Leita í fréttum mbl.is

Miðflokkurinn auglýsir

svo á heimasíðu sinni og í Morgunblaðinu:

 

"Baráttan við báknið

Báknið vex stjórnlaust og kerfisvæðingin eykst.  Afleiðingin er sú að það verður sífellt erfiðara að stofna eða reka lítil fyrirtæki og skapa ný verðmæti.  Lítil fyrirtæki þurfa að ráða sérfræðinga til að fást við kerfið.  Fólk þarf svo að borga hærri skatta til að standa undir stækkandi bákni.  Miðflokkurinn berst fyrir því að minnka báknið, lækka álögur á almenning og einfalda lífið.

Verjum fullveldið

Nú þarf að verja fullveldið.  Fullveldi Íslands hefur skilað samfélaginu gífurlegum árangri.  Á síðustu árum hefur það reynst ómetanlegt við að leysa gríðarstór mál á borð við Icesave og uppgjör bankanna sem gjörbreytti efnahagsstöðu landsins.  Í bóluefnamálum hefði beiting fullveldis skipt sköpum.  Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldið og gegn aukinni ásælni ESB til áhrifa m.a. í orkumálum.

Samgöngubætur um allt land, ekki Borgarlínu

Þörfin fyrir samgöngubætur er knýjandi bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.  Þrátt fyrir mikla efnahagslega niðursveiflu nýtur íslenska ríkið nú betri kjara en áður. Það er afleiðing þeirra róttæku efnahagsaðgerða sem ráðist var í á árunum 2013-16.  Þessa stöðu á að nýta til að byggja upp innviði landsins, ekki hvað síst í samgöngum. En þá skiptir öllu máli að forgangsraða rétt.  Ráðast í hagkvæmar framkvæmdir þar sem þörfin er mest.  Lykilatriði í þeim útreikningum er mikilvægið sem felst í því að tengja allt landið og veita íbúum Íslands alls þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.

Raunin hefur hins vegar verið sú að stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um einstaklega óhagkvæmar fjárfestingar.  Samkomulag um að veita 50 milljarða króna styrk til að koma á framkvæmdum við svokallaða Borgarlínu er skýrasta dæmið.  Ríkisstjórnin samþykkti að selja verðmætar eignir (Keldnalandið og/eða Íslandsbanka) til að fjármagna upphaf Borgarlínu án þess að framkvæmdakostnaður liggi fyrir og hvað þá rekstrarkostnaður sem ríkið getur setið uppi með til framtíðar.

Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað látið plata sig til að gera samninga sem leiða til óhagkvæmra fjárfestinga í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu og miða að því að þvinga flugvöllinn burt úr Reykjavík.

Fyrir áratug ákvað þáverandi ríkisstjórn að veita milljarði í stuðning við Strætó en draga fyrir vikið úr samgöngubótum á höfuðborgarsvæðinu.  Markmiðið var að auka notkun Strætó.  Árangurinn varð enginn.  Engu að síður er leikurinn endurtekinn nú og bætt í með því að halda áfram með verkefni sem hefur ekki virkað í 10 ár og bæta við tvöföldu strætisvagnakerfi sem mun þrengja að annarri umferð á höfuðborgarsvæðinu og miðar að því að Reykjavíkurflugvelli verði lokað.

Nú er rétti tíminn fyrir átak í samgöngumálum um allt land en það er aldrei rétti tíminn fyrir glórulausar ákvarðanir eins og þær sem nú er unnið að.

Fjármálakerfið

Stóru aðgerðirnar sem fylgdu uppgjöri föllnu bankanna og endurreisn efnahagslífsins árið 2015 hafa enn ekki verið kláraðar.  Mikilvægur liður í að hámarka ávinning samfélagsins var að byggt yrði upp sterkt og heilbrigt fjármálakerfi á Íslandi til að þjónusta almenning og fyrirtæki á góðum kjörum. Miðflokkurinn lagði fram heildaráætlun um fjármálakerfið og lífeyrissjóðina.

Málefni hælisleitenda

Málefni hælisleitenda eru í ólestri á Íslandi og áform stjórnvalda munu gera okkur enn erfiðara að aðstoða sem flesta þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda.  Hlutfallslega eru hælisumsóknir nú orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku.  Miðflokkurinn vill nýta reynslu annarra Norðurlanda og skynsamlega stefnu danskra jafnaðarmanna.

Atvinnulíf

Atvinnuleysi jókst verulega á Íslandi eftir að veirufaraldurinn hófst.  Stórauknum útgjöldum ríkissjóðs verður ekki mætt nema með aukinni verðmætasköpun og fjölgun starfa.

En það má ekki gleymast að atvinnuvegir landsins voru lentir í verulegum vanda áður en faraldurinn hófst.  Sá vandi er nú enn meira ákallandi en áður.

Þetta átti ekki hvað síst við um litlu og meðalstóru fyrirtækin sem stóðu frammi fyrir mikilli kostnaðaraukningu með hækkandi álögum og auknu íþyngjandi regluverki. Reyndar er það orðið svo að það er vart hægt að stofna eða reka fyrirtæki á Íslandi án þess að ráða sérfræðinga bara til að fást við kerfið.  Enn streyma inn reglur sem lítil fyrirtæki á Íslandi þurfa að fylgja þótt þær séu sniðnar að alþjóðlegum stórfyrirtækjum.  Slíkt er gríðarleg hindrun gegn framtaki og sköpun þeirrar atvinnu og verðmæta sem samfélagið þarf á að halda.

Framtíð íslensks landbúnaðar hafði verið teflt í tvísýnu áður en faraldurinn hófst.  Sótt var að greininni úr mörgum áttum samtímis.  Faraldurinn hefur svo enn aukið á vanda greinarinnar en bændur hafa ekki fengið stuðning eins og aðrar stéttir.  Miðflokkurinn er búinn að leggja fram stærstu og róttækustu áætlun um eflingu íslensks landbúnaðar sem sést hefur a.m.k. áratugum saman.

Iðnaðurinn hefur búið við viðvarandi óvissu.  Ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgreinin, stendur frammi fyrir hættu á að lenda í því sem við horfðum upp á fyrir áratug þegar fyrirtæki voru tekin af fólkinu sem hafði byggt þau upp og seld til annarra.  Þar með voru þeir sem höfðu lagt allt sitt undir áður en áfallið reið yfir sviptir tækifærinu til að njóta efnahagsuppsveiflunnar.  Miðflokkurinn mun ekki leyfa því að gerast.

Miðflokkurinn hefur barist fyrir leiðum sem verja og verðlauna þá sem hafa lagt mikið á sig til að auka verðmætasköpun samfélagsins. Það eru leiðir sem taka mið af samhenginu milli verðmætasköpunar og velferðar.  Við þurfum öll á því að halda að íslenskt atvinnulíf nái sér á strik en það gerist ekki af sjálfu sér.  Það þarf stefnu og framtak og það býður Miðflokkurinn upp á.

Frjálslyndi

Frjálslyndi og önnur grunngildi samfélagsins eiga undir högg að sækja.  Tjáningarfrelsi og opin skoðanaskipti hafa farið halloka fyrir nýjum rétttrúnaði þar sem yfirborðsmennska og ímyndarsköpun ráða för.  Miðflokkurinn telur að frjáls tjáning og opin skoðanaskipti séu forsenda framfara.  Við erum óhrædd við að fara gegn hóphugsun stjórnmálanna og berjast fyrir því sem við teljum að þurfi að breyta en verja það sem hefur reynst vel.

Öryggi

Það er frumskylda ríkisvaldsins að vernda öryggi borgaranna.  Miðflokkurinn hefur beitt sér fyrir því að lögregla og landamæraeftirlit fái úrræði og fjármagn til að beita sér gegn skipulagðri glæpastarfsemi og að gerðar verði ráðstafanir til að bregðast við skýrslu Ríkislögreglustjóra um stóraukin umsvif afbrotahópa á Íslandi. Liðsmönnum erlendra glæpagengja á að vísa úr landi.

Eldri borgarar

Árið 2014 var eldri borgurum veitt fyrirheit um að þegar búið væri að endurreisa efnahagslíf landsins fengju þeir að njóta þess í bættum kjörum.  Endurreisnin náðist hraðar og betur en flestir bjuggust við en eldri borgarar bíða enn og búa við ósanngjarnar skerðingar sem draga úr vilja til að spara og vinna.  Miðflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að staðið verði við fyrirheitin við eldri borgara.

Ísland allt

Áratugum saman hefur verið rætt um mikilvægi byggðamála á Íslandi.  En viðbrögðin hafa ekki dugað. Það að gera dálítið hér og dálítið þar er fullreynt. Það hefur ekki virkað til að snúa við áratuga þróun, þróun sem hefur slæm áhrif á allt landið.  Við Íslendingar erum ekki nema rúmlega 350.000 og eigum stórt og gjöfult land.  Þegar við nýtum ekki landið allt skaðar það samfélagið og kemur í veg fyrir að við nýtum ótal tækifæri.

Fyrir síðustu kosningar kynnti Miðflokkurinn áætlunina Ísland allt.  Stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið um að efla byggðir landsins alls.

Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina, ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu.  Með því að líta á heildaráhrifin og langtímaáhrifin getum við leyft okkur að ráðast í miklar fjárfestingar í þeirri vissu að eitt muni styðja annað og áhrifin verði á endanum hagkvæm fyrir allt Ísland.

Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks.

Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu.  Það virðist augljóst að þannig eigi það að vera en Miðflokkurinn er með skýra áætlun um hvernig það geti orðið að veruleika.

Þetta snýst allt um heimilin

Allt snýst þetta um að verja heimilin og bæta hag þeirra.  Við stórtækar aðgerðir á borð við skuldaleiðréttinguna og uppgjör föllnu bankana var markmiðið alltaf að verja og bæta kjör alls almennings.  Það sama á við um baráttu Miðflokksins nú.  Hún miðar öll að því að nýta tækifæri samfélagsins og tryggja að ávinningurinn skili sér á sanngjarnan hátt til allra landsmanna."

Hvernig á ég að taka þessu?

Ýta þessu til hliðar og segja að þéir meini ekkert af þessu, þetta sé bara innantót skvaldur sem ekkert sé að marka.

Sjálfstæðisflokkurinn minn gamli verði með þetta allt saman en bara miklu betra og skýrara enda minn gamalreyndi flokkkur. Ekkert hafi verið að marka skrílslæti Áslaugar Örnu og Unnar Brár og undirspil fundarstjórans Jónasar á landsfundi þegar Gústaf Níelsson og Jón Magnússon máttu ekki ræða málefni flóttamanna?

En hvar á ég að lesa um það hvað Sjálfstæðisisflokkurinn vill í einstkölum málaflokkum sem Miðflokkutinnn er er þarna að telja upp?

Hvar fæ ég að lesa stefnu Sjálfstæðisflokksins í þeim málalflokki sem ég hef undirstrikað sem eru mín aðaláhersluefni í stjórnmálum dagsins í dag?

Ætlar þingflokksformaður Sjálfsyæðisflokksins og forystumenn að eiga samtal við Sjálfstæðismenn um næstu orkupakka, aframhald Evrópusamstarfs  og fullveldið?

Eða á ég að segja bara að formaðurinnn semji stefnuna í málefnasamningi við einhvarja aðra flokka svo að hann og  flokkurinn komist örugglega í stjórn  eftir kosningar. Það eitt skipti mali í pólitík að flokkurinn og forystan komist að ríkistjórnarmyndun? Við bara sjáum til hvernig þetta verði?

Eða erum að að horfa á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að fá hugsjónalega samkeppni í fyrsta sinn?

Ekkert þýði að hafa einhverja stefnu sem þurfi svo að semja um mismikið, sýna á spilin og skýra frá éherslum fyrir kosningar?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsjónir þínar falla vel að lýðskrumi og fordómum Miðflokksins nú þegar Íslenska þjóðfylkingin er svo gott sem dauð. Og Útvarp Saga er nú þinn fjölmiðill því ekki taka margir á Mogganum undir áhyggjur þínar.

Sumir vilja meina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að breytast hægt og rólega, ein jarðarför í einu, þegar karlrembur, rasistar og gömlu nasistarnir sem fundu þar skjól eftir seinna stríð drepast sökum aldurs. Að sú mengun sé að hverfa og eftir standi upprunalegar hugsjónir sem voru svo kæfðar í nærri mannsaldur að margir flokksmenn töldu þær annarra flokka.

Vagn (IP-tala skráð) 11.3.2021 kl. 20:05

2 identicon

Frábær lesning frá MIÐFLOKKNUM varðandi fullveldi okkar og sjálfstæði. Landið og miðin eru undir okkar eign ábyrgð varðandi ómengaðar framleiðsluvörur frá láð og legi selt af okkur sjálfum, en ekki gegnum alþjóðasamvinnu "getulausra".

Tökum alla ábyrgð sjálfir undir eigin stjórn. Vistin með glóbalistum er hættuleg fyrir fámennt ÍSLAND. Miðflokkurinn þekkir orkumálin betur en margur.

Kosningaloforðin lofa góðu fyrir ÍSLENDINGA, andstætt vinstri stjórnmálaflokkunum, Samfylkingu og Viðreisn, sem lofa vistina og getuleysi ESB sinna. Ekki fyrir ÍSLAND.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 11.3.2021 kl. 21:07

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Getur verið að Kerran hafi upprunalega umgur og hress verið hallur undir Sjálfstæðisstefnuna áður en hann sauð í sér heilann?

En  skynjar eins og jafnvel eins og gamli fasistinn að flokkinn hefur borið af leið sé staddur í einni af eigin eigin jarðarförum án þess að skynja það? 

Halldór Jónsson, 11.3.2021 kl. 21:12

4 identicon

Takk Halldór!

Það þarf kjark til að horfast í augu við að okkar gamla flokki hefur verið rænt.

Það þarf nákvæmlega þann sama kjark, glöggskyggni og raunsæi og áður fyrr einkenndi ríflega 40% kjósenda, sjálfstæðismenn, en nú helst hjá þeim nær 20% kjósenda sem yfirgefið hefur flokkinn.  Því hann er ekki lengur flokkur sjálfstæðisstefnunnar.

Flokkur sjálfstæðisstefnunnar, og fullveldis lands og þjóðar, er nú aðeins einn:  Miðflokkur Sigmundur Davíðs.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.3.2021 kl. 01:53

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn glatað stefnu sinni hann rekur nú um reginhaf vélarvana og hefur misst stýrið, vindar og straumar bera hann til og frá eftir því hvernig vinar blása og straumar liggja.

Sjálfstæðisflokkurinn minnir mig að mörgu leiti á Demókrataflokkinn vestur í USA, flokk sem er orðinn róttækur sósíallista/kommúnista flokkur.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það og sannað að hann er ekki lengur lýðræðisflokkur, samþykktir aðalfunda flokksins eru látnar lönd og leið og ekkert farið eftir vilja meirihluta flokksmanna. Er að furða að fylgið týnist af flokknum, íhaldsstefnan er horfin það má helst finna hana hjá Miðflokki Sigmundar Davíðs.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.3.2021 kl. 10:30

6 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fallið rækilega vegna samspils við vinstriflokka og ríkisrekstur, hnattræna hlýnun, sem er hugmyndafræði vinstrimanna, en ekki vísindi.

Allt, sem þarf fyrir ÍSLAND er góð umgengni við landið okkar og óbyggðir, söguna og tungumálið.

Hjálpum framandi löndum og vandamálum erlendis með gjöfum frá ÍSLANDI, eins og gert var áður fyrr með skreyð,vatni og lýsi og tæknilegri aðstoð. Flytjum ekki inn vandamál framandi ólíkra landa, sem ekki meta Kristna siði.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 12.3.2021 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband