13.5.2021 | 11:16
Þorsteinn hrærir
fullveldissöluna ótrauður.
Það er alltaf gott að hafa sannfæringu en allt orkar tvímælis þá gert er.
Þorsteinn Pálsson fyrrum formaður sjálfstæðisflokksins segir í dag eins og að hlustað sé á hann einhversstaðar:
"Ríkisstjórnin hefur ákveðið opnun samfélagsins í júní og birt síðasta efnahagspakkann vegna Covid19. Vel má þó vera að við þurfum að lifa með veirunni næstu ár, hugsanlega með reglulegum bólusetningum.
En með þessum tveimur ákvörðunum verða þáttaskil. Þjóðfélagið fellur að mestu í sömu skorður og áður. Tími róttækra sóttvarna og bráðabirgðaráðstafana í efnahagsmálum er þá að baki.
Það þarf því ekki nýjar efnahagsráðstafanir til þess að hagvöxtur verði fljótlega sá sami og fyrir veirukreppuna. Það gerist sjálfkrafa. Og um leið fer atvinnuleysi minnkandi. Þessi mynd er tiltölulega einföld.
Of þröng staða
Flóknari myndi blasir við þegar horft er á verkefni næstu ára. Pólitíkin ætti að snúast um þá framtíðarsýn en ekki karp um bráðabirgðaráðstafanir liðinna mánaða.
Þó að ferðaþjónustan blómstri á ný getum við ekki lokað augunum fyrir hinu, að svigrúm okkar til að leysa skuldastöðu ríkissjóðs er þrengra en flestra grannríkja vegna verðbólgu, hærri vaxta og gengisáhættu. Samkeppnisstaða Íslands til að byggja upp þekkingariðnað er fyrir sömu sakir þrengri en annarra.
Lítill ágreiningur virðist vera um nauðsyn nýsköpunar í atvinnumálum og mikilvægi ábyrgrar fjármálastjórnar. Vandinn er að finna leið, sem gefur ríkissjóði sama svigrúm og grannlöndin hafa og styrkir samkeppnisstöðu atvinnulífsins.
Kaldar staðreyndir
Eftir að ferðaþjónustan nær sér stendur þjóðin andspænis nokkrum köldum staðreyndum:
1. mun meiri verðbólgu en þekkist í flestum vestrænum löndum,
2. miklu hærri vöxtum en í samkeppnislöndunum,
3. yfir þúsund milljarða króna ríkisskuldum vegna veirunnar,
4. allt að fimmtíu milljarða króna skattahækkunum á miðju næsta kjörtímabili samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar,
5. flótta erlendra fjárfesta út úr hagkerfinu vegna vantrausts á gjaldmiðlinum og
6. stórum erlendum lántökum ríkissjóðs, sem færir gengisáhættuna sem hvíldi á erlendum fjárfestum yfir á skattgreiðendur.
Stærstu kosningamálin
Í kosningum eru engin mál undanskilin.
En viðreisn þjóðarbúsins með stefnumörkun til langs tíma er óhjákvæmilega höfuðviðfangsefnið. Á næsta áratug þarf þekkingariðnaður að verða einn af burðarásum gjaldeyrisöflunar.
Seðlabankastjóri setti svo annað stórmál á dagskrá á dögunum. Allra stærsta óleysta mál stjórnmálanna gagnvart hagsmunum stórfyrirtækja snýst um virka eða óvirka þjóðareign auðlinda.
Tvær leiðir
Allir stjórnmálaflokkarnir vilja minnka þörfina á þeim rosalegu skattahækkunum, sem ríkisstjórnin boðar í fjármálaáætluninni. Allir vilja þeir stöðugan gjaldmiðil til þess að auðvelda atvinnulífinu að hlaupa hraðar, verja kjör launafólks og tryggja lægri vexti.
Tvær leiðir eru færar til að ná þessum markmiðum.
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvörp um gjaldeyrishöft og skerðingu lífeyrisréttinda. Þetta er eina leiðin til að stuðla að stöðugleika krónunnar og ná fram varanlegri lækkun vaxta, ef viðhalda á sjálfstæðum gjaldmiðli án alþjóðlegs samstarfs. Ríkisstjórnin er með þetta á hreinu.
Hin leiðin er tillaga, sem óháðir sérfræðingar settu fram á sínum tíma og Viðreisn hefur nú tekið upp. Hún felst í því að halda krónunni en tryggja stöðugleika með formlegu gjaldmiðlasamstarfi við Evrópusambandið líkt og Danir gera.
Fyrri leiðin varðveitir sjálfstæði okkar í peningamálum en takmarkar frelsi í viðskiptum og leiðir óhjákvæmilega til skerðingar á lífeyrisréttindum. Seinni leiðin takmarkar frelsi í peningamálastjórn en tryggir meira viðskiptafrelsi og kemur í veg fyrir skerðingu á lífeyrisréttindum.
Báðum leiðum fylgja kostir og gallar. En minni skerðing á viðskiptafrelsi auðveldar okkur að hlaupa hraðar.
Lýðræði eða sérhagsmunir
Langstærsta óleysta málið gagnvart hagsmunaöflunum er einkarétturinn á nýtingu fiskimiðanna.
Enginn pólitískur ágreiningur er um þjóðareign auðlinda. Lítill ágreiningur er um að einkaréttur er nauðsynlegur til að tryggja hagkvæma nýtingu. Deilan stendur um það hvort þjóðareignin á að vera virk með tímabundnum einkarétti eða óvirk með ótímabundnum einkarétti.
Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin vilja ótímabundinn einkarétt.
Í stjórnarskrármálinu hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að koma í veg fyrir að samstarfsflokkarnir geti staðið við stefnu sína um tímabindingu. Stjórnarandstaðan er einhuga um tímabindingu að Miðflokknum undanskildum, sem hefur enn ekki tekið afstöðu.
Þetta er spurning um það hvort meirihluti þjóðarinnar eigi að ráða, eða stórfyrirtækin í gegnum stærsta stjórnarflokkinn."
Svartagall Þorsteins birtist svo og fullveldisvantrú í þessum setningum:
..."vegna verðbólgu, hærri vaxta og gengisáhættu. Samkeppnisstaða Íslands til að byggja upp þekkingariðnað er fyrir sömu sakir þrengri en annarra.
1. mun meiri verðbólgu en þekkist í flestum vestrænum löndum,
2. miklu hærri vöxtum en í samkeppnislöndunum,
3. yfir þúsund milljarða króna ríkisskuldum vegna veirunnar,
4. allt að fimmtíu milljarða króna skattahækkunum á miðju næsta kjörtímabili samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar,
5. flótta erlendra fjárfesta út úr hagkerfinu vegna vantrausts á gjaldmiðlinum og
6. stórum erlendum lántökum ríkissjóðs, sem færir gengisáhættuna sem hvíldi á erlendum fjárfestum yfir á skattgreiðendur."
Stórkostlegar erlendar fjárfestingar eins og í fiskeldi,baðaðstöðu á Kársnesi og víðar afhjúpa fáránleikann og þröngsýnina í þessum málflutningi Þorsteins. Það bannar enginn neinum að taka erlent fé að láni og koma með hingað, ávaxta það með tilliti til þess og gera upp í þeim gjaldmiðlum sem menn kjósa. Það ríkir gjaldeyrisfrelsi á Íslandi.
Algjör steypa birtist svo í setningunni:" Hún felst í því að halda krónunni en tryggja stöðugleika með formlegu gjaldmiðlasamstarfi við Evrópusambandið líkt og Danir gera."
Alveg ósambærilegar aðstæður þar sem Danir eru í raun á markaðssvæði Þýzkalands.Það eru Íslendingar ekki heldur þveröfugt.
Síðan virðist Þorsteinn vera kominn í lið ,e'Dóru Björtu Pírata þegar hann úrskurðar um Sjálfstæðisflokkinn:
"Í stjórnarskrármálinu hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að koma í veg fyrir að samstarfsflokkarnir geti staðið við stefnu sína um tímabindingu. Stjórnarandstaðan er einhuga um tímabindingu að Miðflokknum undanskildum, sem hefur enn ekki tekið afstöðu."
Hvernig ætlar Þorsteinn að samræma þessi atriði:
"Allir vilja þeir stöðugan gjaldmiðil til þess að auðvelda atvinnulífinu að hlaupa hraðar, verja kjör launafólks og tryggja lægri vexti."
Stöðugur gjaldmiðill er ávísun á litlar hreyfingar í efnahagslífinu og kjör launafólks hafa aldrei verið í takti við gengi gjaldmiðils heldur þveröfugt.Kjaradeilur hafa ávallt skaðað gengi gjaldmiðilsins en ekki styrkt.
Auðvitað verður þjóðin að borga til baka kostnaðinn af kóvídinu með einum eða öðrum hætti. Við getum bara þakkað fyrir ef tekst að halda Þorsteini Pálssyni og fullveldissöluflokki hans Viðreisn sem víðast fjarri þeim ráðstöfunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.