Leita í fréttum mbl.is

Hrafninn

er af mörgum talið eitt áhrifamesta kvæði sem kveðið hefur verið á enska tungu.

Hötundurinn bjó við sult og seyru í Baltimore með tengdamóður sinni og konu. Hann fór til útgefanda og beiddi hann að kaupa af sér kvæðið um Hrafninn fyrir 10 dollara. Útgefandinn neitaði  en rétti honum 15 dollara og bað hann að kaupa mat fyrir. Hverju hann tapaði alls veit ég ekki en líklegt  er að hann að hafi séð eftir því síðar þegar Poe tókst salan.

Poe átti erfiða æfi og barðist við fátækt, þunglyndi og áfengissýki öll sín 40 ár. Samt skrifaði hann óhemju mikið af afburða  afburða verkum á sinni stuttu ævi sem hafa haldið nafni hans á lofti.Hann er talinn til eins af frumkvöðlum nútíma glæpasögunnar svo eitthvað sé nefnt.

Margir hafa spreytt sig á að þýða Hrafninn yfir á aðrar tungur. Langt finnst mér Einar Benediktsson hafa  komist en verkið er ekki árennilegt vegna innri rímþrauta. 

 

En menn dæmi sjálfir:

 

Poe yrrkir svona:

"1 The Raven By Edgar Allan Poe

2 Once upon a midnight dreary, while I pondered, weak and weary,

3 Over many a quaint and curious volume of forgotten lore—

4 While I nodded, nearly napping, suddenly there came a tapping,

5 As of some one gently rapping, rapping at my chamber door.

6 “’Tis some visiter,” I muttered, “tapping at my chamber door—

7 Only this and nothing more.”

8 9 Ah, distinctly I remember it was in the bleak December;

10 And each separate dying ember wrought its ghost upon the floor.

11 Eagerly I wished the morrow;—vainly I had sought to borrow

12 From my books surcease of sorrow—sorrow for the lost Lenore—

13 For the rare and radiant maiden whom the angels name Lenore—

14 Nameless here for evermore.

15

16 And the silken, sad, uncertain rustling of each purple curtain

17 Thrilled me—filled me with fantastic terrors never felt before;

18 So that now, to still the beating of my heart, I stood repeating

19 “’Tis some visiter entreating entrance at my chamber door—

20 Some late visiter entreating entrance at my chamber door;—

21 This it is and nothing more.”

22

23 Presently my soul grew stronger; hesitating then no longer,

24 “Sir,” said I, “or Madam, truly your forgiveness I implore;

25 But the fact is I was napping, and so gently you came rapping,

26 And so faintly you came tapping, tapping at my chamber door,

27 That I scarce was sure I heard you”—here I opened wide the door;—

28 Darkness there and nothing more.

29

30 Deep into that darkness peering, long I stood there wondering, fearing,

31 Doubting, dreaming dreams no mortal ever dared to dream before;

32 But the silence was unbroken, and the stillness gave no token,

33 And the only word there spoken was the whispered word, “Lenore?”

34 This I whispered, and an echo murmured back the word, “Lenore!”—

35 Merely this and nothing more.

36

37 Back into the chamber turning, all my soul within me burning,

38 Soon again I heard a tapping somewhat louder than before.

39 “Surely,” said I, “surely that is something at my window lattice;

40 Let me see, then, what thereat is, and this mystery explore—

41 Let my heart be still a moment and this mystery explore;—

42 ’Tis the wind and nothing more!”

43

44 Open here I flung the shutter, when, with many a flirt and flutter,

45 In there stepped a stately Raven of the saintly days of yore;

46 Not the least obeisance made he; not a minute stopped or stayed he;

47 But, with mien of lord or lady, perched above my chamber door—

48 Perched upon a bust of Pallas just above my chamber door—

49 Perched, and sat, and nothing more.

50

51 Then this ebony bird beguiling my sad fancy into smiling,

52 By the grave and stern decorum of the countenance it wore,

53 “Though thy crest be shorn and shaven, thou,” I said, “art sure no craven,

54 Ghastly grim and ancient Raven wandering from the Nightly shore—

55 Tell me what thy lordly name is on the Night’s Plutonian shore!”

56 Quoth the Raven “Nevermore.”

57

58 Much I marvelled this ungainly fowl to hear discourse so plainly,

59 Though its answer little meaning—little relevancy bore;

60 For we cannot help agreeing that no living human being

61 Ever yet was blessed with seeing bird above his chamber door—

62 Bird or beast upon the sculptured bust above his chamber door, 63 With such name as “Nevermore.” 64

65 But the Raven, sitting lonely on the placid bust, spoke only

66 That one word, as if his soul in that one word he did outpour.

67 Nothing farther then he uttered—not a feather then he fluttered—

68 Till I scarcely more than muttered “Other friends have flown before—

69 On the morrow he will leave me, as my Hopes have flown before.”

70 Then the bird said “Nevermore.”

71

72 Startled at the stillness broken by reply so aptly spoken,

73 “Doubtless,” said I, “what it utters is its only stock and store

74 Caught from some unhappy master whom unmerciful Disaster

75 Followed fast and followed faster till his songs one burden bore—

76 Till the dirges of his Hope that melancholy burden bore

77 Of ‘Never—nevermore’.”

78

79 But the Raven still beguiling all my fancy into smiling,

80 Straight I wheeled a cushioned seat in front of bird, and bust and door;

81 Then, upon the velvet sinking, I betook myself to linking

82 Fancy unto fancy, thinking what this ominous bird of yore—

83 What this grim, ungainly, ghastly, gaunt, and ominous bird of yore

84 Meant in croaking “Nevermore.”

85 86 This I sat engaged in guessing, but no syllable expressing

87 To the fowl whose fiery eyes now burned into my bosom’s core;

88 This and more I sat divining, with my head at ease reclining

89 On the cushion’s velvet lining that the lamp-light gloated o’er,

90 But whose velvet-violet lining with the lamp-light gloating o’er,

91 She shall press, ah, nevermore!

92

93 Then, methought, the air grew denser, perfumed from an unseen censer

94 Swung by Seraphim whose foot-falls tinkled on the tufted floor.

95 “Wretch,” I cried, “thy God hath lent thee—by these angels he hath sent thee

96 Respite—respite and nepenthe from thy memories of Lenore;

97 Quaff, oh quaff this kind nepenthe and forget this lost Lenore!”

98 Quoth the Raven “Nevermore.”

99

100 “Prophet!” said I, “thing of evil!—prophet still, if bird or devil!—

101 Whether Tempter sent, or whether tempest tossed thee here ashore,

102 Desolate yet all undaunted, on this desert land enchanted—

103 On this home by Horror haunted—tell me truly, I implore—

104 Is there—is there balm in Gilead?—tell me—tell me, I implore!”

105 Quoth the Raven “Nevermore.”

106

107 “Prophet!” said I, “thing of evil!—prophet still, if bird or devil!

108 By that Heaven that bends above us—by that God we both adore—

109 Tell this soul with sorrow laden if, within the distant Aidenn,

110 It shall clasp a sainted maiden whom the angels name Lenore—

111 Clasp a rare and radiant maiden whom the angels name Lenore.”

112 Quoth the Raven “Nevermore.”

113

114 “Be that word our sign of parting, bird or fiend!” I shrieked, upstarting—

115 “Get thee back into the tempest and the Night’s Plutonian shore!

116 Leave no black plume as a token of that lie thy soul hath spoken!

117 Leave my loneliness unbroken!—quit the bust above my door!

118 Take thy beak from out my heart, and take thy form from off my door!”

119 Quoth the Raven “Nevermore.”

120

121 And the Raven, never flitting, still is sitting, still is sitting 

122 On the pallid bust of Pallas just above my chamber door;

123 And his eyes have all the seeming of a demon’s that is dreaming,

124 And the lamp-light o’er him streaming throws his shadow on the floor;

125 And my soul from out that shadow that lies floating on the floor

126 Shall be lifted—nevermore!

 

Einar Benediktsson þýðir kvæðið svona:

 

Yfir mold sig miðnótt breiddi,
mæddur, krankur huga' eg leiddi
fyrri manna forn og kynleg
fræði ýms er ræktu þeir.
Höfgi mér á hvarma þægt sé
heyrist mér þá líkt og vægt sé
drepið högg á dyrnar, — hægt sé
drepið léttum fingri. „Heyr.
Það er gestur,“ þuldi’ eg lágt,
„við þrepskjöld dyr að knýja, heyr;
aðkomandi, ekki meir.“
 
2.
 
Þetta var á Ýlisóttu,
aldrei gleymi' eg þeirri nóttu;
skaust um gólfið skuggi hljótt og
Skalf í glæðum arinfeyr.
Birtu þráði' eg; bætur réði
bók mín engin döpru geði.
Leónóru, lífs míns gleði,
lík til grafar báru þeir.
Hún með englum ljósum lifir,
ljúfa nafnið geyma þeir,
nafn sem menn ei nefna meir.
 
 
3.
 
 
Skrjáfaði í skarlatstjöldum,
skulfu kögur huldum völdum;
hrolli ollu, engu sinni
áður kunnum, gnýir þeir.
Hjartslátt setti að mér illan,
og eg margtók til að stilla' hann:
„Þetta er gestur. Gjörla vill hann,
gengið sé til dyra, heyr.
Seint á ferli er þar einhver
úti fyrir dyrum, heyr.
Aðeins það og ekki meir.“
 
4.
 
Óx mér þor, svo eg að bragði
opnum dyrum sló og sagði:
„Eg bið, maður eða kona,
afsakanir mínar heyr.
Sannlega því svo er varið,
sofna var eg, þá var barið
og um hurðu fingrum farið,
furðu léttir voru þeir;
naumast urðu högg á hurðu
heyrð, svo léttir voru þeir.“ —
Auðn og myrkur, ekkert meir!
 
5.
 
Undrandi með ógn í hjarta
út ég starði í húmið svarta;
draum þann fyrr ei dreyma þorði
dauðlegan neinn jarðarleir.
Ríkti þögn í rökkurtómi,
rofin engum minnsta hljómi.
Heiti eitt í hálfum rómi,
hennar sem í moldum þreyr,
nefndi' eg milli næmra veggja,
nafnið aftur kváðu þeir,
þetta eina orð, ei meir.
 
6.
 
Ég var sestur aftur inni,
eldur brann í sálu minni,
er þá barið öðru sinni
enn, og nokkuð gleggra. „Heyr,
glugginn er það öllu heldur,
að ég hygg sem þessu veldur;
af því hann er illa felldur,
ónáða mig brestir þeir.
Sláðu, hjarta, hægt á meðan
hygg ég að hvort smellir þeir
eru vindþot eða meir.“
 
7.
 
Opnum þá ég hlera hrindi
hoppar inn úr næturvindi,
aldinn hrafn en blakkir breiðir
berja loftið vængir tveir.
Þessi hræfugl herralegi
húsráðanda kvaddi eigi
né eitt spor hann vék úr vegi
en vatt sér upp á mynd úr leir,
sem ég átti yfir dyrum
oná Pallasmynd úr leir,
settist upp og ekki meir.
 
8.
 
Eg var hryggur í þann tíma
og þó lá mér við að kíma
er ég krumma kæki leit, svo
kringilegir voru þeir.
„Þótt ei hamur þinn sé fagur,
þú ert“, sagði ég, „ekki ragur.
Þaðan, forn og furðu magur
fugl, þú komst, sem ljósið deyr.
Greindu mér þitt hefðarheiti
heima þar, sem ljósið deyr.“
Innir hrafninn: „Aldrei meir.“
 
9.
 
Gól mér krákur orð í eyra,
undrum sætir slíkt að heyra,
þó að lítil þýðing væri
í þessu svari: Aldrei meir.
Því menn játa, vil ég vona,
að varla maður eða kona
nokkur hafi séðan svona
sitja fugl á hvítum leir,
yfir dyrum sitja svona
svartan fugl á hvítum leir
er sig nefndi „Aldrei meir.“
 
10.
 
Heyrði' eg orð úr hægum sessi
hann ei mæla fleiri' en þessi,
eins og hefði hinsta andvarp
hrafnsins verið „Aldrei meir.“
Hljóður sat hann, hreyfðist varla —
í hljóði mæli eg þá, að kalla:
„Sá ég víkja vini alla;
vonir svíkja eins og þeir;
þessi fugl, hann fer á morgun
frá mér burtu eins og þeir.“
Enn kvað hrafninn: „Aldrei meir.“
 
11.
 
Forviða' eg á fuglinn horfði,
féll það svar svo vel í orði;
„Eflaust“, sagði eg, „orðaforða
á ei meiri hrævageir.
Þetta er mæðumanns af tungu
máltak lært í böli þungu,
sem þau orð í eyrum sungu,
eltu líkt og skuggar tveir,
klukkuhljómar sárra sorga,
sviknra vona skuggar tveir,
raunaorðin: Aldrei meir.“
 
12.
 
Þótt mig harmur bitur bíti
brosandi ég stólnum ýti
út að dyrum; uppi lít ég
eira fugl á hvítum leir.
Læt mig svo í sæti detta
saman grun við grun ég flétta:
„Til hvers mundi þylja þetta
þrámálugur vængjafreyr,
hvað helst meina mun sá forni
myrki, leiði vængjafreyr
með þeim orðum: Aldrei meir?“
 
13.
 
Leita ég að sönnum svörum,
sit og mæli' ei orð af vörum;
hvarmasteinar hvassir brenna
hrafns mér innst í brjósti tveir.
Mér að silkisvæ flosið falla, —
frá mér liðna báru þeir
hana sem þar hvíldist fyrrum.
Hún úr kaldri dauðans eir
hverfur aftur — aldrei meir.
 
14.
 
Finnst mér þá sem ilmker andi
angan þungri og loftið blandi.
Segi' eg hátt: „Þar svifu um gólfið
serafim með brugðinn geir.
Englum með þinn herra hefur
hingað sent þig, krummanefur.
Fró og líkn sem frið mér gefur,
fró og líkn mér bera þeir.
Teyga huggun harms og gleymdu
henni sem í moldum þreyr.“
Innir hrafninn: „Aldrei meir.“
 
15.
 
„Spáfugl“, sagði eg, „fúli fjandi
fugls í líki, vondi andi,
hvort þér Satan hratt til strandar
hingað eða næturþeyr,
kominn ertu að auðu landi,
ógnum fylltu, í töfrabandi;
greið þó andsvör óhikandi
einni spurning minni: Heyr,
er í Gileað ennþá balsam?
Eg bið spurning þessa heyr.“
Innir hrafninn: „Aldrei meir.“
 
16.
 
„Spáfugl“, sagði eg, „fúli fjandi
fugls í líki, vondi andi,
særi eg þig við himinhátign
hans sem djúpt við lútum tveir.
Segðu mér hvort sorgum slegin
sálin þessi hinum megin
muni fá að faðma mey er
fullsæl nú með englum þreyr,
faðma undurfríða mey er
fullsæl nú með englum þreyr?“
Innir hrafninn: „Aldrei meir.“
 
17.
 
„Herm þau orð í hinsta sinni“,
hrópa eg þá í bræði minni;
„snúðu heim þars eilíf ýlir
eyðinótt í veikum reyr.
Enga fjöður eg vil finna
enga minning lyga þinna;
burtu! lát mig einan inni,
ólánsblakki hrævageir.
Tak þinn svip úr sálu minni
og svarta mynd af hvítum leir.“
Innir hrafninn: „Aldrei meir.“ –
 
18.
 
Hrafninn situr, hrafninn situr,
hljóður, kyrr og aldrei flytur,
fyrir mínum augum er hann
yfir hurð á bleikum leir,
líkur allri ógn og firnum,
illri vætt með köldum glyrnum;
geislar á hann glitra og stirna,
á gólfið mynd hans bregða þeir.
En mín sál við svarta skuggann,
sem á gólfið bregða þeir,
skilur aldrei – aldrei meir!

 

Ég verð að segja fyrir mig því nánar ég les þýðingu Einars þeim mun meira dáist ég að honum, afli hans og orðkyngi. Fleiri hafa reynt við kvæðið sem ég hef ekki lagt mig eftir. Enda er bragarhátturinn erfiður og ekki á allra færi að fást við.

En kvæðið um Hrafninn eftir Poe er magnþrungið í frumgerð sinni og getur hver fengið hughrif úr því sem eftir því leitar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er ein besta uppfærslan á þessu verki:

The Simpsons - Edgar Allan Poe: The Raven - YouTube

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2021 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband