Leita í fréttum mbl.is

Furðulegar

eru hugmyndir forsætisráðherra vors um eyðingu CO2 fyrir heiminn.Manni kemur til hugar að hún sé andsetin af þráhyggju um skaðsemi CO2 án Þess að gefa því gaum að lofttegundin er undirstaða lífsins á jörðinni.

Bjarni Jónsson fer yfir málið á bloggsíðu sinni:

"

Carbfix er með áform um niðurdælingu 3 Mt/ár (Mt=milljón tonn) af CO2.  Þetta er um 50 % meira en losun iðnaðarins á Íslandi, enda er ætlunin að sverma fyrir fangað CO2 frá útlöndum og ekki mun nást 100 % föngun CO2 úr afgasi iðjuveranna. 

Vatnsþörfin verður gríðarleg fyrir blöndun við 3 Mt/ár af CO2 eða 75 Mt/ár eða að jafnaði 2400 l/s, sem er um 7 föld vatnsþörf ISAL og tæplega þreföld vatnsdreifing Vatnsveitu Reykjavíkur.

Þessu vatni er ætlunin að dæla upp úr Kaldánni, sem rennur neðanjarðar út í Straumsvík.  Þar hefst við einstök murtutegund í hálfsöltu vatni.  Það verður svo miklu vatni kippt út úr sínum náttúrulega farvegi, að vegna hækkaðs seltustigs í Straumsvík gætu lífsskilyrði þessarar murtutegundar verið í uppnámi. Þetta þarf að rannsaka áður en lengra er haldið með umfangsmikil áform Carbfix og Coda Terminal (ON o.fl.) í Straumsvík.

Mikið jarðrask fylgir gríðarlegum fjölda borholna fyrir upp- og niðurdælingu og athafnasvæðið verður stórt; líklega verða um 150 borholur í gangi á hverjum tíma, og óljóst er, hversu lengi hver niðurdælingarhola endist. 

Það er mikil þörf á, að þetta verkefni fari í lögformlegt umhverfismat, því að við fyrstu sín er hætta á umhverfisslysi. 

Þótt forsætisráðherra sé hrifinn af þessu rándýra, gagnslitla og stórkarlalega verkefni, er það auðvitað engin trygging fyrir því, að það sé vistvænt eða vitrænt.  Verkefnið er ljóslega óendurkræft, svo að rannsaka verður allar hliðar þess út í hörgul áður en framkvæmdaleyfi verður veitt.

Er einhver fjárhagsleg glóra í þessu verkefni ? 

Um það ríkir alger óvissa. 

Samkvæmt upplýsingum um stofnkostnað framkvæmdaaðilans "Coda Terminal", sem virðist vera dótturfyrirtæki ON og Carbfix, og ætluðum orkukostnaði og gjaldi fyrir vatnið, má ætla kostnað við móttöku, meðhöndlun og förgun í Straumsvík um 15 USD/t CO2. 

Ef reiknað er með 0,5 Mt/ár CO2 af innanlandsmarkaðinum og 2,5 Mt/ár erlendis frá, gæti meðalflutningskostnaður verið um 16 USD/t CO2.  Þá er föngunarkostnaðurinn eftir. 

Um hann ríkir óvissa, t.d. úr kerreyk álveranna, en hann gæti þar numið 15 USD/t CO2.  Heildarkostnaðurinn við þetta ævintýri er þá yfir 45 USD/t CO2 (förgun:15+flutningur:16+föngun:15). 

Meðalverð á koltvíildiskvóta undanfarin 2 ár er undir 40 USD/t.  Verðið núna er hærra en 50 USD/t, en allsendis óvíst er, að meðalverðið verði yfir 45 USD/t CO2 á þessum áratugi, svo að þetta umhverfislega glæfraverkefni virðist vera alger vonarpeningur fjárhagslega og t.d. alls ekki fjárhagslega samkeppnishæft við bindingu með íslenzkri skógrækt.  Hér virðist farið fram meira af kappi en forsjá. 

Í lok greinar sinnar skrifaði forsætisráðherra:

"Loftslagsmálin voru eitt af stóru málunum í stefnuskrá Vinstri grænna fyrir síðustu kosningar.  Þau munu áfram verða það, og ég er sannfærð um, að sú stefna, sem nú hefur verið mörkuð, og þær aðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til, byggi mikilvægan grunn að árangri Íslands í loftslagsmálum. 

Verkefnið er hins vegar gríðarstórt, og meira mun þurfa til - en ef við höldum áfram á sömu braut, mun það skila frekari árangri og Ísland leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni - stærsta verkefni samtímans."

Forsætisráðherra er ekki knúin áfram af vísindalegum rökum heldur trúarhita og slagorðum. Það er ekki góður grunnur undir furðulegri niðurstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband