Leita í fréttum mbl.is

Málsvörn

Jóns Ásgeirs í bók Einars Kárasonar var ég að renna í gegn um á hraðferð. Það er langt í frá að ég geti fellt einhvern dóm um verkið í heild. Enda er ég hlutdrægur þar sem Einar er einn af mínum uppáhalds skríbentum.

En þessi bók er byggðá mikilli heimildavinnu hvað sem tautar. Hvernig einstakar persónur koma út er sjálfsagt litað af viðhorfum Jóns og Einars. Ég á dálítið bágt með að sjá fyrir mér alla illsku og fautaskap Davíðs Oddssonar, þetta er einhver annar maður en ég taldi mig þekkja þó að ég viti að það þarf klof til að ríða röftum. Og margt er talað um skapferli Davíðs sem ekki allir þekkja, allavega ekki ég.En við sögu koma þvílíkur fjöldi af fólki um víða veröld að það er erfitt að fóta sig í atburðarásinn.

En mér fannst frásögnin af tilurð Bónusar og uppvexti Jóns mjög skemmtileg og fróðleg. Hvað sem annars verður sagt er þetta partur af sögu þjóðarinnar og einstöku framtaki feðganna.

Ég man að ég hitti Jóhannes á sýningu þegar hann er að undirbúa að opna Bónus. Hann var svo myljandi skemmtilegur þegar hann er að lýsa áformum sínum. Lágu verði, takmörkuðu framboði og að Bónus myndi ekki steypa sig fastan eins og gömlu kaupmennirnir, Axel í Krónunni ofl. gerðu, heldur myndi Bónusbúðin elta kúnnann og bara versla. Burt með alla milliliði og bara vera með lægsta verð-alltaf. 

Auðvitað breytist margt í áranna rás en ævintýri var þetta allt.

Jón Ásgeir bara kollsigldi sig þegar hann keyrði inn í kreppuna. Það hafa margir gert á undan honum en fáir í þvílíkum skala. Og Jóhannes átti í harðri baráttu við sjálfan sig alla tíð.

Barátta Jóns Ásgeirs við að halda lífi í réttarsölunum á árunum eftir hrun hefur ekki verið heiglum hent og hann á virðingu mína bara fyrir að hafa lifað af. Margt gerði Jón vel en frekur er auðvitað hver til fjörsins og eitthvað er dulið. En hann sleppur við að vera alvarlega sakfelldur fyrir auðgunar-og skattlagabrot, sleppur með smá skilorð.

Jón Ásgeir stækkaði einfaldlega uppúr stígvélunum sínum eins og Kaninn segir. Missti stjórnina á útþenslunni.

Ef það er einhver maður sem mér finnst koma illa út eins og Davíð Oddsson þá er það Gunnar Smári Egilsson. Mér finnst þessi maður ekki vera mikilmenni sem mest lifði í eigin peningaþágu og algerrar eigingirni. Hann launaði Jóni Ásgeiri illa ofeldið.

Hugsjónabarátta hans um þessar mundir sem sósíalista gengur gersamlega fram af mér og trúi ég varla einu orði af hugsjónavaðli hans. Mér finnst hann gæti verið andlega skyldur  Hvamm-Sturlu sem enginn maður frýði vits en var meira grunaður um græsku. Jafnan reiðubúinn að veita ágang lifandi fólki og þó Sturla skirrist við þegar Þorbjörg var ekki lengur lífs, þá er ég ekki viss um hvort Gunnar Smári þekkir nokkur slík takmörk miðað við það sem frá honum streymir.

Þessi bók er betur skrifuð en óskrifuð þó hún skipti líklega engu máli í sögunni. Gert er gert og aðeins framtíðin skiptir máli.

Ég hef aldrei hitt Jón Ásgeir enda ætti hann líklega lítt vantalað við vesaling minn. En ég finn til virðingar fyrir honum fyrir hans óhemju dugnað án þess að ætla að stimpla einhver siðferðisvottorð fyrir hann.

Það hefur Einar Kárason hinsvegar gert með ágætum í sinni málsvörn hver sem allur sannleikurinn er og ekkert nema sannleikurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var sorgartíð fyrir mjög marga, sem misstu allt til bankanna og stofnanna, fyrirtækin og eigin-húsnæði. Aðrir í viðskiptum og eigendur í bönkunum græddu og græddu og vildu enn meira. Þetta ferðalag "fárra" eignuðust allt en vildu enn meira. Þeirra stórbusiness voru afskriftir!

Þetta er liðin tíð, en verður vonandi aldrei endurtekin.

Menn settust niður með fjölskyldunni og ákváðu að hatast ekki og vera sáttir með Guði og mönnum.

Einar Kárason er "sögumaður" og ÍSLENDINGUR ásamt Jóni Ásgeiri, báðir dugnaðar menn, sem eiga góða og slæma daga eins og við hin.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 27.2.2021 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband