Leita í fréttum mbl.is

Alex Epstein

ritaði bók 2014 sem hann nefnir: "The Moral Case for Fossil Fuels."

Í þeirri síbylju sem yfir heiminn dynur um nauðsyn grænnar orku úr vindi og rafmagni er þessi bók góð til að opna augun fyrir einni staðreynd.

Aðalástæðurnar fyrir því að tekist hefur að forða heiminum frá daglegri hungursneyð í skjóli skefjalausrar fjölgunar bjargarlausasta hluta mannkynsins, eru breytingar í erfðum í landbúnaði, oft kenndum til Borlaug sem jók framleiðni nytjaplantna, og að orkan úr jarðefnaeldsneytinu, kolum, olíu og gasi knýr fæðuöflun og flutninga á jörðinni. Almennar tækniframafarir í nýtingu orkugjafanna koma svo til viðbótar.

Það er ekki kolefnissporið sem skiptir máli heldur nauðsynin. Við getum ekki verið án orkunnar frá jarðefnaeldsneytinu. Ef það þrýtur sem ekki er í sjónmáli er það aðeins ný tækni og kjarnorkan sem mun geta leyst orkuvandamál mannkynsins.

Hvernig sem við ólmumst og Al Gore flýgur vítt um heim á einkaþotu sinni eða hversu langar Borgarlínur verða lagðar, þá getum við ekki án jarðefnaeldsneytis verið. Kolefnislosunin verður með okkur um langt skeið.

Alex Epstein hefur bent okkur á óþægilegar staðreyndir sem við getum ekki látist ekki sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband