10.5.2021 | 09:52
Leiðréttingarnar
á fyrra ranglæti útskýra taxtahækkanirnar hjá okkur að því að forkólfarnir segja:
Það er nú líklega vonlaust mál að reyna að rökræða viðverkalýðsforystuna á Íslandi. Það gerðist þó í þjóðarsáttinni en þeir menn eru löngu horfnir á braut og aðrir gáfaðri teknir við svo sem Gunnar Smári, Sigríður Anna og Drífa Snædal.
Svo segir í leiðar Morgunblaðsins.
"Í Dagmálum í liðinni viku lýsti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þeirri skoðun að sagan myndi ekki dæma þá ákvörðun verkalýðsforystunnar vel, að hafa hafnað því eftir að kórónukreppan skall á að taka upp kjarasamninga.
Halldór benti á að það hefði verið algerlega fyrirsjáanlegt hvaða afleiðingar þetta mundi hafa og að það birtist í hagtölum í dag, hvort sem litið væri á atvinnuleysi eða verðbólgu. Allt tal um það, sagði Halldór, að það sé umdeilt meðal hagfræðinga hvort launahækkanir umfram svigrúm hafi áhrif til verðbólgu, þetta er bara einhvers konar flatjarðartal í mínum huga. Þetta er ekkert umdeilt.
Ég er í reglulegum samskiptum við kollega mína á Norðurlöndum sem stýra samtökum atvinnulífsins á Norðurlöndum. Þetta er ekkert umdeilt í þeirra ranni. Þetta er ekkert umdeilt á meðal norrænnar verkalýðshreyfingar, hvort afleiðingarnar af of miklum launahækkunum, eða innistæðulausum launahækkunum, séu verðbólga. Það er enginn að deila um þetta. En á Íslandi hefur þessi umræða einhvern veginn náð að festa rætur, sér í lagi á meðal verkalýðshreyfingarinnar, að það séu í raun og veru bara engin sérstök tengsl þarna á milli.
Þessi lýsing á því miður við rök að styðjast og það er verulegt áhyggjuefni hér á landi hvernig komið er fyrir verkalýðshreyfingunni, hversu mjög hún er úr tengslum við raunveruleikann og hve skaðlegt það er fyrir allan almenning í landinu.
Í fróðlegri grein í Þjóðmálum fjallar Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um það fyrirkomulag sem viðhaft er við kjarasamningagerð hér á landi og hve langt við stöndum að baki öðrum norrænum þjóðum að þessu leyti. Hann bendir á að kjaralotan sem hafi hafist haustið 2018 standi enn, þó að flestir hafi samið, en eitt sem skilji íslenskan vinnumarkað frá öðrum sé hve langan tíma taki að ná samningum. Hér reyni einstakir samningsaðilar að ná ávinningi umfram þann tón sem sleginn hafi verið hjá þeim fyrstu sem sömdu auk þess sem gengið sé út frá því að samningar séu afturvirkir, sem vitaskuld verður til þess að draga samninga á langinn og valda jafnt atvinnulífi sem launþegum óþægindum. Sláandi er að sjá tölur í grein Hannesar um launaþróun hér á landi og hjá nágrannaþjóðum okkar.
Áratuginn 2010- 2020 hækkuðu laun í Danmörku og Svíþjóð um 22%, en hér á landi hækkuðu þau um 95%. Árlegar breytingar hafa því verið um 2% að meðaltali í samanburðarlöndunum tveimur en 7% á Íslandi.
Þetta er ósjálfbær þróun sem endar óhjákvæmilega í kunnuglegum vítahring launahækkana, verðbólgu og gengislækkana krónunnar, segir Hannes. Við þetta má bæta atvinnuleysi, sem landsmenn hafa fengið að kynnast að undanförnu og tengist óhóflegum launahækkunum.
Það svigrúm sem Samtök atvinnulífsins telja að sé almennt til launahækkana hér á landi er 3,5-4,0% og er samtala verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og framleiðniaukningar í landinu. Til lengi tíma getur svigrúmið ekki verið meira enda getur kaupmáttur ekki aukist almennt nema með aukinni framleiðni.
Þetta er sérstaklega augljóst þegar horft er til þess að launahlutfall hér á landi er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og því ekkert svigrúm til þess að auka hlut launakostnaðar í framleiðslunni. Líklegt er að aðstæður á vinnumarkaði verði að breytast verulega til að unnt verði að semja af meiri skynsemi hér á landi en gert hefur verið.
Hér er mjög hátt hlutfall launamanna í verkalýðsfélögum, mun hærra og jafnvel margfalt hærra en þekkist erlendis. Þetta á ef til vill sinn þátt í hvernig er komið, sér í lagi þegar forysta verkalýðsfélaganna neitar að viðurkenna staðreyndir og lifir í eigin heimi upphrópana og aldargamalla frasa úr verkalýðsbaráttu löngu liðins tíma.
Íslensk verkalýðshreyfing og vinnumarkaður verða að stíga inn í nútímann og takast af ábyrgð á við það verkefni að semja um laun sem atvinnulífið stendur undir. Þetta felur til að mynda í sér viðurkenningu á því að of langt hafi verið gengið á undanförnum árum og að nú verði að huga að því að treysta undirstöður atvinnulífsins, tryggja möguleika þess til að vaxa og þar með til að fjölga störfum og tryggja öllum vinnu sem vilja vinna. Þessu forgangsverkefni aðila vinnumarkaðarins hefur verið ýtt til hliðar á liðnum árum en það verður að hefja í öndvegi á nýjan leik með skynsamlegri samningagerð."
Auðvitað valda hinar séríslensku aðstæður því að engin efnahagslögmál gilda hérlendis.Því fer sem fer og menn kenna svo krónunni og skorti á evrunni um ófarirnar þegar vísitalan hækkar eftir réttlætisleiðréttingarnar hjá flugumferðarstjórum, ljósmæðrum og þaðan af göfugri hópum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.