6.3.2021 | 13:34
Ragnar Önundarson
sá margvísi bankamaður skrifar raunsanna pistil á Facebook sem frammámenn okkar í kjaramálum mættu reyna að lesa sumir hverjir:
"Tveir stjórnmálaflokkar, Samfylkingin og Viðreisn, virðast ætla, einu sinni enn, að gera þráhyggjuna um evru að helstu ,,söluvöru sinni fyrir kosningar. Þeir eru búnir að ,,mála sig út í horn áður og virðast ekkert hafa lært eða skilið.
Ef gengi krónunnar er of hátt skráð, t.d. vegna aflabrests, verðfalls, brests í komu ferðamanna eða þess að við skiptum í kjarasamningum meiri tekjum á milli okkar en þjóðartekjunum nemur, þá versnar hlutfallið milli gjaldeyristekna og -gjalda og þar með verður skortur á gjaldeyri, sem leiðir til þess að hann hækkar í verði í krónum. Það er kallað gengislækkun.
Kaupmáttur okkar allra lækkar, við tökum höggið saman, eins og sannir jafnaðarmenn. Gjaldeyrisaflandi fyrirtæki lifa og hagkerfið réttir fljótt úr kútnum.
Ef menn búa hinsvegar við gjaldmiðil sem sveiflast m.v. þarfir annarra landa, t.d. Þýskalands (sem evran gerir að verulegu leyti) þá týna útflutningsfyrirtækin tölunni (þmt. ferðaþjónustufyrirtækin sem flytja náttúruupplifun út og afla á móti gjaldeyris). Starfsfólkið missir vinnuna og einhverjir sem þora þurfa að stofna ný fyrirtæki frá grunni, sem reynslan sýnir að er tímafrekt stórmál. Þess vegna er mikið atvinnuleysi viðvarandi í jaðarríkjum evrunnar, sem líða fyrir það að hún fylgir iðnríkjunum í miðju ESB.
Langvarandi atvinnuleysi er mesta og versta böl hvers samfélags.
Að gæla við hugmyndir um aðild að ESB og upptöku evru, sem mundu valda því að þeir sem missa vinnuna við gjaldþrot útflutnings-fyrirtækjanna þjáist einir, á meðan allir aðrir halda áfram að eyða gjaldeyrisvarasjóðum landsins þar til það kemst í þrot, væri réttnefnt glapræði.
Að stofna fyrirtæki og koma því í lífvænlegt horf er mikið mál, tekur langan tíma og er áhættusamt. Þrotlaus vinna og margar svefnlitlar nætur. Þetta er ástæða þess að atvinnuleysi yrði mikið og langvarandi, ef land með einhæft atvinnulíf og ólíkt þeim iðnríkjum Vestur-Evrópu sem ráða gengi evrunnar, tæki hana upp. Svonefnd ,,niðurfærsluleið yrði eina úrræðið, þ.e. lækkun launa allra nema þeirra sem ráða launum sínum sjálfir. Sjálftökufólkið tekur nefnilega ekki þátt í niðurfærslunni.
Allir eiga að vita að full aðild að ESB er forsenda upptöku evru. Samt er rætt um upptöku evru eins og einfalt mál. Til að okkur verði óhætt að ganga í ESB yrðum við að virkja í stórum stíl og laða stóriðju til okkar í sama mæli, til að auka stöðugleika hagkerfisins.
Engin samstaða er um þetta og reynslan sýnir að sú stóriðja sem hingað vill koma, önnur en álbræðslur, er vandfundin.
Enn er nægur tími til leiðrétta ranga stefnu fyrir kosningar. Það ættu Samfylkingin og Viðreisn að gera. Það er ekki gæfulegt að leggja mál sín í dóm kjósenda ,,með óhreint mjöl í pokahorninu.
Þarna er greint frá staðreyndum sem hafa ekki breyst í áranna rás. Hinsvegar hafa margir haft atvinnu af því að afneita þessum atriðum og flagga öðrum sjónarmiðum. Allt hefur jafnan að sama brunni borið. Ein króna verður ekki að tveimur nema hagnaður verði.
Það veit Ragnar Önundarson eftir langa reynslu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Spurt er
Viltu breyta klukkunni?
Hvaða fyrirmenni treystirðu best ?
Athugasemdir
Já, Ragnar Önundarson sem helst er þekktur fyrir karlrembu og samráð og markaðsmisnotkun sem forstjóri kreditkorta. Semsagt ekkert gáfnaljós, fastur í fornöld og með vafasamt siðferði. Þarna lýsir hann sinni pólitísku skoðun með fullyrðingum án raka sem standast skoðun. Menn geta því auðveldlega verið sammála honum eða ósammála. Hvort grein hans sé raunsönn fer eftir pólitískum skoðunum lesanda en ekki neinum sönnuðum staðreyndum. Þannig að þessi grein er ekki að kenna neinum neitt en virkar sem staðfesting fyrir þá sem hafa þessa trú. Þeir kalla trúarkenninguna staðreyndir og greinina raunsanna þó fullyrðingarnar séu hrekjanlegar. Hinir hafa heyrt þetta allt áður án þess að sannfærast og taka trúna. Trú Ragnars er ekki smitandi þó aðrir sanntrúaðir hrífist með prédikuninni.
Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2021 kl. 17:46
,,skortur á gjaldeyri, sem leiðir til þess að hann hækkar í verði í krónum. Það er kallað gengislækkun"
Þetta er reyndar rangt. Gjaldeyrir hækkar í verði og þar með minnkar verðgildi krónunnar (gagnvart erlendum gjaldmiðlum). Það er lækkun krónu og hækkun (gengis) erlendra gjaldmiðla eða gengishækkun. Líka má tala um lækkun krónu og hækkun gengis (erlendra gjaldmiðla).
PS Ég biðst afsökunar á vöntun á íslenskum gæsalöppum, kerfið fer í fýlu við noktun þeirra sbr. „“
Nonni (IP-tala skráð) 7.3.2021 kl. 01:46
Samfylkingin og Viðreisn og einstaklingar með sömu skoðun um að ganga til lags við ESB (skuldabandalagið), hverfa af Alþingi. Hverfum að öllu frá skuldbindingum og óstjórn ESB, sem engu skila til fámenni okkar ÍSLENDINGA, nema vandamálum.
Við viljum eigin landamæri og eigin stjórnsýslu með styrkri löggæslu og landamæraeftirliti. 25/þúsund atvinnulausra er skelfilegt fyrir fámenni okkar-Covid plágan frá Kína og skítblankt RÍKIÐ segir fullt stopp á hælisleitendur, sem eru að kæfa fámenni okkar og íslenska menningu.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 7.3.2021 kl. 10:34
Þetta er óvenjulega vitlaus samsetning hjá Kerrunni um Ragnar Önundarson
Halldór Jónsson, 10.3.2021 kl. 21:37
Ææ, var ég að segja eitthvað sem ekki mátti um einhvern sem þú hefur sett upp á stall. Þér var nær að sækja hetju í hóp smákrimma sem geta látið kennitölu fyrirtækis taka á sig sökina þegar lög eru brotin. Ekki getur málstaðurinn verið beysinn ef hetjur hans eru svona.
Vagn (IP-tala skráð) 11.3.2021 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.