Leita í fréttum mbl.is

Fiskeldi Samherja

er miklu umfangsmeira en ég hafði gert mér grein fyrir.Enda ekkert sérlega margvís.

"Fiskeldi Samherja kemur að öllum stigum eldis og vinnslu, allt frá hrognum til neytenda.  Samherji fiskeldi ehf. rekur eina klakfiskastöð að Sigtúnum í Öxarfirði, eina klakstöð fyrir hrogn að Núpum í Ölfusi, þrjár seiðastöðvar og tvær áframeldisstöðvar fyrir bleikju, aðra á Stað við Grindavík og hina að Vatnsleysuströnd.  Einnig rekur fyrirtækið eina strandeldistöð fyrir lax að Núpsmýri í Öxarfirði.  Allt eru þetta landeldisstöðvar sem nýta jarðvarma og notast við borholuvatn, ýmist ferskt eða ísalt, við framleiðslu á hágæða eldisfiski.

Til að vinna afurðir frá eldinu eru starfræktar tvær vinnslur, önnur í Öxarfirði þar sem laxi er slátrað og pakkað og síðan fullkomin hátæknivinnsla í Sandgerði þar sem bleikju er slátrað og hún unnin í fjölbreyttar neytandaumbúðir.  Allar stöðvarnar eru vottaðar af ECOCERT í Sviss fyrir verslunarkeðjuna Whole Foods Market í Bandaríkjunum og vinnslan er jafnframt með  BAP vottun (Best Aquaculture Practices). Stefnt er á að bleikjueldið verði vottað af ASC á árinu 2020."

Hvílík glæsifyrirtæki þetta eru er fróðlegt að skoða á netinu.Spurning er hvort eldi matfiska muni ekki yfirskyggja veiðar á villtum fiski þegar fram líða stundir.Kvótagróðinn hefur greinilega runnið í þá átt í þessu tilviki.Fiskeldi er í sókn um allt Ísland með erlendri þátttöku. 

Öfundin er aldrei langt undan hjá manni ef eitthvað gengur vel hjá öðrun. Mörgum blæðir í augu að 70 milljarðar runnu nýverið til erfingja eigenda Samherja. Hin hliðin er sú að olýmpskar veiðar aragrúa skipa hefði ekki skapað neitt í líkingu við Samherja.

Í Bandaríkjunum ofbauð mönnum uppgangur Rockefellers og settu auðhringalög um uppskipti Standard Oil. Eftir uppskiptin leið ekki á löngu þar til hvert brotið var orðið stærra en upphaflega fyrirtækið.

Hvað verður gert við Samherja, Brim og þessi 20 útgerðarfyrirtæki sem fara með 70% kvótans? Mun ekki eignarhaldið dreifast af sjálfu sér með tímanum?

En fiskeldi Samherja sem er mikið á landi er allrar athygli vert.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 3419729

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband