólitíska staðan
Síðustu skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórnin muni halda velli jafnvel þó að hún fái ekki meirihluta atkvæða. Samkvæmt mati Samtaka atvinnulífsins á fjármálaáætlun hennar er útlitið því býsna dökkt bæði fyrir launafólk og fyrirtæki. Í þessu ljósi er skiljanlegt að Samtök atvinnulífsins kalli í áliti sínu á þverpólitíska sátt um aðhald í rekstri hins opinbera og niðurgreiðslur skulda. Vandinn er aftur á móti sá að stjórnarandstöðuflokkarnir virðast fram til þessa hafa byggt útgjaldatillögur sínar á því að þær fullyrðingar ríkisstjórnarinnar stæðust að vextir verði mun lægri en hagvöxtur og gengisáhætta sé ekki í spilunum.
Tveir möguleikar
Stjórnarandstöðu flokkarnir þurfa því einnig að fjalla um stöðuna í ljósi þessara nýju upplýsinga. Pólitíska hliðin á því er aftur á móti sú að nánast er útilokað að aðrir f lokkar leggi til minni útgjöld en Sjálfstæðis flokkurinn hefur þegar ákveðið fyrir næstu fimm ár með VG. Það leiðir okkur að þeirri niðurstöðu að sátt um þann útgjaldaramma er að líkindum það lengsta sem hægt er að komast í aðhaldi. Fjármagnskostnaðurinn verður því óhjákvæmilega of mikill, nema ný pólitísk hugsun komi til. Samkvæmt mati Samtaka atvinnulífsins leiðir óbreytt stjórnarstefna til hærri skatta eða niðurskurðar. Stjórnarandstaðan getur valið að ganga þá leið með ríkisstjórnar flokkunum og rífast svo eftir kosningar um það hvort hækka eigi skatta eða skera niður. Hinn kosturinn er að taka upp gjaldmiðil, sem tryggir okkur jafn lága vexti og önnur Norðurlönd njóta án gengisáhættu.
Skjótvirkasta leiðin
Það eru engir aðrir kostir í boði. Samtök atvinnulífsins segja réttilega í umsögn sinni: Það verða engir erlendir kröfuhafar með djúpa vasa til þess að leysa okkur úr snörunni í þetta sinn.
Öruggasta leiðin er að taka upp evru. Það tekur tíma. Skjótvirkasta leiðin er að leita strax eftir samningum við Evrópusambandið um gjaldmiðlasamstarf til þess að tryggja stöðugleika krónunnar. Flest bendir til að það myndi tryggja að vextir af lánum ríkissjóðs verði til muna lægri en hagvöxtur.
Það eykur líkurnar á að unnt verði að verja velferðarkerfið án skattahækkana. Sagan sýnir að við höfum aldrei komist út úr kreppum nema með kerfisbreytingum af einhverju tagi."
Hagfræðiforsendur Þorsteins um vexti og hagvöxt þurfa alls ekki að vera algildar enda kemur margt annað þar til álita.
Það er furðuleg fullyrðing sem Þorsteinn dregur fram í lok greinarinnar um nauðsyn róttækrar kerfisbreytingar. Það var krónan íslenska sem kom okkur út úr vandanum eftir hrunið. Ekkert annað .Engin Evra eða gjaldmiðlatenging heldur aðeins gengisfrelsið sem keyrði útflutninginn upp og leysti málið ásamt ferðamannasprengjunni sem réðist á okkur.
Það er þó að met það hversu einlægur Þorsteinn er í að afskrifa möguleika Íslands á að standa á eigin fótum sem frjálst og fullvalda ríki og ganga til liðs við tollabandalag hagsvaxtarlausra gamalla 27 Evrópuríkja gegn afganginum af heiminum.
Hvaða kjósendur munu ekki hafa meiri metnað en þennan fyrir hönd ættlands síns. Þessari vantrú fylgir auðvitað vantrú á fólkið sjálft og því stuðla þessir flokkar að sem mestri fjölgun innflytjenda sem leiðir til útskipta á þjóð í landinu. Hvað verður um íslenskan menningararf þegar helmingur þjóðarinnar verður fæddur annarsstaðar. Fyrir hvern mun Njála eða eða Passíusálmar lesin í útvarp. Hvað mál mun verða talað í landinu nái þessi öfl undirtökum í þjóðlífinu?
Þannig er nefnilega kagað af fullveldisframsalsöflunum og valkostir þjóðarinnar ranglega ragaðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.